Umfjöllun og viðtöl: ÍR - FH 27-32 | Yfirburðir FH-inga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. október 2019 21:15 Egill Magnússon skoraði fimm mörk. vísir/DANÍEL FH vann fimm marka sigur á ÍR, 27-32, í Austurberginu í 7. umferð Olís-deildar karla í kvöld. FH-ingar kláruðu leikinn í fyrri hálfleik. Að honum loknum voru þeir ellefu mörkum yfir, 8-19. Lokatölurnar því engan veginn rétta mynd af leiknum. Phil Döhler og Ásbjörn Friðriksson fóru fyrir FH-liðinu í fyrri hálfleik. Döhler varði 15 skot, eða 63% þeirra skota sem hann fékk á sig, og Ásbjörn skoraði átta mörk. Vörn ÍR-inga var aum og sóknin slök. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var búinn að taka tvö leikhlé eftir 16 mínútur en það hafði engin áhrif. Hans menn voru áttu ekki möguleika og gestirnir keyrðu yfir þá. Sturla Ásgeirsson minnkaði muninn í sjö mörk, 8-15, en FH skoraði síðustu fjögur mörk fyrri hálfleiks og þegar liðin gengu til búningsherbergja voru úrslitin svo gott sem ráðin. Seinni hálfleikurinn var formsatriði sem þurfti að ljúka. ÍR spilaði betur, enda annað ekki hægt, en náði ekki að minnka muninn að neinu ráði. Það var fyrst undir lokin sem það færðist líf í ÍR-ingana. Þeir unnu lokakaflann 6-1 og munurinn í lokin var því "aðeins" fimm mörk, 27-32.Af hverju vann FH? Leikurinn í kvöld var sá besti hjá FH á tímabilinu. Það gekk nánast allt upp hjá gestunum. Þeir fengu frábæra markvörslu, spiluðu góða vörn í fyrri hálfleik og sóknin gekk vel fyrir sig. ÍR-ingar voru aftur á móti ömurlegir og mega ekki láta lokatölurnar blekkja sig. Í 50 mínútur áttu þeir ekki möguleika og litu illa út.Hverjir stóðu upp úr? Döhler svaraði fyrir slaka frammistöðu í síðustu leikjum með frábærum leik. Sá þýski varði 29 skot, eða 54% þeirra skota sem hann fékk á sig. Ásbjörn var magnaður í fyrri hálfleik og Egill Magnússon sýndi gamalkunna takta. Arnar Freyr Ársælsson átti einnig mjög góðan leik. Bergvin Þór Gíslason og Sveinn Andri Sveinsson voru góðir í seinni hálfleik hjá ÍR en það dugði skammt. Og þrátt fyrir tapið áttu markverðir liðsins ágætis leik.Hvað gekk illa? ÍR hefur byrjað tímabilið af krafti en liðið var fallbyssufóður fyrir FH í kvöld. ÍR-ingar geta spilað svo vel en líka svo ótrúlega illa eins og í kvöld.Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leiki á sunnudaginn. ÍR sækir Val heim á meðan FH fær botnlið HK í heimsókn.Sigursteinn hrósaði sínum mönnum eftir leik.vísir/vilhelmSigursteinn: Hlupum með þeim„Við vorum virkilega sáttir með frammistöðuna í fyrri hálfleik. Vörnin var mjög góð og við refsuðum grimmt. Það hefði verið hrokafullt að vera ekki sáttur með stöðuna í hálfleik,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir leik. ÍR-ingar keyra venjulega grimmt í bakið í andstæðingum sínum en FH-ingar svöruðu í sömu mynt. „Við hlupum líka með þeim og vorum undirbúnir fyrir það. Þeir hafa verið virkilega öflugir þegar kemur að því að refsa mótherjunum og þeir spila á háu tempói. Við ákváðum að taka þann slag með þeim,“ sagði Sigursteinn. Phil Döhler var frábær í markinu hjá FH og varði tæplega 30 skot. Sigursteinn var að vonum ánægður með frammistöðu þess þýska. „Ég er mjög sáttur. Hann hefur átt nokkra erfiða leiki en við vitum að hann er góður markvörður,“ sagði Sigursteinn. FH steig aðeins af bensíngjöfinni undir lokin en Sigursteinn hafði yfir litlu að kvarta. „Ef einhver hefði boðið mér fimm marka sigur á móti liðinu í 2. sæti fyrir leik hefði ég svo sannarlega tekið það,“ sagði Sigursteinn að lokum. Olís-deild karla
FH vann fimm marka sigur á ÍR, 27-32, í Austurberginu í 7. umferð Olís-deildar karla í kvöld. FH-ingar kláruðu leikinn í fyrri hálfleik. Að honum loknum voru þeir ellefu mörkum yfir, 8-19. Lokatölurnar því engan veginn rétta mynd af leiknum. Phil Döhler og Ásbjörn Friðriksson fóru fyrir FH-liðinu í fyrri hálfleik. Döhler varði 15 skot, eða 63% þeirra skota sem hann fékk á sig, og Ásbjörn skoraði átta mörk. Vörn ÍR-inga var aum og sóknin slök. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var búinn að taka tvö leikhlé eftir 16 mínútur en það hafði engin áhrif. Hans menn voru áttu ekki möguleika og gestirnir keyrðu yfir þá. Sturla Ásgeirsson minnkaði muninn í sjö mörk, 8-15, en FH skoraði síðustu fjögur mörk fyrri hálfleiks og þegar liðin gengu til búningsherbergja voru úrslitin svo gott sem ráðin. Seinni hálfleikurinn var formsatriði sem þurfti að ljúka. ÍR spilaði betur, enda annað ekki hægt, en náði ekki að minnka muninn að neinu ráði. Það var fyrst undir lokin sem það færðist líf í ÍR-ingana. Þeir unnu lokakaflann 6-1 og munurinn í lokin var því "aðeins" fimm mörk, 27-32.Af hverju vann FH? Leikurinn í kvöld var sá besti hjá FH á tímabilinu. Það gekk nánast allt upp hjá gestunum. Þeir fengu frábæra markvörslu, spiluðu góða vörn í fyrri hálfleik og sóknin gekk vel fyrir sig. ÍR-ingar voru aftur á móti ömurlegir og mega ekki láta lokatölurnar blekkja sig. Í 50 mínútur áttu þeir ekki möguleika og litu illa út.Hverjir stóðu upp úr? Döhler svaraði fyrir slaka frammistöðu í síðustu leikjum með frábærum leik. Sá þýski varði 29 skot, eða 54% þeirra skota sem hann fékk á sig. Ásbjörn var magnaður í fyrri hálfleik og Egill Magnússon sýndi gamalkunna takta. Arnar Freyr Ársælsson átti einnig mjög góðan leik. Bergvin Þór Gíslason og Sveinn Andri Sveinsson voru góðir í seinni hálfleik hjá ÍR en það dugði skammt. Og þrátt fyrir tapið áttu markverðir liðsins ágætis leik.Hvað gekk illa? ÍR hefur byrjað tímabilið af krafti en liðið var fallbyssufóður fyrir FH í kvöld. ÍR-ingar geta spilað svo vel en líka svo ótrúlega illa eins og í kvöld.Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leiki á sunnudaginn. ÍR sækir Val heim á meðan FH fær botnlið HK í heimsókn.Sigursteinn hrósaði sínum mönnum eftir leik.vísir/vilhelmSigursteinn: Hlupum með þeim„Við vorum virkilega sáttir með frammistöðuna í fyrri hálfleik. Vörnin var mjög góð og við refsuðum grimmt. Það hefði verið hrokafullt að vera ekki sáttur með stöðuna í hálfleik,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir leik. ÍR-ingar keyra venjulega grimmt í bakið í andstæðingum sínum en FH-ingar svöruðu í sömu mynt. „Við hlupum líka með þeim og vorum undirbúnir fyrir það. Þeir hafa verið virkilega öflugir þegar kemur að því að refsa mótherjunum og þeir spila á háu tempói. Við ákváðum að taka þann slag með þeim,“ sagði Sigursteinn. Phil Döhler var frábær í markinu hjá FH og varði tæplega 30 skot. Sigursteinn var að vonum ánægður með frammistöðu þess þýska. „Ég er mjög sáttur. Hann hefur átt nokkra erfiða leiki en við vitum að hann er góður markvörður,“ sagði Sigursteinn. FH steig aðeins af bensíngjöfinni undir lokin en Sigursteinn hafði yfir litlu að kvarta. „Ef einhver hefði boðið mér fimm marka sigur á móti liðinu í 2. sæti fyrir leik hefði ég svo sannarlega tekið það,“ sagði Sigursteinn að lokum.
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti