Langar til að verða hundrað ára gömul Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 2. nóvember 2019 12:13 "Okkur langaði að skapa stað sem er kúl og við hugsum um öll smáatriði,“ segir Manuela Ósk. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Við erum búin að vera að vinna í þessu saman í heilt ár. Þetta hefur í raun verið frekar langt leyndarmál. Ég hef lítið talað beint út um þetta, því ég er þannig týpa að ég vil ekki tala um eitthvað fyrr en það er helst búið að opna. Það er sameiginlegur vinur sem leiddi okkur þrjú saman, mig, Arnar Arinbjarnarson og Snorra Marteinsson. Hann sá að við höfðum öll það sameiginlega áhugamál að okkur langar öll að verða hundrað og eitthvað ára og líta ótrúlega vel út,“ segir athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir. Þau hafa nú stofnað í Faxafeninu nokkurs konar heilsumiðstöð sem hlotið hefur nafnið Even labs. „Við vorum alveg ótrúlega lengi að finna nafnið. Svo kom þetta til okkar, við erum með sjö mismunandi meðferðir og því tengdum við það við „seven“. Svo snýst þetta mikið um að ná jafnvægi í líkamanum og þá kom til okkar að nefna hana „even“, sem þýðir jafnvægi og jafnt flæði og er auðvitað inni í orðinu „seven“.“ Hún segir að þau hafi öll verið með mismunandi meðferðir í huga sem þau langaði að bjóða upp á. „Þetta er ekkert líkt snyrtistofum, það er allt annar andi. Þessar meðferðir eru flestar til dæmis mjög góðar fyrir íþróttafólk sem er að reyna að ná sér, en líka fyrir fólk sem stundar mikla líkamsrækt. Við erum búin að stúdera mikið hvað það er sem við getum nýtt til að lifa lengur, sofa betur og að blóðið flæði betur,“ segir Manuela. Hún segist hafa kynnst mörgum af meðferðunum þegar hún bjó í Los Angeles. „Ég er alveg forfallinn aðdáandi margra þeirra. Það er líka algjör upplifun að koma á svona stofu, heildarupplifunin á að vera geggjuð. Okkur langaði að skapa stað sem er kúl og við hugsum um öll smáatriði.“ Even labs var opnað í gær en dagsetningin á stóran þátt í því. „Við buðum vinum og vandamönnum að skoða fyrst. Ég er talnaspekiperri og fannst mikilvægt að opna 01.11. Svo er föstudagur til fjár auðvitað. En formleg opnun verður á mánudaginn.“ Seinna í nóvember mun Manuela taka þátt í Allir geta dansað, en þættirnir eru sýndir á Stöð 2. „Ég er alveg við það að deyja úr stressi, þannig það sé alveg á hreinu. Við fáum ekki að vita hver fyrsti dansinn okkar er fyrr en núna á sunnudaginn. Þannig að Jón Eyþór hefur bara verið að kenna mér grunninn í öllum dönsunum. Þetta hefur verið þrusugott samstarf,“ segir Manuela. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Even labs á evenlabs.is. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Sjá meira
Við erum búin að vera að vinna í þessu saman í heilt ár. Þetta hefur í raun verið frekar langt leyndarmál. Ég hef lítið talað beint út um þetta, því ég er þannig týpa að ég vil ekki tala um eitthvað fyrr en það er helst búið að opna. Það er sameiginlegur vinur sem leiddi okkur þrjú saman, mig, Arnar Arinbjarnarson og Snorra Marteinsson. Hann sá að við höfðum öll það sameiginlega áhugamál að okkur langar öll að verða hundrað og eitthvað ára og líta ótrúlega vel út,“ segir athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir. Þau hafa nú stofnað í Faxafeninu nokkurs konar heilsumiðstöð sem hlotið hefur nafnið Even labs. „Við vorum alveg ótrúlega lengi að finna nafnið. Svo kom þetta til okkar, við erum með sjö mismunandi meðferðir og því tengdum við það við „seven“. Svo snýst þetta mikið um að ná jafnvægi í líkamanum og þá kom til okkar að nefna hana „even“, sem þýðir jafnvægi og jafnt flæði og er auðvitað inni í orðinu „seven“.“ Hún segir að þau hafi öll verið með mismunandi meðferðir í huga sem þau langaði að bjóða upp á. „Þetta er ekkert líkt snyrtistofum, það er allt annar andi. Þessar meðferðir eru flestar til dæmis mjög góðar fyrir íþróttafólk sem er að reyna að ná sér, en líka fyrir fólk sem stundar mikla líkamsrækt. Við erum búin að stúdera mikið hvað það er sem við getum nýtt til að lifa lengur, sofa betur og að blóðið flæði betur,“ segir Manuela. Hún segist hafa kynnst mörgum af meðferðunum þegar hún bjó í Los Angeles. „Ég er alveg forfallinn aðdáandi margra þeirra. Það er líka algjör upplifun að koma á svona stofu, heildarupplifunin á að vera geggjuð. Okkur langaði að skapa stað sem er kúl og við hugsum um öll smáatriði.“ Even labs var opnað í gær en dagsetningin á stóran þátt í því. „Við buðum vinum og vandamönnum að skoða fyrst. Ég er talnaspekiperri og fannst mikilvægt að opna 01.11. Svo er föstudagur til fjár auðvitað. En formleg opnun verður á mánudaginn.“ Seinna í nóvember mun Manuela taka þátt í Allir geta dansað, en þættirnir eru sýndir á Stöð 2. „Ég er alveg við það að deyja úr stressi, þannig það sé alveg á hreinu. Við fáum ekki að vita hver fyrsti dansinn okkar er fyrr en núna á sunnudaginn. Þannig að Jón Eyþór hefur bara verið að kenna mér grunninn í öllum dönsunum. Þetta hefur verið þrusugott samstarf,“ segir Manuela. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Even labs á evenlabs.is.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Sjá meira