Mannréttindaskrifstofan rær lífróður Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. nóvember 2019 06:15 Áslaug Arna Sigurbjö¶rnsdóttir, dómsmálaráðherra, mætir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Mannréttindaskrifstofa Íslands, MRSÍ, rær nú lífróður en í gær stefndi í að starfsmönnum hennar yrði sagt upp störfum, leigusamningi fyrir húsnæðið sagt upp og skrifstofunni lokað. Mannréttindaskrifstofan safnar meðal annars og varðveitir upplýsingar um stöðu mannréttinda á Íslandi og upplýsir og fræðir um mannréttindamál. Hún vinnur einnig svokallaðar skuggaskýrslur um mannréttindamál á Íslandi og sendir til alþjóðlegra eftirlitsaðila á borð við mannréttindanefndir Sameinuðu þjóðanna. Óvissa hefur verið um framtíð MRSÍ á undanförnum árum. Skrifstofan hefur sinnt hlutverki sambærilegu þeim sem sjálfstæðum mannréttindastofnunum ríkja eru falin. Um nokkurra ára skeið hefur staðið til að koma slíkri stofnun á laggirnar hér á landi ekki síst vegna ítrekaðra tilmæla fjölda alþjóðlegra eftirlitsnefnda. Hefur MRSÍ hvatt til þess á undanförnum árum að slík stofnun verði sett á fót og hafa þingmál þess efnis verið boðuð á þingmálaskrám dómsmálaráðherra en ekki enn orðið að veruleika. „Til mín var leitað af stjórninni ekki fyrir löngu og ég er vongóð um að það finnist fjármagn til að tryggja reksturinn nú fyrir 2. umræðu fjárlaga,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Heimildir Fréttablaðsins herma að stjórn skrifstofunnar hafi átt fundi með ráðherra og lagt áherslu á að ríkið tryggi grunnrekstur hennar þar til boðuð mannréttindastofnun verður að veruleika. Mun stofnunin þurfa fé fyrir minnst þremur stöðugildum og rekstri húsnæðis. Fjárhagsstaða MRSÍ hefur versnað mjög á undanförnum misserum en óvissa um framtíðina hefur gert skrifstofunni erfitt að afla tekna til dæmis með þátttöku í langtímaverkefnum. Þær tekjur sem skrifstofan hefur haft frá ráðuneytum hafa heldur ekki þróast með verðlags- og launaþróun. MRSÍ sinnir sérverkefnum fyrir nokkur ráðuneyti, til dæmis ráðgjöf til innflytjenda fyrir félagsmálaráðuneytið. Birtist í Fréttablaðinu Mannréttindi Stjórnsýsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Mannréttindaskrifstofa Íslands, MRSÍ, rær nú lífróður en í gær stefndi í að starfsmönnum hennar yrði sagt upp störfum, leigusamningi fyrir húsnæðið sagt upp og skrifstofunni lokað. Mannréttindaskrifstofan safnar meðal annars og varðveitir upplýsingar um stöðu mannréttinda á Íslandi og upplýsir og fræðir um mannréttindamál. Hún vinnur einnig svokallaðar skuggaskýrslur um mannréttindamál á Íslandi og sendir til alþjóðlegra eftirlitsaðila á borð við mannréttindanefndir Sameinuðu þjóðanna. Óvissa hefur verið um framtíð MRSÍ á undanförnum árum. Skrifstofan hefur sinnt hlutverki sambærilegu þeim sem sjálfstæðum mannréttindastofnunum ríkja eru falin. Um nokkurra ára skeið hefur staðið til að koma slíkri stofnun á laggirnar hér á landi ekki síst vegna ítrekaðra tilmæla fjölda alþjóðlegra eftirlitsnefnda. Hefur MRSÍ hvatt til þess á undanförnum árum að slík stofnun verði sett á fót og hafa þingmál þess efnis verið boðuð á þingmálaskrám dómsmálaráðherra en ekki enn orðið að veruleika. „Til mín var leitað af stjórninni ekki fyrir löngu og ég er vongóð um að það finnist fjármagn til að tryggja reksturinn nú fyrir 2. umræðu fjárlaga,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Heimildir Fréttablaðsins herma að stjórn skrifstofunnar hafi átt fundi með ráðherra og lagt áherslu á að ríkið tryggi grunnrekstur hennar þar til boðuð mannréttindastofnun verður að veruleika. Mun stofnunin þurfa fé fyrir minnst þremur stöðugildum og rekstri húsnæðis. Fjárhagsstaða MRSÍ hefur versnað mjög á undanförnum misserum en óvissa um framtíðina hefur gert skrifstofunni erfitt að afla tekna til dæmis með þátttöku í langtímaverkefnum. Þær tekjur sem skrifstofan hefur haft frá ráðuneytum hafa heldur ekki þróast með verðlags- og launaþróun. MRSÍ sinnir sérverkefnum fyrir nokkur ráðuneyti, til dæmis ráðgjöf til innflytjenda fyrir félagsmálaráðuneytið.
Birtist í Fréttablaðinu Mannréttindi Stjórnsýsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira