Sebastian: Ég hef alltaf mætt í viðtöl en hvar eruð þið búnir að vera? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2019 20:11 Sebastian sagði slæma færanýtingu hafa orðið Stjörnunni að falli. vísir/bára Sebastian Alexandersson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki sáttur eftir jafnteflið við Hauka, 22-22, í kvöld. „Ég er mjög ósáttur. Það vantaði smá upp á kraft. Þetta var þriðji krefjandi leikurinn okkar á einni viku. Þær höfðu aðeins meiri orku í lokin,“ sagði Sebastian í samtali við Vísi. „Eins og venjulega spiluðum við frábæra vörn. Mér fannst við sundurspila þær á stórum köflum í leiknum en klikkuðum á alltof mörgum dauðafærum. Það hefur verið of mikið um það í vetur. Svo verða dómararnir að samræma sig betur. Það sem eitt par dæmir, annað dæmir það ekki. Ég var alveg „lost“ með sumt í dag en það hafði ekkert með leikinn að gera.“ Miðað við frammistöðuna sagði Sebastian að Stjarnan gæti verið nokkuð sátt með eitt stig út úr leiknum. „Því miður spiluðum við ekki betur en þetta en fengum samt stig. Er ekki sagt að það sé einkenni góðra liða; að spila illa og tapa ekki. Við tökum stigið en mér fannst við geta gert betur,“ sagði Sebastian. „Mér fannst við geta nýtt færin betur. Svo vorum við að reyna of erfiða hluti. Kappið var oft meira en skynsemin. En heilt yfir fengum við fín færi til að loka leiknum en hleyptum þeim alltaf inn í hann. Þetta er fimmti leikurinn í röð þar sem við fáum ekki það sem við viljum út af færanýtingu.“ Sebastian var með skilaboð til fjölmiðla eftir viðtalið. „Ég er með eina vinsamlega fyrirspurn ef ég má bæta við. Smá innlegg í umræðuna um þjálfara og viðtöl. Ég tók eftir því að mönnum var heitt í hamsi þegar Bjarni Fritzson [þjálfari karlaliðs ÍR] mætti ekki í viðtöl um daginn. Þetta er meira í gamni en samt ekki. Nú er þetta 8. umferð og ég hef mætt í viðtöl eftir hvern einasta leik. Má ég spyrja hvar eruð þið búnir að vera?“ spurði Sebastian. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Haukar 22-22 | Stig á lið í Garðabænum Stjarnan og Haukar skildu jöfn, 22-22, í hörkuleik í Garðabænum í kvöld. 9. nóvember 2019 20:15 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Leik lokið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Sebastian Alexandersson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki sáttur eftir jafnteflið við Hauka, 22-22, í kvöld. „Ég er mjög ósáttur. Það vantaði smá upp á kraft. Þetta var þriðji krefjandi leikurinn okkar á einni viku. Þær höfðu aðeins meiri orku í lokin,“ sagði Sebastian í samtali við Vísi. „Eins og venjulega spiluðum við frábæra vörn. Mér fannst við sundurspila þær á stórum köflum í leiknum en klikkuðum á alltof mörgum dauðafærum. Það hefur verið of mikið um það í vetur. Svo verða dómararnir að samræma sig betur. Það sem eitt par dæmir, annað dæmir það ekki. Ég var alveg „lost“ með sumt í dag en það hafði ekkert með leikinn að gera.“ Miðað við frammistöðuna sagði Sebastian að Stjarnan gæti verið nokkuð sátt með eitt stig út úr leiknum. „Því miður spiluðum við ekki betur en þetta en fengum samt stig. Er ekki sagt að það sé einkenni góðra liða; að spila illa og tapa ekki. Við tökum stigið en mér fannst við geta gert betur,“ sagði Sebastian. „Mér fannst við geta nýtt færin betur. Svo vorum við að reyna of erfiða hluti. Kappið var oft meira en skynsemin. En heilt yfir fengum við fín færi til að loka leiknum en hleyptum þeim alltaf inn í hann. Þetta er fimmti leikurinn í röð þar sem við fáum ekki það sem við viljum út af færanýtingu.“ Sebastian var með skilaboð til fjölmiðla eftir viðtalið. „Ég er með eina vinsamlega fyrirspurn ef ég má bæta við. Smá innlegg í umræðuna um þjálfara og viðtöl. Ég tók eftir því að mönnum var heitt í hamsi þegar Bjarni Fritzson [þjálfari karlaliðs ÍR] mætti ekki í viðtöl um daginn. Þetta er meira í gamni en samt ekki. Nú er þetta 8. umferð og ég hef mætt í viðtöl eftir hvern einasta leik. Má ég spyrja hvar eruð þið búnir að vera?“ spurði Sebastian.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Haukar 22-22 | Stig á lið í Garðabænum Stjarnan og Haukar skildu jöfn, 22-22, í hörkuleik í Garðabænum í kvöld. 9. nóvember 2019 20:15 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Leik lokið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Haukar 22-22 | Stig á lið í Garðabænum Stjarnan og Haukar skildu jöfn, 22-22, í hörkuleik í Garðabænum í kvöld. 9. nóvember 2019 20:15