Jólin hefjast formlega í Hafnarfirði á föstudag Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 12:00 Strandgatan í Hafnarfirði frá Lækjargötu að Linnetstíg breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið. Mynd/Lalli Kalli Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað með hátíðlegri dagskrá föstudaginn 29. nóvember. Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Thorsplani kl.18:30 en tréð er gjöf frá Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi. Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Karlakórinn Þrestir flytja nokkur jólalög og Björgvin Halldórsson og Auður syngja. Strandgatan í Hafnarfirði frá Lækjargötu að Linnetstíg breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið. Jólaþorpið nýtur mikilla vinsælda og leggja margir leið sína í Hafnarfjörðinn til þess að skoða þorpið, versla og njóta skemmtiatriðanna. Jólastemningin er í hámarki á svæðinu og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.Iðar af lífi og fjöri „Fyrstu opnunarhelgina stelast jólasveinarnir úr Dimmuborgum í heimsókn og bregða á leik með gestum jólaþorpsins en aðrar opnunarhelgar sjá hinir rauðklæddu jólasveinar og Grýla um að kynna dagskrána og bjóða uppá myndatökur í sérútbúnum myndakassa. Jólaþorpið verður opið alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni frá kl. 13-18 og iðar af lífi og fjöri í kringum jólin þar sem gestir Hafnarfjarðar fá að njóta skemmtidagskrár á Thorsplani, kíkja í litlu jólahúsin og verslanir, veitingastaði og söfn bæjarins í nágrenninu,“ segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. „Litlu fagurlega skreytt jólahúsin í Jólaþorpinu í Hafnarfirði eru orðin landsþekktur söluvettvangur fyrir ýmiss konar gjafavöru, handverk og hönnun sem tilvalið er að setja í jólapakkann ásamt gómsætum veitingum til að borða á staðnum og ljúfmeti til að taka með heim á veisluborðið.“ Föstudagurinn 29. nóvember frá kl. 17:00 - 20:0018:00 Lúðrasveit Hafnarfjarðar18:15 Karlakórinn Þrestir18:30 Formaður vinabæjarfélagsins í Cuxhaven og þýski sendiherrann á Íslandi tendra jólaljósin á Cuxhaven-jólatrénu ásamt bæjarstjóra Hafnarfjarðar18:40 Björgvin Halldórsson19:00 Auður Jólasveinarnir úr Dimmuborgum koma í heimsókn og bregða á leik með börnunum og Bettína verður á ferli á Strandgötunni með hestvagninn sinn og geta áhugasamir fengið jólarúnt um bæinn fyrir sanngjarnt verð. Kynnir er Skjóða. Hægt er að kynna sér dagskrána á síðu Jólaþorpsins og á vefnum hafnarfjordur.is en alla opnunarhelgina verður af nægu að taka fyrir alla fjölskylduna. Á laugardag mun Guðrún Árný leika nokkur jólalög og Tónafljóð verða með ævintýralega jólaskemmtun. Á sunnudag koma þær Skoppa og Skrítla og skemmta og Heiðar úr Pollapönki og Þröstur stýra jólaballi. Frekari upplýsingar er að finna á Facebook síðu Jólaþorpsins. Hafnarfjörður Jól Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Fleiri fréttir Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Sjá meira
Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað með hátíðlegri dagskrá föstudaginn 29. nóvember. Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Thorsplani kl.18:30 en tréð er gjöf frá Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi. Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Karlakórinn Þrestir flytja nokkur jólalög og Björgvin Halldórsson og Auður syngja. Strandgatan í Hafnarfirði frá Lækjargötu að Linnetstíg breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið. Jólaþorpið nýtur mikilla vinsælda og leggja margir leið sína í Hafnarfjörðinn til þess að skoða þorpið, versla og njóta skemmtiatriðanna. Jólastemningin er í hámarki á svæðinu og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.Iðar af lífi og fjöri „Fyrstu opnunarhelgina stelast jólasveinarnir úr Dimmuborgum í heimsókn og bregða á leik með gestum jólaþorpsins en aðrar opnunarhelgar sjá hinir rauðklæddu jólasveinar og Grýla um að kynna dagskrána og bjóða uppá myndatökur í sérútbúnum myndakassa. Jólaþorpið verður opið alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni frá kl. 13-18 og iðar af lífi og fjöri í kringum jólin þar sem gestir Hafnarfjarðar fá að njóta skemmtidagskrár á Thorsplani, kíkja í litlu jólahúsin og verslanir, veitingastaði og söfn bæjarins í nágrenninu,“ segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. „Litlu fagurlega skreytt jólahúsin í Jólaþorpinu í Hafnarfirði eru orðin landsþekktur söluvettvangur fyrir ýmiss konar gjafavöru, handverk og hönnun sem tilvalið er að setja í jólapakkann ásamt gómsætum veitingum til að borða á staðnum og ljúfmeti til að taka með heim á veisluborðið.“ Föstudagurinn 29. nóvember frá kl. 17:00 - 20:0018:00 Lúðrasveit Hafnarfjarðar18:15 Karlakórinn Þrestir18:30 Formaður vinabæjarfélagsins í Cuxhaven og þýski sendiherrann á Íslandi tendra jólaljósin á Cuxhaven-jólatrénu ásamt bæjarstjóra Hafnarfjarðar18:40 Björgvin Halldórsson19:00 Auður Jólasveinarnir úr Dimmuborgum koma í heimsókn og bregða á leik með börnunum og Bettína verður á ferli á Strandgötunni með hestvagninn sinn og geta áhugasamir fengið jólarúnt um bæinn fyrir sanngjarnt verð. Kynnir er Skjóða. Hægt er að kynna sér dagskrána á síðu Jólaþorpsins og á vefnum hafnarfjordur.is en alla opnunarhelgina verður af nægu að taka fyrir alla fjölskylduna. Á laugardag mun Guðrún Árný leika nokkur jólalög og Tónafljóð verða með ævintýralega jólaskemmtun. Á sunnudag koma þær Skoppa og Skrítla og skemmta og Heiðar úr Pollapönki og Þröstur stýra jólaballi. Frekari upplýsingar er að finna á Facebook síðu Jólaþorpsins.
Hafnarfjörður Jól Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Fleiri fréttir Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Sjá meira