Sakborningar skulu víkja úr sal í amfetamínsmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2019 09:12 Einn hinna ákærðu mætir hér í dómsal við þingfestingu málsins í september. Þeir þrír sem ákærðir eru fyrir amfetamínframleiðslu í Borgarfirði hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp í júní. vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu saksóknara í umfangsmiklu fíkniefnamáli þess efnis að sakborningar gæfu skýrslu hver fyrir sig við aðalmeðferð málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í morgun. Saksóknari gerði kröfuna til að koma í veg fyrir að ákærðu gætu samræmt frásögn sína. Mennirnir þrír eru ákærðir fyrir framleiðslu á átta og hálfu kílói af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði annars vegar og kannabisræktun í Þykkvabæ hins vegar. Þrír aðrir voru ákærðir fyrir aðild að kannabisræktuninni. Þau hafa játað aðild að málinu og fengu skilorðsbundna dóma á dögunum. Alvar Óskarsson og Einar Jökull Einarsson, sem hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða árið 2007 sem varðaði stórfellt fíkniefnasmygl, eru ásamt Margeiri Pétri Jóhannssyni ákærðir fyrir amfetamínframleiðsluna. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir á peningaþvættisanga málsins. Grunur leikur á að fé hafi verið þvættað í gegnum atvinnurekstur. Fram kom við fyrirtöku málsins á dögunum að Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, óttaðist að fyrrnefndir þrír gætu samræmt framburð sinn ef þeir heyrðu hvað hinir hefðu að segja í dómssal. RÚV greindi frá því á mánudag að Alvar og Einar Jökull hefðu verið þöglir sem gröfin í skýrslutökum hjá lögreglu og litlu svarað um ásakanir á hendur sér. Hafa verjendur bent á að erfitt sé fyrir þá að svara fyrir ásakanir þegar ákæra í peningaþvættisanga málsins sé ekki komin fram. Svör við spurningum varðandi amfetamínframleiðsluna geti verið notuð gegn þeim í peningaþvættismálinu hvenær svo sem það kemur til kasta dómstóla. Óvænt útspil varð í málinu í síðustu viku þegar greint var frá því að fram hefði stigið karlmaður sem játaði alla sök í málinu. Sá hefur verið yfirheyrður af lögreglu en framburður hans engu breytt hvað saksókn varðar í málinu. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari tjáði Vísi í síðustu viku að ákæra í málinu væri studd gögnum sem bentu til sektar ákærðu. Þó taldi hún líklegt að einstaklingurinn sem steig fram yrði kallaður fyrir sem vitni við aðalmeðferð málsins sem fyrirhuguð er um mánaðamótin. Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu saksóknara í umfangsmiklu fíkniefnamáli þess efnis að sakborningar gæfu skýrslu hver fyrir sig við aðalmeðferð málsins. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í morgun. Saksóknari gerði kröfuna til að koma í veg fyrir að ákærðu gætu samræmt frásögn sína. Mennirnir þrír eru ákærðir fyrir framleiðslu á átta og hálfu kílói af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði annars vegar og kannabisræktun í Þykkvabæ hins vegar. Þrír aðrir voru ákærðir fyrir aðild að kannabisræktuninni. Þau hafa játað aðild að málinu og fengu skilorðsbundna dóma á dögunum. Alvar Óskarsson og Einar Jökull Einarsson, sem hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða árið 2007 sem varðaði stórfellt fíkniefnasmygl, eru ásamt Margeiri Pétri Jóhannssyni ákærðir fyrir amfetamínframleiðsluna. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir á peningaþvættisanga málsins. Grunur leikur á að fé hafi verið þvættað í gegnum atvinnurekstur. Fram kom við fyrirtöku málsins á dögunum að Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, óttaðist að fyrrnefndir þrír gætu samræmt framburð sinn ef þeir heyrðu hvað hinir hefðu að segja í dómssal. RÚV greindi frá því á mánudag að Alvar og Einar Jökull hefðu verið þöglir sem gröfin í skýrslutökum hjá lögreglu og litlu svarað um ásakanir á hendur sér. Hafa verjendur bent á að erfitt sé fyrir þá að svara fyrir ásakanir þegar ákæra í peningaþvættisanga málsins sé ekki komin fram. Svör við spurningum varðandi amfetamínframleiðsluna geti verið notuð gegn þeim í peningaþvættismálinu hvenær svo sem það kemur til kasta dómstóla. Óvænt útspil varð í málinu í síðustu viku þegar greint var frá því að fram hefði stigið karlmaður sem játaði alla sök í málinu. Sá hefur verið yfirheyrður af lögreglu en framburður hans engu breytt hvað saksókn varðar í málinu. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari tjáði Vísi í síðustu viku að ákæra í málinu væri studd gögnum sem bentu til sektar ákærðu. Þó taldi hún líklegt að einstaklingurinn sem steig fram yrði kallaður fyrir sem vitni við aðalmeðferð málsins sem fyrirhuguð er um mánaðamótin.
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira