Death Stranding: Einstakur leikur sem er grútleiðinlegur á köflum Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2019 10:00 Bandaríkin verða einkar falleg við heimsendi. Vísir/Kojima Productions Death Stranding er einhver undarlegasti leikur sem ég hef spilað. Mér finnst í raun erfitt að koma orðum utan um hvað mér finnst um þennan leik, því ég er nokkuð viss um að það sé ekki til annar leikur eins og Death Stranding. Ég á í skringilegu sambandi við þennan leik. Andrúmsloft Death Stranding er einstakt og er yfirleitt geggjað. Um er að ræða fyrsta leik hins víðfræga Hideo Kojima, eftir að hann sagði skilið við Konami og Metal Gear Solid leikina og það er augljóst að þessu sinni hafi engin bönd verið á honum. Þetta er „Kojima-legasti“ leikur í heimi. Leikir sem gerast í opnum heimum innihalda alltaf einhver verkefni sem snúa að því að sækja eitthvað sjitt og flytja það eitthvað annað, svokölluð „fetch-quest“. Death Stranding virðist ætlað að vera svar við spurningunni: „Hvað ef við gerum leik sem er ekkert annað en eitt stórt „fetch-quest“?“ Niðurstaðan er að það er ekkert svo slæmt, þó það geti verið grútleiðinlegt á köflum. Upplifunin er samt einstök og það er hæpið að annar eins lengur verði gefinn út. Death Stranding er þó alls ekki allra, ef svo má að orði komast.Death Stranding gerist í Bandaríkjunum í framtíðinni og einhverra hluta vegna líta Bandaríki framtíðarinnar út alveg eins og hálendi Íslands. Sem er geggjað.Í stuttu máli sagt þá átti einhver atburður sem kallast „Death Stranding“ sér stað sem veldur því að hinir dauðu ganga um heiminn, en samt á milli heima einhvern veginn, og einungis fáir aðilar með DOOM-veikina geta skynjað þá eða séð. Nema maður sé með lítið barn í flösku, sem kallast BB. Þá getur maður séð skrímslin sem kallast BT‘s. Held ég. Rigning er líka stórhættuleg og allt sem verður fyrir rigningu eldist rosalega hratt. Spilarar setja sig í fótspor Sam Porter Bridges, sem leikinn er af Norman Reedus, en síðasti forseti Bandaríkjanna, sem er einnig móðir Sam, fær hann til að sameina Bandaríkin á nýjan leik. Aðallega með því að flytja pakkningar á milli borga og tengja þær neðanjarðarborgir sem eftir eru saman í gegnum svokallað Chiral Network. Það erfiðasta við að flytja þessa pakka er að Bandaríkin eru erfið yfirferðar og maður þarf sífellt að berjast við það að koma í veg fyrir að Sam detti. Eftir að maður ver hálftíma í að labba upp einhverja hæð, talar maður við einhvern gaur sem skammar mann kannski fyrir að pakkarnir séu skemmdir, því auðvitað datt Sam, og gefur manni svo það verkefni að ganga sömu leið til baka með nýja pakka. Ég hef á tilfinningunni að Death Stranding sé til kominn eftir að Kojima horfði á hina einstaklega góðu mynd, The Postman með Kevin Costner, á sérstaklega slæmu sýrutrippi. Saga leiksins getur alveg verið áhugaverð en hún er algjört kjaftæði. Þá meina ég að hún sé algjört rugl og það er mjög erfitt að fylgja henni eftir.Sam klifrar upp fjall.Vísir/Kojima ProductionsLeikurinn er einstaklega lengi að komast í gang og maður eyðir fyrstu klukkustundunum að mestu í að horfa á myndbönd og samtöl á milli fólks sem heitir einstaklega undarlegum nöfnum, sem maður skilur lítið sem ekkert í. Deadman, Die-hardman, Heartman og Fragile eru til dæmis nokkur nöfn fólks í leiknum. Eftir það gerir leikurinn manni auðveldara að flytja pakka með ýmsum tækjum og tólum en það hvað maður er þvingaður til að ganga mikið um og þurfa sífellt að eiga við haug af pökkum sem draga úr jafnvægi manns, getur verið eitthvað það allra versta í heiminum. Heiminum, segi ég! Það að ferðast um getur verið algjört rassgat en yfirleitt er það ákveðin upplifun sem ég veit ekki alveg hvernig best er að lýsa. Ég hef margisinnis stoppað á ferðalagi Sam til þess eins að virða fyrir mér umhverfið.Kúkur og piss Ekki hjálpar til þegar hinir dauðu herja á Sam og maður þarf að laumast um til að komast í gegnum þá. Ef það klikkar, stingur skrímsli upp kollinum og Sam þarf að berjast við það með því að sprauta blóði sínu á það eða kasta svita-, piss- og kúkasprengjum í það. Já, svita-, piss- og kúkasprengjum. Maður þarf nefnilega reglulega að fara með Sam í sturtu og á klósettið til að safna efni í þessar sprengjur. Sam er nefninlega mjög sérstakur maður sem getur snúið aftur þegar hann deyr og það hefur einhvern veginn þau áhrif að líkamsvessar hans virka svona vel á allt sem viðkemur „Ströndinni“, sem ég held að sé einhversskonar millipunktur lífsins og dauðans. Þetta er allt voða flókið og asnalegt.Þegar maður lendir mitt á milli hinna dauðu og þarf að komast í gegnum þá verður Death Stranding þrususpennandi og það getur verið einstaklega erfitt. Sem er gaman og gott.Undarleg samvinna Á ferðalögum Sam um Bandaríki framtíðarinnar tengir hann borgir og aðra staði við hið svokallaða Chiral Network, eins og áður hefur komið fram. Þá öðlast spilarar aðgang að verkum annarra spilara. Það er nefnilega til dæmis hægt að koma stigum fyrir á stöðum sem eru erfiðir yfirferðar og jafnvel byggja vegi og brýr. Aðrir spilarar geta svo hjálpað manni með því að gefa manni það efni sem þarf til að byggja áðurnefnard byggingar og maður getur sjálfur hjálpað öðrum. Það gerir svo öllum auðveldara að flytja pakka á milli staða. Ofan á það gefur maður „Like“ fyrir að notast við byggingar annarra og getur maður einnig fengið like frá öðrum. Aðrir spilarar geta líka aðstoðað mann í orrustum, tildæmis með því að útvega manni kúkasprengjur og annað sem nýtist manni. Það hefur komið sér vel hjá mér. Þessi undarlegu „Like“ sem maður fær frá öðrum og fyrir að flytja pakka í leiknum eru notuð til að skilgreina hversu góður póstmaður hver spilari er og Sam öðlast ákveðna bónusa eftir því. Ekki vera nísk á likeinn ykkar.Eitt það besta við Death Stranding er umhverfið og það er mjög auðvelt að gleyma sér við að skoða það.Vísir/Kojima ProductionsSamantekt-ish Death Stranding er ekki besti leikur Kojima sem ég hef spilað. Snake Eater heldur þeim titli enn. Hann er þó einstakur, áhugaverður og skapar magnað andrúmsloft sem tónlist leiksins getur gert mun betri, þegar hún stingur upp kollinum. Það allra versta við leikinn er að það koma langir kaflar sem eru í raun bara leiðinlegir og óþarfir. Til dæmis þar sem maður er látinn verja klukkustundum í að gera eitthvað sem maður hafði gert áður eða bara það að ferðast um með hálft tonn af kössum á bakinu og vera sífellt hársbreidd frá því að detta á rassgatið. Hideo Kojima krefst gífurlega mikils af þeim sem borga fyrir að spila leikina hans og það er alls ekki öruggt að þeir hafi gaman af því eða verði ánægðir. Líklegast er að spilarar hafi í raun ekki hugmynd um hvað sé að gerast í leiknum en það þætti mér eðlilegt. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Death Stranding er einhver undarlegasti leikur sem ég hef spilað. Mér finnst í raun erfitt að koma orðum utan um hvað mér finnst um þennan leik, því ég er nokkuð viss um að það sé ekki til annar leikur eins og Death Stranding. Ég á í skringilegu sambandi við þennan leik. Andrúmsloft Death Stranding er einstakt og er yfirleitt geggjað. Um er að ræða fyrsta leik hins víðfræga Hideo Kojima, eftir að hann sagði skilið við Konami og Metal Gear Solid leikina og það er augljóst að þessu sinni hafi engin bönd verið á honum. Þetta er „Kojima-legasti“ leikur í heimi. Leikir sem gerast í opnum heimum innihalda alltaf einhver verkefni sem snúa að því að sækja eitthvað sjitt og flytja það eitthvað annað, svokölluð „fetch-quest“. Death Stranding virðist ætlað að vera svar við spurningunni: „Hvað ef við gerum leik sem er ekkert annað en eitt stórt „fetch-quest“?“ Niðurstaðan er að það er ekkert svo slæmt, þó það geti verið grútleiðinlegt á köflum. Upplifunin er samt einstök og það er hæpið að annar eins lengur verði gefinn út. Death Stranding er þó alls ekki allra, ef svo má að orði komast.Death Stranding gerist í Bandaríkjunum í framtíðinni og einhverra hluta vegna líta Bandaríki framtíðarinnar út alveg eins og hálendi Íslands. Sem er geggjað.Í stuttu máli sagt þá átti einhver atburður sem kallast „Death Stranding“ sér stað sem veldur því að hinir dauðu ganga um heiminn, en samt á milli heima einhvern veginn, og einungis fáir aðilar með DOOM-veikina geta skynjað þá eða séð. Nema maður sé með lítið barn í flösku, sem kallast BB. Þá getur maður séð skrímslin sem kallast BT‘s. Held ég. Rigning er líka stórhættuleg og allt sem verður fyrir rigningu eldist rosalega hratt. Spilarar setja sig í fótspor Sam Porter Bridges, sem leikinn er af Norman Reedus, en síðasti forseti Bandaríkjanna, sem er einnig móðir Sam, fær hann til að sameina Bandaríkin á nýjan leik. Aðallega með því að flytja pakkningar á milli borga og tengja þær neðanjarðarborgir sem eftir eru saman í gegnum svokallað Chiral Network. Það erfiðasta við að flytja þessa pakka er að Bandaríkin eru erfið yfirferðar og maður þarf sífellt að berjast við það að koma í veg fyrir að Sam detti. Eftir að maður ver hálftíma í að labba upp einhverja hæð, talar maður við einhvern gaur sem skammar mann kannski fyrir að pakkarnir séu skemmdir, því auðvitað datt Sam, og gefur manni svo það verkefni að ganga sömu leið til baka með nýja pakka. Ég hef á tilfinningunni að Death Stranding sé til kominn eftir að Kojima horfði á hina einstaklega góðu mynd, The Postman með Kevin Costner, á sérstaklega slæmu sýrutrippi. Saga leiksins getur alveg verið áhugaverð en hún er algjört kjaftæði. Þá meina ég að hún sé algjört rugl og það er mjög erfitt að fylgja henni eftir.Sam klifrar upp fjall.Vísir/Kojima ProductionsLeikurinn er einstaklega lengi að komast í gang og maður eyðir fyrstu klukkustundunum að mestu í að horfa á myndbönd og samtöl á milli fólks sem heitir einstaklega undarlegum nöfnum, sem maður skilur lítið sem ekkert í. Deadman, Die-hardman, Heartman og Fragile eru til dæmis nokkur nöfn fólks í leiknum. Eftir það gerir leikurinn manni auðveldara að flytja pakka með ýmsum tækjum og tólum en það hvað maður er þvingaður til að ganga mikið um og þurfa sífellt að eiga við haug af pökkum sem draga úr jafnvægi manns, getur verið eitthvað það allra versta í heiminum. Heiminum, segi ég! Það að ferðast um getur verið algjört rassgat en yfirleitt er það ákveðin upplifun sem ég veit ekki alveg hvernig best er að lýsa. Ég hef margisinnis stoppað á ferðalagi Sam til þess eins að virða fyrir mér umhverfið.Kúkur og piss Ekki hjálpar til þegar hinir dauðu herja á Sam og maður þarf að laumast um til að komast í gegnum þá. Ef það klikkar, stingur skrímsli upp kollinum og Sam þarf að berjast við það með því að sprauta blóði sínu á það eða kasta svita-, piss- og kúkasprengjum í það. Já, svita-, piss- og kúkasprengjum. Maður þarf nefnilega reglulega að fara með Sam í sturtu og á klósettið til að safna efni í þessar sprengjur. Sam er nefninlega mjög sérstakur maður sem getur snúið aftur þegar hann deyr og það hefur einhvern veginn þau áhrif að líkamsvessar hans virka svona vel á allt sem viðkemur „Ströndinni“, sem ég held að sé einhversskonar millipunktur lífsins og dauðans. Þetta er allt voða flókið og asnalegt.Þegar maður lendir mitt á milli hinna dauðu og þarf að komast í gegnum þá verður Death Stranding þrususpennandi og það getur verið einstaklega erfitt. Sem er gaman og gott.Undarleg samvinna Á ferðalögum Sam um Bandaríki framtíðarinnar tengir hann borgir og aðra staði við hið svokallaða Chiral Network, eins og áður hefur komið fram. Þá öðlast spilarar aðgang að verkum annarra spilara. Það er nefnilega til dæmis hægt að koma stigum fyrir á stöðum sem eru erfiðir yfirferðar og jafnvel byggja vegi og brýr. Aðrir spilarar geta svo hjálpað manni með því að gefa manni það efni sem þarf til að byggja áðurnefnard byggingar og maður getur sjálfur hjálpað öðrum. Það gerir svo öllum auðveldara að flytja pakka á milli staða. Ofan á það gefur maður „Like“ fyrir að notast við byggingar annarra og getur maður einnig fengið like frá öðrum. Aðrir spilarar geta líka aðstoðað mann í orrustum, tildæmis með því að útvega manni kúkasprengjur og annað sem nýtist manni. Það hefur komið sér vel hjá mér. Þessi undarlegu „Like“ sem maður fær frá öðrum og fyrir að flytja pakka í leiknum eru notuð til að skilgreina hversu góður póstmaður hver spilari er og Sam öðlast ákveðna bónusa eftir því. Ekki vera nísk á likeinn ykkar.Eitt það besta við Death Stranding er umhverfið og það er mjög auðvelt að gleyma sér við að skoða það.Vísir/Kojima ProductionsSamantekt-ish Death Stranding er ekki besti leikur Kojima sem ég hef spilað. Snake Eater heldur þeim titli enn. Hann er þó einstakur, áhugaverður og skapar magnað andrúmsloft sem tónlist leiksins getur gert mun betri, þegar hún stingur upp kollinum. Það allra versta við leikinn er að það koma langir kaflar sem eru í raun bara leiðinlegir og óþarfir. Til dæmis þar sem maður er látinn verja klukkustundum í að gera eitthvað sem maður hafði gert áður eða bara það að ferðast um með hálft tonn af kössum á bakinu og vera sífellt hársbreidd frá því að detta á rassgatið. Hideo Kojima krefst gífurlega mikils af þeim sem borga fyrir að spila leikina hans og það er alls ekki öruggt að þeir hafi gaman af því eða verði ánægðir. Líklegast er að spilarar hafi í raun ekki hugmynd um hvað sé að gerast í leiknum en það þætti mér eðlilegt.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira