Bjarni: Ánægður með sjálfstraustið og hugrekkið í liðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2019 18:50 Bjarni var ánægður með sína menn. vísir/bára „Ég er svakalega ánægður með strákana. Þetta var ekki auðveldur leikur. Við lentum í basli með markvörðinn þeirra [Petar Jokanovic] í byrjun leiks og það hefði alveg getað dregið úr okkar tennurnar. En ég er ánægður með sjálfstraustið og hugrekkið í liðinu,“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, í samtali við Vísi eftir sigurinn á ÍBV í dag. „Þeir náðu smá forskoti í byrjun en mér fannst það bara út af því að hann varði nokkur dauðafæri. Við héldum áfram og svo duttu mörkin inn.“ Bjarni kvaðst sáttur með vörn Breiðhyltinga í leiknum. „Við höfum lagt mikla áherslu á varnarleikinn upp á síðkastið. Við erum að ná vopnum okkar í vörninni aftur. Hún var mjög góð gegn Val í síðustu umferð og í dag,“ sagði Bjarni. Kristján Örn Kristjánsson var allt í öllu í sóknarleik ÍBV og skoraði átta mörk. Hann þurfti hins vegar 19 skot til þess að skora mörkin átta og Sigurður Ingiberg Ólafsson var með hann í vasanum á löngum köflum. „Þegar þú spilar á móti svona frábærri skyttu eins og Donna mun stökkva upp lengst fyrir utan og þruma boltanum skeytin og skora mörk. Þetta snýst um að halda hinum niðri og þvinga hann í erfið skot. Það litlu að ég hefði tekið hann úr umferð í seinni hálfleik,“ sagði Bjarni. Hann segist aldrei hafa verið í rónni, þótt ÍR-ingar væru með þægilegt forskot undir lokin. „Ég hafði áhyggjur allan leikinn. ÍBV er með eitt besta lið landsins. Ég bjóst við áhlaupi en við þurftum bara að gera það sem við vorum búnir að gera allan leikinn, halda áfram að keyra og halda pressunni á þeim. Mér fannst við leysa vörnina þeirra mjög vel á köflum,“ sagði Bjarni að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - ÍBV 32-27 | Björgvin og Sigurður magnaðir í sigri ÍR-inga Eftir þrjú töp í röð vann ÍR góðan sigur á ÍBV í Austurberginu. 10. nóvember 2019 19:00 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
„Ég er svakalega ánægður með strákana. Þetta var ekki auðveldur leikur. Við lentum í basli með markvörðinn þeirra [Petar Jokanovic] í byrjun leiks og það hefði alveg getað dregið úr okkar tennurnar. En ég er ánægður með sjálfstraustið og hugrekkið í liðinu,“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, í samtali við Vísi eftir sigurinn á ÍBV í dag. „Þeir náðu smá forskoti í byrjun en mér fannst það bara út af því að hann varði nokkur dauðafæri. Við héldum áfram og svo duttu mörkin inn.“ Bjarni kvaðst sáttur með vörn Breiðhyltinga í leiknum. „Við höfum lagt mikla áherslu á varnarleikinn upp á síðkastið. Við erum að ná vopnum okkar í vörninni aftur. Hún var mjög góð gegn Val í síðustu umferð og í dag,“ sagði Bjarni. Kristján Örn Kristjánsson var allt í öllu í sóknarleik ÍBV og skoraði átta mörk. Hann þurfti hins vegar 19 skot til þess að skora mörkin átta og Sigurður Ingiberg Ólafsson var með hann í vasanum á löngum köflum. „Þegar þú spilar á móti svona frábærri skyttu eins og Donna mun stökkva upp lengst fyrir utan og þruma boltanum skeytin og skora mörk. Þetta snýst um að halda hinum niðri og þvinga hann í erfið skot. Það litlu að ég hefði tekið hann úr umferð í seinni hálfleik,“ sagði Bjarni. Hann segist aldrei hafa verið í rónni, þótt ÍR-ingar væru með þægilegt forskot undir lokin. „Ég hafði áhyggjur allan leikinn. ÍBV er með eitt besta lið landsins. Ég bjóst við áhlaupi en við þurftum bara að gera það sem við vorum búnir að gera allan leikinn, halda áfram að keyra og halda pressunni á þeim. Mér fannst við leysa vörnina þeirra mjög vel á köflum,“ sagði Bjarni að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - ÍBV 32-27 | Björgvin og Sigurður magnaðir í sigri ÍR-inga Eftir þrjú töp í röð vann ÍR góðan sigur á ÍBV í Austurberginu. 10. nóvember 2019 19:00 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - ÍBV 32-27 | Björgvin og Sigurður magnaðir í sigri ÍR-inga Eftir þrjú töp í röð vann ÍR góðan sigur á ÍBV í Austurberginu. 10. nóvember 2019 19:00