Kjaramál Play brjóti í bága við „allar grunnstoðir stéttarfélaga“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. nóvember 2019 14:46 Frá blaðamannafundi Play á þriðjudag þegar forsvarsmenn félagsins greindu frá því að greidd yrðu laun samkvæmt íslenskum samningum. Vísir/Vilhelm Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, segir það vekja „verulegar áhyggjur“ að lággjaldaflugfélagið Play hafi samið um kaup flugliða og flugmanna áður en nokkur slíkur hafi verið ráðinn. Erfitt sé því að sjá að þessar stéttir hafi komið að gerð eigin samnings. Fyrirætlanir flugfélagsins um að ná fram lægri launakostnaði en hið fallna WOW air og meiri nýtingu úr starfsfólki séu aukinheldur aðfinnsluverðar.Fréttir sem unnar voru upp úr fjárfestakynningu Play í gær vöktu athygli, ekki síst vegna fullyrðinga sem þar birtast um kostnaðaraðhald flugfélagsins. Þannig segjast stjórnendur Play hafa náð fram 27 til 37 prósenta lækkun launakostnaðar, í samanburði við WOW air, auk þess sem nýting á áhöfnum verði um tvöfalt meiri en gengur og gerist hjá Icelandair.Sjá einnig: Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Forseti ASÍ segir þessar fregnir varhugaverðar. Í pistli sem Drífa birtir í dag segir hún að þrátt fyrir að landsmenn njóti þess að fá ódýrt flug séu aðrir sem þurfi að greiða fargjaldið, sé það of lágt. Drífa vísar þar til áhafna Play og spyr forseti ASÍ hvernig flugfélagið ætli sér að „greiða enn lægra verð fyrir vinnuframlag en gert var hjá WOW og nú er gert hjá Icelandair.“Drífa Snædal forseti ASÍ. Vísir/VilhelmForseti ASÍ geldur jafnframt varhug við því að flugfélagið hafi samið við stéttarfélag flugmanna og flugliða, Íslenska flugstéttarfélagið, án þess að „nokkur flugliði [hafi] verið ráðinn og erfitt að sjá hvort einhver flugliði hafi komið að eigin samningi.“ Því sé erfitt að sjá að fulltrúar stéttarinnar hafi haft aðkomu að því að semja um eigin kaup og kjör, eins og viðgengst meðal annarra stétta. „Þetta brýtur í bága við allar grunnstoðir stéttarfélaga og rétt þeirra til þess að tryggja hagsmuni félagsmanna sinna með kjarasamningum. Grunnhugsunin er að vinnandi fólk kemur sér saman í stéttarfélag, kýs sér fulltrúa sem setjast svo við samningaborðið. Stéttarfélögin bindast svo heildarsamtökum til að búa til enn meiri slagkraft og njóta samstöðunnar þegar í harðbakkann slær,“ skrifar Drífa og vísar til þeirra þjónustu sem stéttarfélög veittu starfsmönnum WOW eftir gjaldþrot flugfélagsins. „Það er skýr krafa til nýrra fyrirtækja á markaði að þau virði leikreglur hins íslenska vinnumarkaðar. Undirboð í kjörum kemur öllum við og bitnar á endanum á samfélaginu öllu, bæði launafólki og þeim fyrirtækjum sem virða leikreglur,“ skrifar Drífa í pistli sínum sem má nálgast hér.Vísir hefur óskað eftir viðbrögðum frá Play vegna athugasemda Alþýðusambandsins. ASÍ hefur áður sett út á kjaramál flugfélagsins, það gerði Alþýðusambandið strax á þriðjudag eftir blaðamannafund Play í Perlunni. Fréttir af flugi Kjaramál Play Tengdar fréttir Play hættir við að ráða „leikfélaga“ Þrátt fyrir að lággjaldaflugfélagið Play sé enn í startholunum hefur það þegar ákveðið að gera breytingar á starfsmannahópnum. 6. nóvember 2019 15:04 Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. 7. nóvember 2019 13:30 Búið að semja um laun áður en nokkur flugliði hefur verið ráðinn Það er fátt sem landinn kann betur að meta en ódýr flugfargjöld til útlanda. En ef fargjaldið er of lágt eru það aðrir sem greiða flugmiðann. 8. nóvember 2019 14:21 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, segir það vekja „verulegar áhyggjur“ að lággjaldaflugfélagið Play hafi samið um kaup flugliða og flugmanna áður en nokkur slíkur hafi verið ráðinn. Erfitt sé því að sjá að þessar stéttir hafi komið að gerð eigin samnings. Fyrirætlanir flugfélagsins um að ná fram lægri launakostnaði en hið fallna WOW air og meiri nýtingu úr starfsfólki séu aukinheldur aðfinnsluverðar.Fréttir sem unnar voru upp úr fjárfestakynningu Play í gær vöktu athygli, ekki síst vegna fullyrðinga sem þar birtast um kostnaðaraðhald flugfélagsins. Þannig segjast stjórnendur Play hafa náð fram 27 til 37 prósenta lækkun launakostnaðar, í samanburði við WOW air, auk þess sem nýting á áhöfnum verði um tvöfalt meiri en gengur og gerist hjá Icelandair.Sjá einnig: Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Forseti ASÍ segir þessar fregnir varhugaverðar. Í pistli sem Drífa birtir í dag segir hún að þrátt fyrir að landsmenn njóti þess að fá ódýrt flug séu aðrir sem þurfi að greiða fargjaldið, sé það of lágt. Drífa vísar þar til áhafna Play og spyr forseti ASÍ hvernig flugfélagið ætli sér að „greiða enn lægra verð fyrir vinnuframlag en gert var hjá WOW og nú er gert hjá Icelandair.“Drífa Snædal forseti ASÍ. Vísir/VilhelmForseti ASÍ geldur jafnframt varhug við því að flugfélagið hafi samið við stéttarfélag flugmanna og flugliða, Íslenska flugstéttarfélagið, án þess að „nokkur flugliði [hafi] verið ráðinn og erfitt að sjá hvort einhver flugliði hafi komið að eigin samningi.“ Því sé erfitt að sjá að fulltrúar stéttarinnar hafi haft aðkomu að því að semja um eigin kaup og kjör, eins og viðgengst meðal annarra stétta. „Þetta brýtur í bága við allar grunnstoðir stéttarfélaga og rétt þeirra til þess að tryggja hagsmuni félagsmanna sinna með kjarasamningum. Grunnhugsunin er að vinnandi fólk kemur sér saman í stéttarfélag, kýs sér fulltrúa sem setjast svo við samningaborðið. Stéttarfélögin bindast svo heildarsamtökum til að búa til enn meiri slagkraft og njóta samstöðunnar þegar í harðbakkann slær,“ skrifar Drífa og vísar til þeirra þjónustu sem stéttarfélög veittu starfsmönnum WOW eftir gjaldþrot flugfélagsins. „Það er skýr krafa til nýrra fyrirtækja á markaði að þau virði leikreglur hins íslenska vinnumarkaðar. Undirboð í kjörum kemur öllum við og bitnar á endanum á samfélaginu öllu, bæði launafólki og þeim fyrirtækjum sem virða leikreglur,“ skrifar Drífa í pistli sínum sem má nálgast hér.Vísir hefur óskað eftir viðbrögðum frá Play vegna athugasemda Alþýðusambandsins. ASÍ hefur áður sett út á kjaramál flugfélagsins, það gerði Alþýðusambandið strax á þriðjudag eftir blaðamannafund Play í Perlunni.
Fréttir af flugi Kjaramál Play Tengdar fréttir Play hættir við að ráða „leikfélaga“ Þrátt fyrir að lággjaldaflugfélagið Play sé enn í startholunum hefur það þegar ákveðið að gera breytingar á starfsmannahópnum. 6. nóvember 2019 15:04 Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. 7. nóvember 2019 13:30 Búið að semja um laun áður en nokkur flugliði hefur verið ráðinn Það er fátt sem landinn kann betur að meta en ódýr flugfargjöld til útlanda. En ef fargjaldið er of lágt eru það aðrir sem greiða flugmiðann. 8. nóvember 2019 14:21 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Play hættir við að ráða „leikfélaga“ Þrátt fyrir að lággjaldaflugfélagið Play sé enn í startholunum hefur það þegar ákveðið að gera breytingar á starfsmannahópnum. 6. nóvember 2019 15:04
Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. 7. nóvember 2019 13:30
Búið að semja um laun áður en nokkur flugliði hefur verið ráðinn Það er fátt sem landinn kann betur að meta en ódýr flugfargjöld til útlanda. En ef fargjaldið er of lágt eru það aðrir sem greiða flugmiðann. 8. nóvember 2019 14:21