Strangar kröfur gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. desember 2019 12:04 Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. vísir/vilhelm Ríkar kröfur eru gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum sæki þeir um endurgreiðslu vegna hluta kostnaðar við rekstur. Þetta kemur fram í nýju fjölmiðlafrumvarpi mennta-og menningarmálaráðherra. Ef þeir reynast ófullnægjandi er beiðni um endurgreiðslu hafnað. Fjölmiðlafrumvarp mennta-og menningarmálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla var lagt fram á Alþingi í gær. Lagt er til að komið verði á fót nýju stuðningskerfi fyrir einkarekna fjölmiðla hér á landi vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni. Lagt er til að einkareknum fjölmiðlum verði veittur tímabundinn stuðningur í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við að afla og miðla slíku efni. Í frumvarpinu kemur fram að hlutfall endurgreiðslu skuli að hámarki verða 18 prósent af kostnaði sem fellur til við að afla frétta en ekki hærri en fimmtíu milljónir króna. Þetta er þó nokkuð lægra en kom fram í frumvarpi sem lagt var fram í vor þar sem gert var ráð fyrir endurgreiðslu upp á 25 prósent. Þá hafði verið greint frá því að endurgreiðslan yrði 20 prósent í þessu frumvarpi. Í fjárlögum fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir 400 milljón króna útgjaldasvigrúmi til stuðnings einkarekinna fjölmiðla. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu nægir það til endurgreiðslu upp á 18 prósent. Fjölmiðlar sem sækja um endurgreiðsluna þurfa að veita fjölmiðlanefnd fullnægjandi gögn og upplýsingar um eignarhald. Nefndin leggur mat á hvaða upplýsingar teljast fullnægjandi. Í frumvarpinu kemur fram að það eigi að vera strangt mat á þessu atriði enda sé æskilegt að gerðar séu ríkar kröfur til gagnsæis á eignarhaldi þeirra fjölmiðla sem sæki um endurgreiðslur úr ríkissjóði. Þá kemur fram að telji nefndin upplýsingarnar ófullnægjandi að loknum fresti hafni hún beiðni um endurgreiðslu. Alþingi Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Tengdar fréttir Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpið Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður lagt fram á Alþingi en stefnt er að því að það verði nú á haustþingi. Vinnu við frumvarpið í ráðuneytinu er ekki lokið. 30. október 2019 15:55 Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Ríkar kröfur eru gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum sæki þeir um endurgreiðslu vegna hluta kostnaðar við rekstur. Þetta kemur fram í nýju fjölmiðlafrumvarpi mennta-og menningarmálaráðherra. Ef þeir reynast ófullnægjandi er beiðni um endurgreiðslu hafnað. Fjölmiðlafrumvarp mennta-og menningarmálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla var lagt fram á Alþingi í gær. Lagt er til að komið verði á fót nýju stuðningskerfi fyrir einkarekna fjölmiðla hér á landi vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni. Lagt er til að einkareknum fjölmiðlum verði veittur tímabundinn stuðningur í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við að afla og miðla slíku efni. Í frumvarpinu kemur fram að hlutfall endurgreiðslu skuli að hámarki verða 18 prósent af kostnaði sem fellur til við að afla frétta en ekki hærri en fimmtíu milljónir króna. Þetta er þó nokkuð lægra en kom fram í frumvarpi sem lagt var fram í vor þar sem gert var ráð fyrir endurgreiðslu upp á 25 prósent. Þá hafði verið greint frá því að endurgreiðslan yrði 20 prósent í þessu frumvarpi. Í fjárlögum fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir 400 milljón króna útgjaldasvigrúmi til stuðnings einkarekinna fjölmiðla. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu nægir það til endurgreiðslu upp á 18 prósent. Fjölmiðlar sem sækja um endurgreiðsluna þurfa að veita fjölmiðlanefnd fullnægjandi gögn og upplýsingar um eignarhald. Nefndin leggur mat á hvaða upplýsingar teljast fullnægjandi. Í frumvarpinu kemur fram að það eigi að vera strangt mat á þessu atriði enda sé æskilegt að gerðar séu ríkar kröfur til gagnsæis á eignarhaldi þeirra fjölmiðla sem sæki um endurgreiðslur úr ríkissjóði. Þá kemur fram að telji nefndin upplýsingarnar ófullnægjandi að loknum fresti hafni hún beiðni um endurgreiðslu.
Alþingi Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Tengdar fréttir Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpið Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður lagt fram á Alþingi en stefnt er að því að það verði nú á haustþingi. Vinnu við frumvarpið í ráðuneytinu er ekki lokið. 30. október 2019 15:55 Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpið Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður lagt fram á Alþingi en stefnt er að því að það verði nú á haustþingi. Vinnu við frumvarpið í ráðuneytinu er ekki lokið. 30. október 2019 15:55
Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06