Hæstiréttur dæmdi sveitarfélögunum í vil í deilu við Starfsgreinasambandið Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. nóvember 2019 06:45 Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur tekur með dómi sem féll síðastliðinn miðvikudag undir með Sambandi íslenskra sveitarfélaga í deilu þess við Starfsgreinasambandið (SGS) um jöfnun lífeyrisréttinda. Starfsgreinasambandið telur sveitarfélögin ekki hafa efnt samkomulag frá árinu 2009 um viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda. Hefur SGS í yfirstandandi viðræðum við SÍS krafist slíkra viðræðna á grundvelli fyrrnefnds samkomulags. Sveitarfélögin hafa ekki viljað ræða þessi mál nú og leitaði SGS því til Félagsdóms. SÍS krafðist hins vegar frávísunar á þeim rökum að málið heyri ekki undir Félagsdóm. Aðal- og varakröfu SGS, sem sneru að því að tryggja starfsmönnum sveitarfélaga greiðslu á sérstöku viðbótariðgjaldi til jöfnunar lífeyrisréttinda, var vísað frá Félagsdómi. Hins vegar var ekki fallist á frávísun þrautavarakröfu SGS um fyrrnefndar viðræður. Þá niðurstöðu kærði hins vegar SÍS og hefur Hæstiréttur nú staðfest kröfu sveitarfélaganna. Í dómi Hæstaréttar segir að yfirlýsingin frá 2009 feli í sér sameiginlegan skilning til að taka upp viðræður um ákveðnar breytingar á lífeyriskerfinu. Hún feli hins vegar ekki í sér skuldbindingu þess efnis að geta talist hluti kjarasamnings. Þar með falli málið ekki undir verkefni Félagsdóms. Í yfirlýsingu á vef SGS er lýst miklum vonbrigðum með niðurstöðu Hæstaréttar sem muni flækja stöðuna enn frekar. Sveitarfélögin vísuðu kjaradeilu sinni við SGS og Eflingu til ríkissáttasemjara fyrir helgi en samningar hafa verið lausir frá 31. mars síðastliðnum. „Starfsgreinasambandið mun að sjálfsögðu hlíta úrskurði Hæstaréttar í þessu máli en við munum krefjast þess að launafólki verði bætt það 1,5 prósent sem vantar upp á jöfnun lífeyrisréttinda með öðrum hætti,“ er haft eftir Birni Snæbjörnssyni, formanni SGS, á vef sambandsins. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Hæstiréttur tekur með dómi sem féll síðastliðinn miðvikudag undir með Sambandi íslenskra sveitarfélaga í deilu þess við Starfsgreinasambandið (SGS) um jöfnun lífeyrisréttinda. Starfsgreinasambandið telur sveitarfélögin ekki hafa efnt samkomulag frá árinu 2009 um viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda. Hefur SGS í yfirstandandi viðræðum við SÍS krafist slíkra viðræðna á grundvelli fyrrnefnds samkomulags. Sveitarfélögin hafa ekki viljað ræða þessi mál nú og leitaði SGS því til Félagsdóms. SÍS krafðist hins vegar frávísunar á þeim rökum að málið heyri ekki undir Félagsdóm. Aðal- og varakröfu SGS, sem sneru að því að tryggja starfsmönnum sveitarfélaga greiðslu á sérstöku viðbótariðgjaldi til jöfnunar lífeyrisréttinda, var vísað frá Félagsdómi. Hins vegar var ekki fallist á frávísun þrautavarakröfu SGS um fyrrnefndar viðræður. Þá niðurstöðu kærði hins vegar SÍS og hefur Hæstiréttur nú staðfest kröfu sveitarfélaganna. Í dómi Hæstaréttar segir að yfirlýsingin frá 2009 feli í sér sameiginlegan skilning til að taka upp viðræður um ákveðnar breytingar á lífeyriskerfinu. Hún feli hins vegar ekki í sér skuldbindingu þess efnis að geta talist hluti kjarasamnings. Þar með falli málið ekki undir verkefni Félagsdóms. Í yfirlýsingu á vef SGS er lýst miklum vonbrigðum með niðurstöðu Hæstaréttar sem muni flækja stöðuna enn frekar. Sveitarfélögin vísuðu kjaradeilu sinni við SGS og Eflingu til ríkissáttasemjara fyrir helgi en samningar hafa verið lausir frá 31. mars síðastliðnum. „Starfsgreinasambandið mun að sjálfsögðu hlíta úrskurði Hæstaréttar í þessu máli en við munum krefjast þess að launafólki verði bætt það 1,5 prósent sem vantar upp á jöfnun lífeyrisréttinda með öðrum hætti,“ er haft eftir Birni Snæbjörnssyni, formanni SGS, á vef sambandsins.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira