Landfyllingin sögð fara gegn verndaráætlun um Laugarnestanga Birgir Olgeirsson skrifar 11. nóvember 2019 19:45 Þuríður Sigurðardóttir, söngkona, listmálari og Laugarnesvinur. Vísir/Baldur Landfylling á Laugarnestanga er sögð fara gegn verndaráætlun um svæðið. Margir eru afar ósáttir við þessa landfyllingu þar sem unnið er út frá því að nýjar höfuðstöðvar Faxaflóahafna rísi. Faxaflóahafnir ákváðu að ráðast í landfyllinguna vegna beiðni um að taka við því efni sem hefur verið grafið upp vegna byggingar nýs Landspítala. Hafnarstjóri sagði fyrir helgi að landfyllingin gæti orðið góð viðbót við útivistarsvæðið í Laugarnesi. Margir borgarbúar eru hins vegar þeirrar skoðunar að landfyllingin sé sem þyrnir í augum þeirra.Hér má sjá hvernig útsýnið til Viðeyjar frá Laugarnestanga er orðið eftir að landfyllingin leit dagsins ljós.Vísir/Baldur„Þetta er algjörlega á skjön við samning sem var gerður um verndaráætlun hér á Laugarnesinu,“ segir Þuríður Sigurðardóttir, söngkona, listmálari og Laugarnesvinur. Þarna vísar Þuríður í verndaráætlun frá árinu 2016 fyrir minjasvæðið á Laugarnestanga sem Minjastofnun og Reykjavíkur borg standa fyrir. Í henni segir að náttúrufarið á Lauganesi geri svæðið einstakt í Reykjavík þar sem hægt er að horfa yfir nesið og út í Viðey án truflunar frá mannvirkjum nútímans. Mikilvægt sé að halda í þetta merkilega menningarlandslag, samspil náttúru og minja, sem hvergi er að finna annars staðar í Reykjavík. „Menningartengsl við Viðey eru rofin með þessari landfyllingu,“ segir Þuríður. Þuríður ólst upp á bæ föður síns á Laugarneshóli sem er friðlýstur. Hún er alls ekki ein þessarar skoðunar. Hún viðraði óánægju sína á Facebook og hafa 600 manns deilt þeirri færslu. Til stendur að stofna hóp til að berjast fyrir verndun svæðisins. „Það er mjög mörgum annt um Laugarnestanga. Fólk sem lætur sér annt um þetta svæði en hafði ekki hugmynd um þessa landfyllingu,“ segir Þuríður. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun hvað muni rísa á landfyllingunni. Hafnarstjóri sagði fyrir helgi að Faxaflóahafnir sjái fyrir að höfuðstöðvar þeirra gætu verið þar. Sagði hann að unnið yrði að þessum framkvæmdum í sátt við stjórnvöld og íbúa. Minjastofnun gaf fréttastofu þau svör að minnt hefði verið á þessi menningartengsl Laugarnestanga og Viðeyjar þegar ráðast átti í þessa landfyllingu sem hefur verið á teikniborðinu frá því snemma árs 2018. Óskaði Minjastofnun eftir svörum um hvað eigi að rísa á landfyllingunni en engin svör borist. Þuríður segir landfyllinguna því miður komna til að vera. Hún segir það afleita hugmynd að reisa þar byggingar. „Það ofan á þessa landfyllingu, það sést alveg eins og þetta er í dag hvernig hún hefur áhrif á þetta útsýni til Viðeyjar. Viðeyjarstofa er að hverfa þegar maður stendur á Laugarnestanganum. Það fer ekkert á milli mála að þetta hefur áhrif.“ Reykjavík Skipulag Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Landfylling á Laugarnestanga er sögð fara gegn verndaráætlun um svæðið. Margir eru afar ósáttir við þessa landfyllingu þar sem unnið er út frá því að nýjar höfuðstöðvar Faxaflóahafna rísi. Faxaflóahafnir ákváðu að ráðast í landfyllinguna vegna beiðni um að taka við því efni sem hefur verið grafið upp vegna byggingar nýs Landspítala. Hafnarstjóri sagði fyrir helgi að landfyllingin gæti orðið góð viðbót við útivistarsvæðið í Laugarnesi. Margir borgarbúar eru hins vegar þeirrar skoðunar að landfyllingin sé sem þyrnir í augum þeirra.Hér má sjá hvernig útsýnið til Viðeyjar frá Laugarnestanga er orðið eftir að landfyllingin leit dagsins ljós.Vísir/Baldur„Þetta er algjörlega á skjön við samning sem var gerður um verndaráætlun hér á Laugarnesinu,“ segir Þuríður Sigurðardóttir, söngkona, listmálari og Laugarnesvinur. Þarna vísar Þuríður í verndaráætlun frá árinu 2016 fyrir minjasvæðið á Laugarnestanga sem Minjastofnun og Reykjavíkur borg standa fyrir. Í henni segir að náttúrufarið á Lauganesi geri svæðið einstakt í Reykjavík þar sem hægt er að horfa yfir nesið og út í Viðey án truflunar frá mannvirkjum nútímans. Mikilvægt sé að halda í þetta merkilega menningarlandslag, samspil náttúru og minja, sem hvergi er að finna annars staðar í Reykjavík. „Menningartengsl við Viðey eru rofin með þessari landfyllingu,“ segir Þuríður. Þuríður ólst upp á bæ föður síns á Laugarneshóli sem er friðlýstur. Hún er alls ekki ein þessarar skoðunar. Hún viðraði óánægju sína á Facebook og hafa 600 manns deilt þeirri færslu. Til stendur að stofna hóp til að berjast fyrir verndun svæðisins. „Það er mjög mörgum annt um Laugarnestanga. Fólk sem lætur sér annt um þetta svæði en hafði ekki hugmynd um þessa landfyllingu,“ segir Þuríður. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun hvað muni rísa á landfyllingunni. Hafnarstjóri sagði fyrir helgi að Faxaflóahafnir sjái fyrir að höfuðstöðvar þeirra gætu verið þar. Sagði hann að unnið yrði að þessum framkvæmdum í sátt við stjórnvöld og íbúa. Minjastofnun gaf fréttastofu þau svör að minnt hefði verið á þessi menningartengsl Laugarnestanga og Viðeyjar þegar ráðast átti í þessa landfyllingu sem hefur verið á teikniborðinu frá því snemma árs 2018. Óskaði Minjastofnun eftir svörum um hvað eigi að rísa á landfyllingunni en engin svör borist. Þuríður segir landfyllinguna því miður komna til að vera. Hún segir það afleita hugmynd að reisa þar byggingar. „Það ofan á þessa landfyllingu, það sést alveg eins og þetta er í dag hvernig hún hefur áhrif á þetta útsýni til Viðeyjar. Viðeyjarstofa er að hverfa þegar maður stendur á Laugarnestanganum. Það fer ekkert á milli mála að þetta hefur áhrif.“
Reykjavík Skipulag Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira