Lyklar virki alls staðar Ari Brynjólfsson skrifar 6. nóvember 2019 06:15 Hleðslustöðvar fyrir rafbíla má finna víða. Fréttablaðið/Valli Rafbílasamband Íslands er tilbúið að gefa eftir kröfu um að ekki þurfi aðgangslykla frá orkufyrirtækjum til að hlaða rafbíla í skiptum fyrir að lykill frá einu fyrirtæki virki á allar hleðslustöðvar. Orkufyrirtækin hafa nú skilað inn umsögnum um breytingar á reglugerð um raforkuviðskipti. Í reglugerðinni er ákvæði um að allar hleðslustöðvar séu aðgengilegar almenningi. Í umsögn Orkuveitu Reykjavíkur, sem á Orku náttúrunnar, segir að það þýði að hægt sé að halda núverandi fyrirkomulagi, þar sem þarf sérstakan lykil frá ON til að hlaða. Dýrt sé að koma upp búnaði til að lesa greiðslukort. Í umsögn Ísorku segir hins vegar að það þurfi ekki að ráðast í dýrar breytingar til að gera hleðslustöðvum kleift að lesa greiðslukort, til þess þurfi aðeins vottaðar hugbúnaðarlausnir. Vilja þeir að það sé gert skýrt að rafbílaeigendur geti hlaðið bílana sína án þess að þurfa að skrá sig fyrir lykli. Jóhann G. Ólafsson, formaður Rafbílasambandsins, segir að þar sé vilji til að miðla málum. „Við erum alveg sátt við að hver og einn gefi út sinn lykil, en þá verða þeir að ganga alls staðar,“ segir Jóhann. Slíkt sé nú í undirbúningi í Bretlandi og víðar í Evrópu. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Rafbílasamband Íslands er tilbúið að gefa eftir kröfu um að ekki þurfi aðgangslykla frá orkufyrirtækjum til að hlaða rafbíla í skiptum fyrir að lykill frá einu fyrirtæki virki á allar hleðslustöðvar. Orkufyrirtækin hafa nú skilað inn umsögnum um breytingar á reglugerð um raforkuviðskipti. Í reglugerðinni er ákvæði um að allar hleðslustöðvar séu aðgengilegar almenningi. Í umsögn Orkuveitu Reykjavíkur, sem á Orku náttúrunnar, segir að það þýði að hægt sé að halda núverandi fyrirkomulagi, þar sem þarf sérstakan lykil frá ON til að hlaða. Dýrt sé að koma upp búnaði til að lesa greiðslukort. Í umsögn Ísorku segir hins vegar að það þurfi ekki að ráðast í dýrar breytingar til að gera hleðslustöðvum kleift að lesa greiðslukort, til þess þurfi aðeins vottaðar hugbúnaðarlausnir. Vilja þeir að það sé gert skýrt að rafbílaeigendur geti hlaðið bílana sína án þess að þurfa að skrá sig fyrir lykli. Jóhann G. Ólafsson, formaður Rafbílasambandsins, segir að þar sé vilji til að miðla málum. „Við erum alveg sátt við að hver og einn gefi út sinn lykil, en þá verða þeir að ganga alls staðar,“ segir Jóhann. Slíkt sé nú í undirbúningi í Bretlandi og víðar í Evrópu.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira