Kanna þurfi lögmæti kirkjusamnings Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. október 2019 06:15 Jarðirnar sem ríkið eignaðist 1997 eru ótilgreindar en samkomulag um greiðslur fyrir þær er ótímabundið. Undirnefnd fjárlaganefndar leggur til að Ríkisendurskoðun verði falið að meta nýjan samning milli ríkis og kirkju og hvort hann samræmist lögum um opinber fjármál. Nefndin leggur einnig til að óskað verði eftir minnisblaði um afstemmingu ráðuneytisins og Ríkisendurskoðunar á skuldastöðu ríkisins við kirkjuna vegna eignatilfærslu kirkjujarða til ríkisins á grundvelli kirkjujarðasamkomulagsins frá 1997. Í samkomulaginu frá 1997 er kveðið á um að ríkið eignist allar kirkjujarðir utan prestssetra gegn því að ríkið greiði laun tiltekins fjölda presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar. Ríkið hefur greitt á fimmta tug milljarða til kirkjunnar á samningstímanum. Ekki liggur hins vegar fyrir til hvaða jarða samningurinn tekur né var nokkurn tíma gert mat á virði samningsins né eignanna sem hann tekur til enda jarðirnar ótilgreindar í samkomulaginu. Í september síðastliðnum var ritað undir viðbótarsamkomulag við samninginn frá 1997, með einföldun hans fyrir augum. Í viðbótarsamningi þessum er fjallað um allar greiðslur úr ríkissjóði til kirkjunnar, um þrjá og hálfan milljarð á ári, að frátöldum sóknargjöldum. Samningurinn er ótímabundinn en samningsaðilar geta krafist endurskoðunar á ákvæðum hans eftir fimmtán ár. Sérstaklega er kveðið á um að samningsaðilar geti ekki krafist breytinga á samningnum á grundvelli fjölgunar eða fækkunar meðlima í þjóðkirkjunni.Samkvæmt svari dómsmálaráðuneytis við fyrirspurn Fréttablaðsins var samningurinn ekki borinn undir Alþingi, sem fer með fjárveitingavaldið, heldur er samningurinn sem slíkur í umboði ríkisstjórnarinnar, eins og segir í svarinu. Ljóst er hins vegar að lagabreytingar þarf til að ákvæði hans geti öðlast gildi auk þess sem Alþingi þarf að samþykkja allar fjárveitingar ríkisins með fjárlögum. Á fundi fjárlaganefndar 6. október síðastliðinn var skipuð undirnefnd til að gera tillögur um innleiðingu á ákvæðum samningsins í fjárlög. Í undirnefndinni sitja Haraldur Benediktsson, Björn Leví Gunnarsson og Birgir Þórarinsson. Í minnisblaði þeirra til fjárlaganefndar eru reifuð nokkur álitamál sem þarfnist skýringa. Helsta álitaefnið varðar „uppgjör þeirrar tilfærslu á eignum sem áttu sér stað árið 1907 og voru gerðar upp í kirkjujarðasamkomulaginu frá 1997. Um hvaða eignir var að ræða og hver er endanlegur kostnaður þess uppgjörs fyrir ríkið.“ Gagnrýnt er að greiðslur til kirkjunnar samkvæmt samkomulaginu séu ekki sundurliðaðar þannig að ljóst sé hvaða upphæðum sé ætlað að vera greiðslur fyrir hinar ótilgreindu jarðir og hvaða greiðslum sé ætlað að uppfylla skyldu ríkisins samkvæmt 62. gr. stjórnarskrárinnar sem kveður á um skyldu til að styðja og vernda íslensku þjóðkirkjuna. Þrátt fyrir að öll tormerki hafi verið talin á því að unnt sé að verðmeta verðmætin sem fluttust til ríkisins með samkomulaginu frá 1997, er vísað til álitsgerða kirkjueignanefndar frá 1984 og 1992 sem innihéldu lista af jörðum sem nefndarmenn telja að samkomulagið hafi grundvallast á. Andvirði þeirra hafi verið reiknað á sínum tíma og uppfært verðmæti þeirra í dag sé um þrír milljarðar. Því megi færa rök fyrir því að fullnaðargreiðsla ríkisins fyrir jarðirnar sé þegar að fullu greidd og eftir standi aðeins skuldbinding ríkisins gagnvart kirkjunni á grundvelli 62. gr. stjórnarskrárinnar. Í minnisblaðinu er vísað til laga um opinber fjármál og dregið í efa að framangreindur óskýrleiki samninga ríkisins við kirkjuna standist strangar kröfur laganna um samninga ríkisins. Vísað er til þess að samningurinn sé ótímabundinn en opinn til endurskoðunar eftir 15 ár. Lög um opinber fjármál kveða hins vegar á um að samningar skuli almennt takmarkast við fimm ár en undanþáguheimild er fyrir hendi vegna kostnaðarsamra fjárfestinga. Ekki er gerð tilraun til að rökstyðja fimmtán ára gildistíma samningsins. Þá segir einnig að hvorki sé skilgreint umfang né gæði starfseminnar sem samningurinn tekur til, hvaða skilyrði fylgja greiðslum og hvernig eftirlit verði haft með þeim. Leggur undirnefndin til að fjárlaganefnd kalli eftir frekari gögnum frá ráðuneytunum til að skýra þessi álitaefni og að Ríkisendurskoðun verði falið að meta hvort samkomulagið samræmist lögum um opinber fjármál. Fjárlaganefnd mun nú afla upplýsinga og umsagnar fjármálaráðuneytisins áður en frekari afstaða verður tekin til málsins. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þjóðkirkjan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Undirnefnd fjárlaganefndar leggur til að Ríkisendurskoðun verði falið að meta nýjan samning milli ríkis og kirkju og hvort hann samræmist lögum um opinber fjármál. Nefndin leggur einnig til að óskað verði eftir minnisblaði um afstemmingu ráðuneytisins og Ríkisendurskoðunar á skuldastöðu ríkisins við kirkjuna vegna eignatilfærslu kirkjujarða til ríkisins á grundvelli kirkjujarðasamkomulagsins frá 1997. Í samkomulaginu frá 1997 er kveðið á um að ríkið eignist allar kirkjujarðir utan prestssetra gegn því að ríkið greiði laun tiltekins fjölda presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar. Ríkið hefur greitt á fimmta tug milljarða til kirkjunnar á samningstímanum. Ekki liggur hins vegar fyrir til hvaða jarða samningurinn tekur né var nokkurn tíma gert mat á virði samningsins né eignanna sem hann tekur til enda jarðirnar ótilgreindar í samkomulaginu. Í september síðastliðnum var ritað undir viðbótarsamkomulag við samninginn frá 1997, með einföldun hans fyrir augum. Í viðbótarsamningi þessum er fjallað um allar greiðslur úr ríkissjóði til kirkjunnar, um þrjá og hálfan milljarð á ári, að frátöldum sóknargjöldum. Samningurinn er ótímabundinn en samningsaðilar geta krafist endurskoðunar á ákvæðum hans eftir fimmtán ár. Sérstaklega er kveðið á um að samningsaðilar geti ekki krafist breytinga á samningnum á grundvelli fjölgunar eða fækkunar meðlima í þjóðkirkjunni.Samkvæmt svari dómsmálaráðuneytis við fyrirspurn Fréttablaðsins var samningurinn ekki borinn undir Alþingi, sem fer með fjárveitingavaldið, heldur er samningurinn sem slíkur í umboði ríkisstjórnarinnar, eins og segir í svarinu. Ljóst er hins vegar að lagabreytingar þarf til að ákvæði hans geti öðlast gildi auk þess sem Alþingi þarf að samþykkja allar fjárveitingar ríkisins með fjárlögum. Á fundi fjárlaganefndar 6. október síðastliðinn var skipuð undirnefnd til að gera tillögur um innleiðingu á ákvæðum samningsins í fjárlög. Í undirnefndinni sitja Haraldur Benediktsson, Björn Leví Gunnarsson og Birgir Þórarinsson. Í minnisblaði þeirra til fjárlaganefndar eru reifuð nokkur álitamál sem þarfnist skýringa. Helsta álitaefnið varðar „uppgjör þeirrar tilfærslu á eignum sem áttu sér stað árið 1907 og voru gerðar upp í kirkjujarðasamkomulaginu frá 1997. Um hvaða eignir var að ræða og hver er endanlegur kostnaður þess uppgjörs fyrir ríkið.“ Gagnrýnt er að greiðslur til kirkjunnar samkvæmt samkomulaginu séu ekki sundurliðaðar þannig að ljóst sé hvaða upphæðum sé ætlað að vera greiðslur fyrir hinar ótilgreindu jarðir og hvaða greiðslum sé ætlað að uppfylla skyldu ríkisins samkvæmt 62. gr. stjórnarskrárinnar sem kveður á um skyldu til að styðja og vernda íslensku þjóðkirkjuna. Þrátt fyrir að öll tormerki hafi verið talin á því að unnt sé að verðmeta verðmætin sem fluttust til ríkisins með samkomulaginu frá 1997, er vísað til álitsgerða kirkjueignanefndar frá 1984 og 1992 sem innihéldu lista af jörðum sem nefndarmenn telja að samkomulagið hafi grundvallast á. Andvirði þeirra hafi verið reiknað á sínum tíma og uppfært verðmæti þeirra í dag sé um þrír milljarðar. Því megi færa rök fyrir því að fullnaðargreiðsla ríkisins fyrir jarðirnar sé þegar að fullu greidd og eftir standi aðeins skuldbinding ríkisins gagnvart kirkjunni á grundvelli 62. gr. stjórnarskrárinnar. Í minnisblaðinu er vísað til laga um opinber fjármál og dregið í efa að framangreindur óskýrleiki samninga ríkisins við kirkjuna standist strangar kröfur laganna um samninga ríkisins. Vísað er til þess að samningurinn sé ótímabundinn en opinn til endurskoðunar eftir 15 ár. Lög um opinber fjármál kveða hins vegar á um að samningar skuli almennt takmarkast við fimm ár en undanþáguheimild er fyrir hendi vegna kostnaðarsamra fjárfestinga. Ekki er gerð tilraun til að rökstyðja fimmtán ára gildistíma samningsins. Þá segir einnig að hvorki sé skilgreint umfang né gæði starfseminnar sem samningurinn tekur til, hvaða skilyrði fylgja greiðslum og hvernig eftirlit verði haft með þeim. Leggur undirnefndin til að fjárlaganefnd kalli eftir frekari gögnum frá ráðuneytunum til að skýra þessi álitaefni og að Ríkisendurskoðun verði falið að meta hvort samkomulagið samræmist lögum um opinber fjármál. Fjárlaganefnd mun nú afla upplýsinga og umsagnar fjármálaráðuneytisins áður en frekari afstaða verður tekin til málsins.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þjóðkirkjan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira