„Enginn möguleiki að Wenger taki við Bayern“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2019 11:00 Wenger hefur ekki unnið við þjálfun síðan hann hætti hjá Arsenal í fyrra. vísir/getty Engar líkur eru á því að Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal, taki við Þýskalandsmeisturum Bayern München. Þetta sagði Raphael Honigstein, þýskur blaðamaður og höfundur ævisögu Jürgens Klopp, í samtali við Vísi í gær. „Eftir því sem ég kemst næst er enginn möguleiki á því að Wenger taki við,“ sagði Honigstein. „Það hefur víða komið fram að Wenger og Karl-Heinz Rummenigge ræddust við í síma. Wenger trúði því kannski að honum hefði verið boðið starfið en Bayern er ekki á sama máli.“ Honigstein segir allt eins líklegt að Hansi Flick, sem stýrði Bayern til 4-0 sigurs á Borussia Dortmund á laugardaginn, fái stjórastarfið hjá þýsku meisturunum. Flick tók við Bayern eftir að Niko Kovac var látinn fara í síðustu viku. „Eftir sigurinn á Dortmund, sem var svo sannfærandi, ákvað Bayern að það væri engin ástæða til að hafa bráðabirgðastjóra. Svo Wenger er ekki í umræðunni, jafnvel þótt Bayern hafi kannað stöðuna hjá honum,“ sagði Honigstein. „Mér skilst að Wenger hafi aldrei verið líklegur kostur í stöðunni, öfugt við Ralf Rangnick, Thomas Tuchel og Erik ten Hag. Þeir tveir síðastnefndu sögðu Bayern að þeir væru ekki lausir núna. Hansi Flick á möguleika á að verða stjóri Bayern. Ef ekki, þá fær Bayern tækifæri til að vanda sig og taka sér tíma í að finna rétta manninn. Þeir vilja ekki fá stjóra fyrir 2-3 ár heldur einhvern sem getur verið þarna í 5-7 ár og gert eitthvað sérstakt. Mig grunar að þeir reyni við einhvern eins og Ten Hag eða Tuchel.“Klippa: Wenger tekur ekki við Bayern Þýski boltinn Tengdar fréttir Kovac rekinn frá Bayern Bayern München hefur látið þjálfarann Niko Kovac fara frá félaginu eftir aðeins 16 mánuði við stjórnvöllinn. 3. nóvember 2019 20:17 Þjálfaralausir Bæjarar burstuðu Dortmund Stórleikur þýsku úrvalsdeildarinnar var aldrei spennandi. 9. nóvember 2019 19:43 Wenger: Ég mun ræða við Bayern í næstu viku Arsene Wenger mun ræða við Bayern Munchen í næstu viku og möguleiki er á því að hann verði næsti knattspyrnustjóri liðsins. 8. nóvember 2019 22:03 Kovac: Rétt ákvörðun að reka mig Það kom Króatanum Niko Kovac ekki í opna skjöldu að vera rekinn frá þýska stórveldinu Bayern Munchen. 4. nóvember 2019 09:00 Alfreð: Enska deildin í ár er kannski orðin eins og þýska deildin síðustu ár Alfreð Finnbogason er kominn aftur á fullt hjá þýska liðinu Augsburg og skoraði á dögunum í jafntefli á móti Bayern München. Það eru spennandi tímar í þýsku deildinni á þessu tímabili þar sem spennan á toppnum hefur sjaldan verið meiri. 12. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira
Engar líkur eru á því að Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal, taki við Þýskalandsmeisturum Bayern München. Þetta sagði Raphael Honigstein, þýskur blaðamaður og höfundur ævisögu Jürgens Klopp, í samtali við Vísi í gær. „Eftir því sem ég kemst næst er enginn möguleiki á því að Wenger taki við,“ sagði Honigstein. „Það hefur víða komið fram að Wenger og Karl-Heinz Rummenigge ræddust við í síma. Wenger trúði því kannski að honum hefði verið boðið starfið en Bayern er ekki á sama máli.“ Honigstein segir allt eins líklegt að Hansi Flick, sem stýrði Bayern til 4-0 sigurs á Borussia Dortmund á laugardaginn, fái stjórastarfið hjá þýsku meisturunum. Flick tók við Bayern eftir að Niko Kovac var látinn fara í síðustu viku. „Eftir sigurinn á Dortmund, sem var svo sannfærandi, ákvað Bayern að það væri engin ástæða til að hafa bráðabirgðastjóra. Svo Wenger er ekki í umræðunni, jafnvel þótt Bayern hafi kannað stöðuna hjá honum,“ sagði Honigstein. „Mér skilst að Wenger hafi aldrei verið líklegur kostur í stöðunni, öfugt við Ralf Rangnick, Thomas Tuchel og Erik ten Hag. Þeir tveir síðastnefndu sögðu Bayern að þeir væru ekki lausir núna. Hansi Flick á möguleika á að verða stjóri Bayern. Ef ekki, þá fær Bayern tækifæri til að vanda sig og taka sér tíma í að finna rétta manninn. Þeir vilja ekki fá stjóra fyrir 2-3 ár heldur einhvern sem getur verið þarna í 5-7 ár og gert eitthvað sérstakt. Mig grunar að þeir reyni við einhvern eins og Ten Hag eða Tuchel.“Klippa: Wenger tekur ekki við Bayern
Þýski boltinn Tengdar fréttir Kovac rekinn frá Bayern Bayern München hefur látið þjálfarann Niko Kovac fara frá félaginu eftir aðeins 16 mánuði við stjórnvöllinn. 3. nóvember 2019 20:17 Þjálfaralausir Bæjarar burstuðu Dortmund Stórleikur þýsku úrvalsdeildarinnar var aldrei spennandi. 9. nóvember 2019 19:43 Wenger: Ég mun ræða við Bayern í næstu viku Arsene Wenger mun ræða við Bayern Munchen í næstu viku og möguleiki er á því að hann verði næsti knattspyrnustjóri liðsins. 8. nóvember 2019 22:03 Kovac: Rétt ákvörðun að reka mig Það kom Króatanum Niko Kovac ekki í opna skjöldu að vera rekinn frá þýska stórveldinu Bayern Munchen. 4. nóvember 2019 09:00 Alfreð: Enska deildin í ár er kannski orðin eins og þýska deildin síðustu ár Alfreð Finnbogason er kominn aftur á fullt hjá þýska liðinu Augsburg og skoraði á dögunum í jafntefli á móti Bayern München. Það eru spennandi tímar í þýsku deildinni á þessu tímabili þar sem spennan á toppnum hefur sjaldan verið meiri. 12. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira
Kovac rekinn frá Bayern Bayern München hefur látið þjálfarann Niko Kovac fara frá félaginu eftir aðeins 16 mánuði við stjórnvöllinn. 3. nóvember 2019 20:17
Þjálfaralausir Bæjarar burstuðu Dortmund Stórleikur þýsku úrvalsdeildarinnar var aldrei spennandi. 9. nóvember 2019 19:43
Wenger: Ég mun ræða við Bayern í næstu viku Arsene Wenger mun ræða við Bayern Munchen í næstu viku og möguleiki er á því að hann verði næsti knattspyrnustjóri liðsins. 8. nóvember 2019 22:03
Kovac: Rétt ákvörðun að reka mig Það kom Króatanum Niko Kovac ekki í opna skjöldu að vera rekinn frá þýska stórveldinu Bayern Munchen. 4. nóvember 2019 09:00
Alfreð: Enska deildin í ár er kannski orðin eins og þýska deildin síðustu ár Alfreð Finnbogason er kominn aftur á fullt hjá þýska liðinu Augsburg og skoraði á dögunum í jafntefli á móti Bayern München. Það eru spennandi tímar í þýsku deildinni á þessu tímabili þar sem spennan á toppnum hefur sjaldan verið meiri. 12. nóvember 2019 09:30