Eldsvoði Árni Helgi Gunnlaugsson skrifar 28. október 2019 16:05 Eins og flestir sem mig og drengina mína þekkja vita, þá lentum við feðgar í því að það kviknaði í íbúð okkar í Breiðholtinu fyrir um mánuði síðan og við misstum allar veraldlegar eigur í eldinum.Þegar ég fékk símtalið frá elsta syninum um hvað hefði gerst, var ég staddur við vinnu vestur í bæ og gerði ég mér í sjálfu sér ekki grein fyrir því þarna strax, hvort þetta hefði verið einhver smáræðis eldur, eða hvort það væri hreinlega kviknað í. Ég henti frá mér öllu sem ég var að gera og þeysti af stað upp í Breiðholtið. Á leiðinni var ég að reyna að hringja í strákana allan tímann. Þeir svöruðu ekki símunum. Þegar ég nálgaðist Breiðholtið voru síðustu slökkviliðsbílarnir og sjúkrabíll að keyra fram úr mér. Það er ekki góð tilfinning að víkja fyrir slökkviliðinu, þegar þú veist að þeir eru að fara heim til þín. Eða þannig. Þegar ég nálgaðist Breiðholtið og kom inn í Fellin og sá reykinn yfir öllu, þá vissi ég að um eldsvoða væri að ræða. Enn svöruðu þeir ekki og þarna var ég orðinn alvarlega hræddur. Þegar ég kom að Jórufellinu sá ég bara bjarmann af bláblikkandi ljósum, mannmergð sem var að fylgjast með og svartan reyk út um glugga og sprungnar rúður. Ég leitaði að strákunum en sá þá hvergi. Talaði við slökkviliðsmann og þeir vissu ekki hvort strákarnir væru ennþá inni, reykkafarar væru að kanna málið. Ég hélt þarna, að ég gæti mögulega verið að missa tvo af þremur strákunum mínum. Það er auðvitað erfitt að lýsa því, hvernig manni líður á svona stundu. Þegar ég lýsti því fyrir starfsmanni Rauða krossins um nóttina, var mér sagt að ég hefði verið á leiðinni inn í lost. Ég veit ekki hve langur tími leið. Tíminn verður svo afstæður í svona aðstæðum. Fyrir mér var þetta heil eilífð. En loksins sá ég drengina mína, á náttfötunum að ræða við lögreglumann. Það er auðvitað ekki heldur hægt að koma orðum að þeirri upplifun, svo vel sé. En hugtakið að „heimta úr helju" fær alla vega dýpri og þrungnari merkingu. Á því augnabliki sem ég sá þá, missti ég eiginlega alveg áhugann á eldsvoðanum og því sem var að brenna, eða hafði brunnið. Fékk það beint í æð, hvað það er, sem skiptir máli í lífinu. Get ennþá upplifað þessa tilfinningu þegar ég hugsa um töfraaugnablikið. En auðvitað, þegar rykið var sest aftur, þá stóðum við uppi bara í því sem var utan á okkur. Allt farið. Og ótryggt. En það væsir ekki um okkur í dag. Við höfum rætt þetta allir fjórir og okkar upplifun á þessu öllu saman. Auðvitað engin upplifunin góð. En lífið er að komast í fastar skorður aftur. Mér er líka hugsað til þeirra sem hafa lent í þessu á eftir okkur. Það virðist hafa verið heil hrina af eldsvoðum undanfarinn mánuð. Sérstaklega er hugurinn hjá fjölskyldunum sem lentu í eldsvoðanum í Mávahlíð viljum þakka allar hlýjar hugsanir og skilaboð, og alla þá hjálp sem við höfum fengið. Við erum bæði snortnir og þakklátir. Íslendingar sýna svo sannarlega sitt rétta hjartalag, þegar einhver í hinni íslensku fjölskyldu lendir í slysum eða hrakningum. Ég vil þar að auki nota tækifærið og þakka þeim sem ég náði ekki að svara skilaboðum og hringingum frá, en sem vildu rétta fram hjálparhönd. Megi guð og allar góðar vættir vera með þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bruni í Mávahlíð Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Hrærður yfir viðbrögðunum: „Þegar eitthvað bjátar á standa allir saman“ Árni Gunnlaugsson, einstæður faðir sem missti aleiguna í bruna fyrir rúmri viku, hefur fundið fyrir miklum stuðningi. 8. október 2019 14:00 Einstæður þriggja barna faðir missti allt í bruna Maðurinn er ekki með heimilistryggingu og með báðar hendur tómar. Eitt barn hans var að fikta með eld með þeim afleiðingum að íbúðin varð alelda. Feðgarnir sofa nú á dýnum í tómu lánshúsi. 7. október 2019 18:49 Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Eins og flestir sem mig og drengina mína þekkja vita, þá lentum við feðgar í því að það kviknaði í íbúð okkar í Breiðholtinu fyrir um mánuði síðan og við misstum allar veraldlegar eigur í eldinum.Þegar ég fékk símtalið frá elsta syninum um hvað hefði gerst, var ég staddur við vinnu vestur í bæ og gerði ég mér í sjálfu sér ekki grein fyrir því þarna strax, hvort þetta hefði verið einhver smáræðis eldur, eða hvort það væri hreinlega kviknað í. Ég henti frá mér öllu sem ég var að gera og þeysti af stað upp í Breiðholtið. Á leiðinni var ég að reyna að hringja í strákana allan tímann. Þeir svöruðu ekki símunum. Þegar ég nálgaðist Breiðholtið voru síðustu slökkviliðsbílarnir og sjúkrabíll að keyra fram úr mér. Það er ekki góð tilfinning að víkja fyrir slökkviliðinu, þegar þú veist að þeir eru að fara heim til þín. Eða þannig. Þegar ég nálgaðist Breiðholtið og kom inn í Fellin og sá reykinn yfir öllu, þá vissi ég að um eldsvoða væri að ræða. Enn svöruðu þeir ekki og þarna var ég orðinn alvarlega hræddur. Þegar ég kom að Jórufellinu sá ég bara bjarmann af bláblikkandi ljósum, mannmergð sem var að fylgjast með og svartan reyk út um glugga og sprungnar rúður. Ég leitaði að strákunum en sá þá hvergi. Talaði við slökkviliðsmann og þeir vissu ekki hvort strákarnir væru ennþá inni, reykkafarar væru að kanna málið. Ég hélt þarna, að ég gæti mögulega verið að missa tvo af þremur strákunum mínum. Það er auðvitað erfitt að lýsa því, hvernig manni líður á svona stundu. Þegar ég lýsti því fyrir starfsmanni Rauða krossins um nóttina, var mér sagt að ég hefði verið á leiðinni inn í lost. Ég veit ekki hve langur tími leið. Tíminn verður svo afstæður í svona aðstæðum. Fyrir mér var þetta heil eilífð. En loksins sá ég drengina mína, á náttfötunum að ræða við lögreglumann. Það er auðvitað ekki heldur hægt að koma orðum að þeirri upplifun, svo vel sé. En hugtakið að „heimta úr helju" fær alla vega dýpri og þrungnari merkingu. Á því augnabliki sem ég sá þá, missti ég eiginlega alveg áhugann á eldsvoðanum og því sem var að brenna, eða hafði brunnið. Fékk það beint í æð, hvað það er, sem skiptir máli í lífinu. Get ennþá upplifað þessa tilfinningu þegar ég hugsa um töfraaugnablikið. En auðvitað, þegar rykið var sest aftur, þá stóðum við uppi bara í því sem var utan á okkur. Allt farið. Og ótryggt. En það væsir ekki um okkur í dag. Við höfum rætt þetta allir fjórir og okkar upplifun á þessu öllu saman. Auðvitað engin upplifunin góð. En lífið er að komast í fastar skorður aftur. Mér er líka hugsað til þeirra sem hafa lent í þessu á eftir okkur. Það virðist hafa verið heil hrina af eldsvoðum undanfarinn mánuð. Sérstaklega er hugurinn hjá fjölskyldunum sem lentu í eldsvoðanum í Mávahlíð viljum þakka allar hlýjar hugsanir og skilaboð, og alla þá hjálp sem við höfum fengið. Við erum bæði snortnir og þakklátir. Íslendingar sýna svo sannarlega sitt rétta hjartalag, þegar einhver í hinni íslensku fjölskyldu lendir í slysum eða hrakningum. Ég vil þar að auki nota tækifærið og þakka þeim sem ég náði ekki að svara skilaboðum og hringingum frá, en sem vildu rétta fram hjálparhönd. Megi guð og allar góðar vættir vera með þeim.
Hrærður yfir viðbrögðunum: „Þegar eitthvað bjátar á standa allir saman“ Árni Gunnlaugsson, einstæður faðir sem missti aleiguna í bruna fyrir rúmri viku, hefur fundið fyrir miklum stuðningi. 8. október 2019 14:00
Einstæður þriggja barna faðir missti allt í bruna Maðurinn er ekki með heimilistryggingu og með báðar hendur tómar. Eitt barn hans var að fikta með eld með þeim afleiðingum að íbúðin varð alelda. Feðgarnir sofa nú á dýnum í tómu lánshúsi. 7. október 2019 18:49
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar