Íslandsbanki setji sér gagnsæjar reglur um notkun auglýsingafjár Hjálmar Jónsson skrifar 28. október 2019 07:15 Það verður ekki undan því vikist að krefjast þess að Íslandsbanki gefi út afdráttarlausa yfirlýsingu um að hann muni ekki láta fjölmiðla með „afgerandi kynjahalla” gjalda þess að þeir eru skrifaðir fyrir tiltekna markhópa í okkar fjölbreytta kynjaða samfélagi, eins og til að mynda Gestgjafann, Vikuna, fotbolta.net, Smartlandið og Fiskifréttir, svo einhver dæmi séu tekin? Hvernig öðru vísi má ávinna það traust sem glatast hefur með þessum ótrúlega vanhugsuðu fyrirætlunum þriðju stærstu fjármálastofnunar þjóðarinar, sem hafa ekkert með jafnrétti að gera. Það hlýtur einnig að verða að spyrja þess hvort sú afdrifaríka stefna að gera tilraun til að hafa áhrif á umfjöllun fjölmiðla með hótunum um að auglýsa ekki í þeim, hvort sem það er vegna jafnréttismála, loftslagsvár, heimsfriðar eða annarra góðra mála, sem við öll viljum leggja lið, hafi verið borin undir stjórn bankans og samþykkt þar? Í fljótu bragði er ekkert að finna um þessa jafnréttistefnu á heimasíðu bankans og ég sé ekki að hún hafi verið birt annars staðar. Er það ekki lágmarkið að banki í almannaeigu birti stefnu sína í þessum málum, svo hægt sé að rýna hana og jafnvel gagnrýna? Eða er það virkilega svo að þessu sé slegið fram í amstri dagana að óhugsuðu máli? Stjórn bankans hlýtur að láta málið til sín taka og brýna fyrir starfsmönnum sínum að valdi fylgi ábyrgð. Stjórn bankans hlýtur einnig að hlutast til um það að bankinn setji sér opnar og gagnsæjar reglur um notkun auglýsingafjár, þannig að það sé hafið yfir allan vafa að þar ráði hlutlægni ferðinni. Ég vil trúa því að þannig hafi það verið til þessa.Höfundur er formaður BÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Hjálmar Jónsson Íslenskir bankar Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Það verður ekki undan því vikist að krefjast þess að Íslandsbanki gefi út afdráttarlausa yfirlýsingu um að hann muni ekki láta fjölmiðla með „afgerandi kynjahalla” gjalda þess að þeir eru skrifaðir fyrir tiltekna markhópa í okkar fjölbreytta kynjaða samfélagi, eins og til að mynda Gestgjafann, Vikuna, fotbolta.net, Smartlandið og Fiskifréttir, svo einhver dæmi séu tekin? Hvernig öðru vísi má ávinna það traust sem glatast hefur með þessum ótrúlega vanhugsuðu fyrirætlunum þriðju stærstu fjármálastofnunar þjóðarinar, sem hafa ekkert með jafnrétti að gera. Það hlýtur einnig að verða að spyrja þess hvort sú afdrifaríka stefna að gera tilraun til að hafa áhrif á umfjöllun fjölmiðla með hótunum um að auglýsa ekki í þeim, hvort sem það er vegna jafnréttismála, loftslagsvár, heimsfriðar eða annarra góðra mála, sem við öll viljum leggja lið, hafi verið borin undir stjórn bankans og samþykkt þar? Í fljótu bragði er ekkert að finna um þessa jafnréttistefnu á heimasíðu bankans og ég sé ekki að hún hafi verið birt annars staðar. Er það ekki lágmarkið að banki í almannaeigu birti stefnu sína í þessum málum, svo hægt sé að rýna hana og jafnvel gagnrýna? Eða er það virkilega svo að þessu sé slegið fram í amstri dagana að óhugsuðu máli? Stjórn bankans hlýtur að láta málið til sín taka og brýna fyrir starfsmönnum sínum að valdi fylgi ábyrgð. Stjórn bankans hlýtur einnig að hlutast til um það að bankinn setji sér opnar og gagnsæjar reglur um notkun auglýsingafjár, þannig að það sé hafið yfir allan vafa að þar ráði hlutlægni ferðinni. Ég vil trúa því að þannig hafi það verið til þessa.Höfundur er formaður BÍ.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar