Lýsir nektarsenunum í Game of Thrones sem hryllilegum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. nóvember 2019 10:15 Emilia Clarke fór með eitt aðalhlutverkið í þáttunum vinsælu Game of Thrones. vísir/getty Breska leikkonan Emilia Clarke sem fór með eitt af aðalhlutverkunum í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Game of Thrones segir að henni hafi liðið illa þegar verið var að taka sumar af nektarsenunum í þáttunum. Clarke fór með hlutverk drottningarinnar Daenerys Targaryen í þáttunum sem urðu alræmdir fyrir grófar kynlífssenur og ofbeldi. Clarke var 23 ára gömul þegar hún hóf að leika í þáttunum. Hún kveðst hafa verið grátandi áður en hún þurfti að leika í tilteknum nektarsenum sem hún lýsir sem hryllilegum. Fjallað er um málið á vef Guardian og vísað í viðtal við leikkonuna í hlaðvarpinu Armchair Expert með Dax Shepard. „Ég tók starfinu og svo sendu þeir mér handritin að þáttunum. Ég las þau og þá hugsaði ég með mér „Já, þarna liggur hundurinn grafinn,““ segir Clarke og vísar í nektarsenurnar.„Þarna er ég á setti algjörlega nakin með öllu þessu fólki“ „Ég var nýútskrifuð úr leiklistarskóla og ég nálgaðist þetta eins og starf: ef þetta er í handritinu þá er þetta augljóslega nauðsynlegt. Þetta er eins og það er, ég ætla að láta þetta „meika sens,“ það er það sem ég ætla að gera og allt verður í lagi.“ Clarke lýsir því svo hvernig henni hafi liðið. Hún hafi til dæmis aldrei verið á svo stóru kvikmyndasetti áður. „Ég hafði verið á setti tvisvar áður og þarna er ég á setti algjörlega nakin með öllu þessu fólki. Ég veit ekki hvað ég á að gera og ég veit ekki til hvers er ætlast af mér og ég veit ekki hvað þú vilt og ég veit ekki hvað ég vil,“ segir Clarke og bætir við að þegar fyrsta serían var tekin upp hafi hún upplifað það sem svo að hún væri ekki þess verðug að krefjast einhvers eða að þurfa einhvers.Jason Momoa og Emilia Clarke.vísir/gettyÞakkar Jason Momoa fyrir að passa upp á hana Clarke er í dag 33 ára gömul. Hún þakkar mótleikara sínum Jason Momoa fyrir að hafa passað upp á hana en í viðtalinu er hún spurð út í atriði í seríu eitt þar sem karakter Momoa, Khal Drogo, nauðgar Daenerys á brúðkaupsnótt þeirra. „Hann grét meira en ég. Það er aðeins núna sem ég átta mig á því hversu heppin ég var því þetta hefði getað farið allt, allt öðruvísi. Jason hafði reynslu, hann var reynslumikill leikari sem hafði gert alls konar áður, og sagði við mig „Elskan, svona á þetta að vera, svona á þetta ekki að vera og ég tryggi að það verði svoleiðis.“ Svo sagði hann „Getur hún fengið slopp? Hún er skjálfandi!“ Hann var svo ljúfur og hugulsamur og hugsaði um mig eins og manneskju,“ segir Clarke. Í dag segist hún mun ákveðnari varðandi það hvað henni þyki þægilegt og hversu mikla nekt þarf fyrir atriði. „Ég hef rifist um þetta og sagt „Nei, þetta lak verður uppi“ og þeir segja á móti „Þú vilt ekki valda Game of Thrones-aðdáendum þínum vonbrigðum.“ Þá segi ég þeim að fara til fjandans.“ Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira
Breska leikkonan Emilia Clarke sem fór með eitt af aðalhlutverkunum í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Game of Thrones segir að henni hafi liðið illa þegar verið var að taka sumar af nektarsenunum í þáttunum. Clarke fór með hlutverk drottningarinnar Daenerys Targaryen í þáttunum sem urðu alræmdir fyrir grófar kynlífssenur og ofbeldi. Clarke var 23 ára gömul þegar hún hóf að leika í þáttunum. Hún kveðst hafa verið grátandi áður en hún þurfti að leika í tilteknum nektarsenum sem hún lýsir sem hryllilegum. Fjallað er um málið á vef Guardian og vísað í viðtal við leikkonuna í hlaðvarpinu Armchair Expert með Dax Shepard. „Ég tók starfinu og svo sendu þeir mér handritin að þáttunum. Ég las þau og þá hugsaði ég með mér „Já, þarna liggur hundurinn grafinn,““ segir Clarke og vísar í nektarsenurnar.„Þarna er ég á setti algjörlega nakin með öllu þessu fólki“ „Ég var nýútskrifuð úr leiklistarskóla og ég nálgaðist þetta eins og starf: ef þetta er í handritinu þá er þetta augljóslega nauðsynlegt. Þetta er eins og það er, ég ætla að láta þetta „meika sens,“ það er það sem ég ætla að gera og allt verður í lagi.“ Clarke lýsir því svo hvernig henni hafi liðið. Hún hafi til dæmis aldrei verið á svo stóru kvikmyndasetti áður. „Ég hafði verið á setti tvisvar áður og þarna er ég á setti algjörlega nakin með öllu þessu fólki. Ég veit ekki hvað ég á að gera og ég veit ekki til hvers er ætlast af mér og ég veit ekki hvað þú vilt og ég veit ekki hvað ég vil,“ segir Clarke og bætir við að þegar fyrsta serían var tekin upp hafi hún upplifað það sem svo að hún væri ekki þess verðug að krefjast einhvers eða að þurfa einhvers.Jason Momoa og Emilia Clarke.vísir/gettyÞakkar Jason Momoa fyrir að passa upp á hana Clarke er í dag 33 ára gömul. Hún þakkar mótleikara sínum Jason Momoa fyrir að hafa passað upp á hana en í viðtalinu er hún spurð út í atriði í seríu eitt þar sem karakter Momoa, Khal Drogo, nauðgar Daenerys á brúðkaupsnótt þeirra. „Hann grét meira en ég. Það er aðeins núna sem ég átta mig á því hversu heppin ég var því þetta hefði getað farið allt, allt öðruvísi. Jason hafði reynslu, hann var reynslumikill leikari sem hafði gert alls konar áður, og sagði við mig „Elskan, svona á þetta að vera, svona á þetta ekki að vera og ég tryggi að það verði svoleiðis.“ Svo sagði hann „Getur hún fengið slopp? Hún er skjálfandi!“ Hann var svo ljúfur og hugulsamur og hugsaði um mig eins og manneskju,“ segir Clarke. Í dag segist hún mun ákveðnari varðandi það hvað henni þyki þægilegt og hversu mikla nekt þarf fyrir atriði. „Ég hef rifist um þetta og sagt „Nei, þetta lak verður uppi“ og þeir segja á móti „Þú vilt ekki valda Game of Thrones-aðdáendum þínum vonbrigðum.“ Þá segi ég þeim að fara til fjandans.“
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira