Guðmundur: Vörnin alveg stórkostleg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2019 19:13 Guðmundur var hæstánægður eftir sigurinn á Svíum. vísir/vilhelm „Þetta var frábær leikur. Það verður að segjast eins og er, fyrir utan fyrstu 5-6 mínúturnar þegar við vorum ekki í takti og klikkuðum á færum. Annars var þetta frábærlega spilaður leikur hjá okkur, í vörn og sókn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, í samtali við Vísi eftir sigurinn á Svíþjóð, 26-27, í kvöld. Íslenska liðið byrjaði illa, sérstaklega í sókninni, en vann sig svo inn í leikinn. Íslendingar reyndust svo sterkari á svellinu undir lokin og lönduðu sigri. Sigvaldi Guðjónsson var markahæstur Íslendinga með fimm mörk. Alls komust níu leikmenn Íslands á blað í leiknum. Sóknin vel útfærð„Vörnin var alveg stórkostleg. Við héldum þeim í 26 mörkum á þeirra heimavelli sem er mjög gott. Við vorum með nýja menn eins og Svein [Jóhannsson] og þeir Ýmir [Örn Gíslason] voru að spila sinn fyrsta leik saman í vörninni. Það var margt jákvætt við þetta. Sóknin var vel útfærð. Við spiluðum ekki mörg leikkerfi en notuðum þau sem virkuðu aftur,“ sagði Guðmundur. „Í seinni hálfleik komum við svo með nýja hluti sem færðu okkur mjög góðar stöður í sókninni. Svo fengum við mörk úr hraðaupphlaupum.“ Íslenska liðið var manni færri í tólf mínútur í leiknum. Guðmundur kvaðst sáttur með hvernig Íslendingar leystu það. „Við spiluðum vörnina í undirtölunni mjög vel og unnum boltann nokkrum sinnum. Það var mjög sterkt hjá okkur,“ sagði Guðmundur. Ánægður með nýju menninaÁðurnefndur Sveinn Jóhannsson, leikmaður Århus í Danmörku, lék sinn fyrsta landsleik í kvöld. Hann var í stóru hlutverki í miðri vörn Íslands. Guðmundur hrósaði honum sem og öðrum leikmönnum sem fengu eldskírn sína í kvöld. „Hann var mjög góður. Viggó [Kristjánsson] og Haukur [Þrastarson] komu líka vel inn í þetta. Það er erfitt að taka menn út en fyrst og síðast var þetta sigur liðsheildarinnar,“ sagði Guðmundur. Hann kvaðst þó sérstaklega ánægður með Kára Kristján Kristjánsson sem lék sinn fyrsta landsleik í um tvö ár. Eyjamaðurinn stóð fyrir sínu á línunni, skoraði fjögur mörk og reyndist varnarmönnum Svía erfiður. Kári var frábær„Það er ekkert launungarmál að ég var mjög ánægður með hann. Hann var frábær á línunni. Þeir áttu erfitt með hann. Það var gríðarlega mikilvægt fyrir liðið,“ sagði Guðmundur. Ísland og Svíþjóð mætast aftur á sunnudaginn. Guðmundur segir að þeir leikmenn sem léku lítið í kvöld fái fleiri mínútur í seinni leiknum. „Stefnan var að nota alla leikmennina í þessum tveimur leikjum og við munum standa við það. Aðrir leikmenn, sem spiluðu ekki mikið í dag, koma til að fá tækifæri á sunnudaginn,“ sagði Guðmundur að lokum. Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 26-27 | Frábær sigur á Svíum Þrátt fyrir erfiða byrjun vann Ísland frábæran sigur á Svíþjóð í vináttulandsleik í kvöld. 25. október 2019 18:45 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira
„Þetta var frábær leikur. Það verður að segjast eins og er, fyrir utan fyrstu 5-6 mínúturnar þegar við vorum ekki í takti og klikkuðum á færum. Annars var þetta frábærlega spilaður leikur hjá okkur, í vörn og sókn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, í samtali við Vísi eftir sigurinn á Svíþjóð, 26-27, í kvöld. Íslenska liðið byrjaði illa, sérstaklega í sókninni, en vann sig svo inn í leikinn. Íslendingar reyndust svo sterkari á svellinu undir lokin og lönduðu sigri. Sigvaldi Guðjónsson var markahæstur Íslendinga með fimm mörk. Alls komust níu leikmenn Íslands á blað í leiknum. Sóknin vel útfærð„Vörnin var alveg stórkostleg. Við héldum þeim í 26 mörkum á þeirra heimavelli sem er mjög gott. Við vorum með nýja menn eins og Svein [Jóhannsson] og þeir Ýmir [Örn Gíslason] voru að spila sinn fyrsta leik saman í vörninni. Það var margt jákvætt við þetta. Sóknin var vel útfærð. Við spiluðum ekki mörg leikkerfi en notuðum þau sem virkuðu aftur,“ sagði Guðmundur. „Í seinni hálfleik komum við svo með nýja hluti sem færðu okkur mjög góðar stöður í sókninni. Svo fengum við mörk úr hraðaupphlaupum.“ Íslenska liðið var manni færri í tólf mínútur í leiknum. Guðmundur kvaðst sáttur með hvernig Íslendingar leystu það. „Við spiluðum vörnina í undirtölunni mjög vel og unnum boltann nokkrum sinnum. Það var mjög sterkt hjá okkur,“ sagði Guðmundur. Ánægður með nýju menninaÁðurnefndur Sveinn Jóhannsson, leikmaður Århus í Danmörku, lék sinn fyrsta landsleik í kvöld. Hann var í stóru hlutverki í miðri vörn Íslands. Guðmundur hrósaði honum sem og öðrum leikmönnum sem fengu eldskírn sína í kvöld. „Hann var mjög góður. Viggó [Kristjánsson] og Haukur [Þrastarson] komu líka vel inn í þetta. Það er erfitt að taka menn út en fyrst og síðast var þetta sigur liðsheildarinnar,“ sagði Guðmundur. Hann kvaðst þó sérstaklega ánægður með Kára Kristján Kristjánsson sem lék sinn fyrsta landsleik í um tvö ár. Eyjamaðurinn stóð fyrir sínu á línunni, skoraði fjögur mörk og reyndist varnarmönnum Svía erfiður. Kári var frábær„Það er ekkert launungarmál að ég var mjög ánægður með hann. Hann var frábær á línunni. Þeir áttu erfitt með hann. Það var gríðarlega mikilvægt fyrir liðið,“ sagði Guðmundur. Ísland og Svíþjóð mætast aftur á sunnudaginn. Guðmundur segir að þeir leikmenn sem léku lítið í kvöld fái fleiri mínútur í seinni leiknum. „Stefnan var að nota alla leikmennina í þessum tveimur leikjum og við munum standa við það. Aðrir leikmenn, sem spiluðu ekki mikið í dag, koma til að fá tækifæri á sunnudaginn,“ sagði Guðmundur að lokum.
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 26-27 | Frábær sigur á Svíum Þrátt fyrir erfiða byrjun vann Ísland frábæran sigur á Svíþjóð í vináttulandsleik í kvöld. 25. október 2019 18:45 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira
Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 26-27 | Frábær sigur á Svíum Þrátt fyrir erfiða byrjun vann Ísland frábæran sigur á Svíþjóð í vináttulandsleik í kvöld. 25. október 2019 18:45