Morðhjúum sleppt úr haldi og þau send til heimalanda sinna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. nóvember 2019 08:15 Elisabeth Haysom játaði aðild sína að morðunum á foreldrunum hennar en sagði Jens Söring hafa framið ódæðið. Ralph Northam, ríkisstjóri Virginíufylkis, úrskurðaði á mánudag að fyrrverandi elskendur, Elizabeth Haysom og Jens Söring, yrðu látin laus úr fangelsi og vísað til sinna heimalanda. Þau voru hins vegar ekki náðuð fyrir morðin á foreldrum Haysom sem þau frömdu árið 1985. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp á sínum tíma, en þau voru þá nemendur við Virginíuháskóla. Haysom var 20 ára og Soering aðeins 18. Haysom er nú 55 ára gömul. Hún er kanadískur ríkisborgari, fædd í borginni Salisbury í Ródesíu, nú Harare í Simbabve. Söring, 53 ára, er sonur þýsks ríkiserindreka og fæddur í Bangkok í Taílandi. Þau kynntust í skólanum og urðu ástfangin. Þann 3. apríl árið 1985 fundust foreldrar Haysom, stálmógúllinn Derek og stjúpmóðirin og listamaðurinn Nancy, látin á heimili sínu í bænum Boonsboro í vesturhluta Virginíu. Þau höfðu verið stungin og skorin með eggvopni margítrekað. Líkin voru illa útleikin, nánast afhöfðuð, og fundust ekki fyrr en nokkrum dögum eftir morðin. Söring og Haysom voru þá í Washington og lágu ekki undir grun. Hálfu ári eftir morðin ferðuðust Haysom og Söring til London og voru þar handtekin fyrir ávísanafölsun. Skyndilega fór lögregluna að gruna að ekki væri allt með felldu og morðrannsóknin beindist að þeim. Haysom játaði strax aðild að morðinu en sagði að Söring hefði framið verknaðinn. Hlaut hún 90 ára fangelsisdóm. Söring háði baráttu gegn framsali en að lokum var réttað yfir honum í Virginíu árið 1990. Var það eftir að ríkisstjóri hafði heitið því að ekki yrði krafist dauðarefsingar yfir honum. Var hann loks fundinn sekur og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Ýmsar ástæður hafa verið tíundaðar fyrir morðunum. Foreldrum Haysom líkaði aldrei vel við Söring, Haysom sjálfri mislíkaði framkoma stjúpmóður sinnar gagnvart sér og taldi að foreldrar hennar væru of stjórnsamir. Saman espuðu Haysom og Söring hvort annað upp í reiði. Haysom og Söring hafa bæði hagað sér vel í fangavistinni en engu að síður gat reynslulausnarnefnd ekki fallist á náðun og mælti ekki með henni. Eftir að þeim hefur verið vísað til heimalanda sinna munu þau ekki fá að stíga á bandaríska grundu framar. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Ralph Northam, ríkisstjóri Virginíufylkis, úrskurðaði á mánudag að fyrrverandi elskendur, Elizabeth Haysom og Jens Söring, yrðu látin laus úr fangelsi og vísað til sinna heimalanda. Þau voru hins vegar ekki náðuð fyrir morðin á foreldrum Haysom sem þau frömdu árið 1985. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp á sínum tíma, en þau voru þá nemendur við Virginíuháskóla. Haysom var 20 ára og Soering aðeins 18. Haysom er nú 55 ára gömul. Hún er kanadískur ríkisborgari, fædd í borginni Salisbury í Ródesíu, nú Harare í Simbabve. Söring, 53 ára, er sonur þýsks ríkiserindreka og fæddur í Bangkok í Taílandi. Þau kynntust í skólanum og urðu ástfangin. Þann 3. apríl árið 1985 fundust foreldrar Haysom, stálmógúllinn Derek og stjúpmóðirin og listamaðurinn Nancy, látin á heimili sínu í bænum Boonsboro í vesturhluta Virginíu. Þau höfðu verið stungin og skorin með eggvopni margítrekað. Líkin voru illa útleikin, nánast afhöfðuð, og fundust ekki fyrr en nokkrum dögum eftir morðin. Söring og Haysom voru þá í Washington og lágu ekki undir grun. Hálfu ári eftir morðin ferðuðust Haysom og Söring til London og voru þar handtekin fyrir ávísanafölsun. Skyndilega fór lögregluna að gruna að ekki væri allt með felldu og morðrannsóknin beindist að þeim. Haysom játaði strax aðild að morðinu en sagði að Söring hefði framið verknaðinn. Hlaut hún 90 ára fangelsisdóm. Söring háði baráttu gegn framsali en að lokum var réttað yfir honum í Virginíu árið 1990. Var það eftir að ríkisstjóri hafði heitið því að ekki yrði krafist dauðarefsingar yfir honum. Var hann loks fundinn sekur og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Ýmsar ástæður hafa verið tíundaðar fyrir morðunum. Foreldrum Haysom líkaði aldrei vel við Söring, Haysom sjálfri mislíkaði framkoma stjúpmóður sinnar gagnvart sér og taldi að foreldrar hennar væru of stjórnsamir. Saman espuðu Haysom og Söring hvort annað upp í reiði. Haysom og Söring hafa bæði hagað sér vel í fangavistinni en engu að síður gat reynslulausnarnefnd ekki fallist á náðun og mælti ekki með henni. Eftir að þeim hefur verið vísað til heimalanda sinna munu þau ekki fá að stíga á bandaríska grundu framar.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira