Konurnar sjá um að svæla vindlareyk karlanna út úr þjóðkirkjunni Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2019 21:00 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Baldur Breyttir tímar blasa við þjóðkirkjunni þar sem konur stýra tiltekt á starfsháttum og viðhorfi kirkjunnar. Þetta segir Biskup Íslands eftir að ráðherra kirkjumála sagði kirkjuna verða að læra af mistökum sínum gagnvart samkynhneigðum. Setning kirkjuþings í gær markaði nokkur tímamót því þetta er í fyrsta sinn sem það er haldið þegar forseti kirkjuþings, biskup Íslands og kirkjumálaráðherra eru konur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kirkjumálaráðherra ávarpaði setningu þingsins.Í ræðu sinni vék Áslaug tali sínu að réttindabaráttu samkynhneigðra. Sagði Áslaug að Þjóðkirkjan hefði verið í engum takti við þjóðina sem í upphafi aldarinnar hafði snúist að miklum meirihluta á sveif með samkynhneigðum í baráttu þeirra fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Sagði Áslaug að afstaða kirkjunnar í málefnum samkynhneigðra hefði fælt marga frá henni. „Það hafa allavega mjög margir gengið úr þjóðkirkjunni og þetta er örugglega ein ástæðan fyrir því hve kirkjan var sein að taka við sér hér um árið, og það er það sem Áslaug Arna er að vísa til,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Sagði ráðherra kirkjan yrði að læra af mistökum sínum. Biskup segir kirkjuna á öðrum stað í dag þar sem konur eru í ábyrgðarstöðum. „Og við konur höfum verið að taka til í kirkjunni að mínu áliti. Í því sambandi dettur mér í hug ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur sem nefnist kona. Þar talar hún um karlana og vindlareykinn þeirra og konurnar séu að svæla hann út.“ Við setningu kirkjuþings nefndi Áslaug að óhjákvæmilegt sé að stefna áfram á sömu braut í átt að fullum aðskilnaði ríki og kirkju. Sagði Áslaug það undir kirkjunni komið að halda tengslum við þjóðina. Aðskilnaður ríkis og kirkju hófst árið 1997. Agnes segir kirkjuna geta staðið á eigin fótum. „Ég tel svo vera að hún geti það. Hins vegar hefur ríkið skyldur við þjóðkirkjuna sem eru lögfestar í stjórnarskrá Íslands, þar sem segir að ríkið eigi að vernda og styðja þjóðkirkjuna. Meðan svo er þá hefur ríkið hlutverki að gegna enda er þjóðkirkjan eina trúfélagið í landinu sem hefur sérstökum skyldur í samfélaginu sem önnur trúfélög hafa ekki.“ Þjóðkirkjan Tengdar fréttir „Þjóðkirkjan var í engum takti við þjóðina“ Áslaug Arna gagnrýndi þjóðkirkjuna í ávarpi sínu á kirkjuþingi í dag. 2. nóvember 2019 17:01 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Breyttir tímar blasa við þjóðkirkjunni þar sem konur stýra tiltekt á starfsháttum og viðhorfi kirkjunnar. Þetta segir Biskup Íslands eftir að ráðherra kirkjumála sagði kirkjuna verða að læra af mistökum sínum gagnvart samkynhneigðum. Setning kirkjuþings í gær markaði nokkur tímamót því þetta er í fyrsta sinn sem það er haldið þegar forseti kirkjuþings, biskup Íslands og kirkjumálaráðherra eru konur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kirkjumálaráðherra ávarpaði setningu þingsins.Í ræðu sinni vék Áslaug tali sínu að réttindabaráttu samkynhneigðra. Sagði Áslaug að Þjóðkirkjan hefði verið í engum takti við þjóðina sem í upphafi aldarinnar hafði snúist að miklum meirihluta á sveif með samkynhneigðum í baráttu þeirra fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Sagði Áslaug að afstaða kirkjunnar í málefnum samkynhneigðra hefði fælt marga frá henni. „Það hafa allavega mjög margir gengið úr þjóðkirkjunni og þetta er örugglega ein ástæðan fyrir því hve kirkjan var sein að taka við sér hér um árið, og það er það sem Áslaug Arna er að vísa til,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Sagði ráðherra kirkjan yrði að læra af mistökum sínum. Biskup segir kirkjuna á öðrum stað í dag þar sem konur eru í ábyrgðarstöðum. „Og við konur höfum verið að taka til í kirkjunni að mínu áliti. Í því sambandi dettur mér í hug ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur sem nefnist kona. Þar talar hún um karlana og vindlareykinn þeirra og konurnar séu að svæla hann út.“ Við setningu kirkjuþings nefndi Áslaug að óhjákvæmilegt sé að stefna áfram á sömu braut í átt að fullum aðskilnaði ríki og kirkju. Sagði Áslaug það undir kirkjunni komið að halda tengslum við þjóðina. Aðskilnaður ríkis og kirkju hófst árið 1997. Agnes segir kirkjuna geta staðið á eigin fótum. „Ég tel svo vera að hún geti það. Hins vegar hefur ríkið skyldur við þjóðkirkjuna sem eru lögfestar í stjórnarskrá Íslands, þar sem segir að ríkið eigi að vernda og styðja þjóðkirkjuna. Meðan svo er þá hefur ríkið hlutverki að gegna enda er þjóðkirkjan eina trúfélagið í landinu sem hefur sérstökum skyldur í samfélaginu sem önnur trúfélög hafa ekki.“
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir „Þjóðkirkjan var í engum takti við þjóðina“ Áslaug Arna gagnrýndi þjóðkirkjuna í ávarpi sínu á kirkjuþingi í dag. 2. nóvember 2019 17:01 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
„Þjóðkirkjan var í engum takti við þjóðina“ Áslaug Arna gagnrýndi þjóðkirkjuna í ávarpi sínu á kirkjuþingi í dag. 2. nóvember 2019 17:01