Spennandi að sjá hvernig til tekst með heimastjórnir Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. nóvember 2019 06:45 Fjórar heimastjórnir verða í nýju sveitarfélagi eystra. Fréttablaðið/Vilhelm „Við höfum svo sem ekki prófað nákvæmlega þessa útfærslu. En það er mjög mikilvægt að það ríki traust gagnvart einingunni. Ef íbúar hafa ekki trú á því að heimastjórnir virki eins og þær eiga að gera, þá fellur þetta um sjálft sig,“ segir Eva Marín Hlynsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Eva Marín hélt í gær erindi á hádegisfundi Félags stjórnmálafræðinga og Rannsóknaseturs um sveitarstjórnarmál þar sem fjallað var um áskoranir við innleiðingu heimastjórna í sameinuðum sveitarfélögum. Á fundinum var sjónum sérstaklega beint að heimastjórnum sem settar verða upp í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. „Núna er þetta auðvitað á tilraunastigi en það verður mjög spennandi að fylgjast með því hvernig þetta gengur. Þetta snýst ekki bara um valddreifingu. Þetta er líka kall nútímans, að í lýðræðislegum samfélögum eigi allir borgararnir að hafa möguleika á að taka þátt í starfi sveitarfélaganna og hafa áhrif,“ segir Eva Marín. Fyrir Alþingi liggur nú tillaga þess efnis að frá og með sveitarstjórnarkosningum 2022 verði lágmarksíbúafjöldi 250 og frá og með 2026 eitt þúsund. „Ef það kemur hérna til stórfelldra sameininga þannig að úr verði til dæmis mjög landstór sveitarfélög þá er þetta klárlega eitthvað sem önnur sveitarfélög munu horfa til. Jafnvel eins og kom fram á fundinum getur þetta verið eitthvað sem sveitarfélög sem nú þegar hafa gengið í gegnum sameiningu gætu velt fyrir sér.“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Ræða áskoranir við innleiðingu heimastjórna í sameinuðum sveitarfélögum Sameining samþykkt! En hvað svo? er yfirskrift málfundar sem Félag stjórnmálafræðinga og Rannsóknarsetur um sveitarstjórnarmál stendur fyrir nú í hádeginu. 26. nóvember 2019 11:30 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
„Við höfum svo sem ekki prófað nákvæmlega þessa útfærslu. En það er mjög mikilvægt að það ríki traust gagnvart einingunni. Ef íbúar hafa ekki trú á því að heimastjórnir virki eins og þær eiga að gera, þá fellur þetta um sjálft sig,“ segir Eva Marín Hlynsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Eva Marín hélt í gær erindi á hádegisfundi Félags stjórnmálafræðinga og Rannsóknaseturs um sveitarstjórnarmál þar sem fjallað var um áskoranir við innleiðingu heimastjórna í sameinuðum sveitarfélögum. Á fundinum var sjónum sérstaklega beint að heimastjórnum sem settar verða upp í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. „Núna er þetta auðvitað á tilraunastigi en það verður mjög spennandi að fylgjast með því hvernig þetta gengur. Þetta snýst ekki bara um valddreifingu. Þetta er líka kall nútímans, að í lýðræðislegum samfélögum eigi allir borgararnir að hafa möguleika á að taka þátt í starfi sveitarfélaganna og hafa áhrif,“ segir Eva Marín. Fyrir Alþingi liggur nú tillaga þess efnis að frá og með sveitarstjórnarkosningum 2022 verði lágmarksíbúafjöldi 250 og frá og með 2026 eitt þúsund. „Ef það kemur hérna til stórfelldra sameininga þannig að úr verði til dæmis mjög landstór sveitarfélög þá er þetta klárlega eitthvað sem önnur sveitarfélög munu horfa til. Jafnvel eins og kom fram á fundinum getur þetta verið eitthvað sem sveitarfélög sem nú þegar hafa gengið í gegnum sameiningu gætu velt fyrir sér.“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Ræða áskoranir við innleiðingu heimastjórna í sameinuðum sveitarfélögum Sameining samþykkt! En hvað svo? er yfirskrift málfundar sem Félag stjórnmálafræðinga og Rannsóknarsetur um sveitarstjórnarmál stendur fyrir nú í hádeginu. 26. nóvember 2019 11:30 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Ræða áskoranir við innleiðingu heimastjórna í sameinuðum sveitarfélögum Sameining samþykkt! En hvað svo? er yfirskrift málfundar sem Félag stjórnmálafræðinga og Rannsóknarsetur um sveitarstjórnarmál stendur fyrir nú í hádeginu. 26. nóvember 2019 11:30