Hver bjó til ellilífeyrisþega? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 6. desember 2019 09:00 Eftirlaun eiga sér rætur til seinni hluta nítjándu aldar í Prússlandi þegar fólk sem náði 70 ára aldri gat fengið borgaralaun frá samfélaginu enda oft útslitið. Þessi aldursmörk hafa haldist þrátt fyrir breytingar á vinnuálagi og aðstæðum. Af einhverjum orsökum telja stjórnvöld að þessi viðmið eigi alltaf að gilda og opinberir starfsmenn megi ekki vinna lengur en til sjötugs. Gildir engu hvort þeir vilja hætta eða ekki. Stundum ber á því að þeir séu eftir starfslok taldir vera til vandræða. Öldrunarfordómar eru til í samfélaginu og þeir snerta stóran hóp, ekki eingöngu eldra fólk heldur líka aðstandendur þeirra og þá sem vinna með eldra fólki. Fyrsta skrefið í átt að því að eyða öldrunarfordómum er að stjórnkerfið skoði sjálft sig enda leggur það línurnar og setur fyrirmyndirnar. Þessir fordómarnir gagnvart öldruðum koma fram með margvíslegum hætti. Þeir vísa til staðlaðrar ímyndar og fordóma um eldra fólk, alveg eins og kynþáttafordómar og kynjamisrétti verða vegna húðlitar eða kynferðis. Dæmi um fordóma gegn öldruðum er þegar því er haldið fram að aldraðir séu staðnaðir, sérvitrir og heilsulausir o.s.frv. Flokkur fólksins hefur lagt til að velferðarsvið Reykjavíkur taki út hvernig öldrunarfordómar birtast í borgarkerfinu, í samþykktum og regluverki borgarinnar sem fjalla um eldri borgara. Markmiðið er að draga úr fordómum og fyrsta skrefið hlýtur að vera að skoða með hvaða hætti stjórnkerfi borgarinnar fjallar um eldri borgara, hvað setur fólk í stöðu sem grundvallast einungis á aldri þeirra (hindranir, takmörk, samþykktir, laga- og regluverk). Samskonar könnun þyrfti að gera á laga- og regluverki sem Alþingi hefur sett. Vert væri að Reykjavíkurborg kannaði hvort eldri borgarar séu almennt að upplifa mismunun vegna aldurs og þá með hvaða hætti. Það að eldri borgarar megi ekki vinna eins lengi og þeir vilja eru fordómar þar sem gert er ráð fyrir að við sjötugsaldur verði borgarar skyndilega slakir þátttakendur á vinnumarkaði - eingöngu vegna aldurs.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Eftirlaun eiga sér rætur til seinni hluta nítjándu aldar í Prússlandi þegar fólk sem náði 70 ára aldri gat fengið borgaralaun frá samfélaginu enda oft útslitið. Þessi aldursmörk hafa haldist þrátt fyrir breytingar á vinnuálagi og aðstæðum. Af einhverjum orsökum telja stjórnvöld að þessi viðmið eigi alltaf að gilda og opinberir starfsmenn megi ekki vinna lengur en til sjötugs. Gildir engu hvort þeir vilja hætta eða ekki. Stundum ber á því að þeir séu eftir starfslok taldir vera til vandræða. Öldrunarfordómar eru til í samfélaginu og þeir snerta stóran hóp, ekki eingöngu eldra fólk heldur líka aðstandendur þeirra og þá sem vinna með eldra fólki. Fyrsta skrefið í átt að því að eyða öldrunarfordómum er að stjórnkerfið skoði sjálft sig enda leggur það línurnar og setur fyrirmyndirnar. Þessir fordómarnir gagnvart öldruðum koma fram með margvíslegum hætti. Þeir vísa til staðlaðrar ímyndar og fordóma um eldra fólk, alveg eins og kynþáttafordómar og kynjamisrétti verða vegna húðlitar eða kynferðis. Dæmi um fordóma gegn öldruðum er þegar því er haldið fram að aldraðir séu staðnaðir, sérvitrir og heilsulausir o.s.frv. Flokkur fólksins hefur lagt til að velferðarsvið Reykjavíkur taki út hvernig öldrunarfordómar birtast í borgarkerfinu, í samþykktum og regluverki borgarinnar sem fjalla um eldri borgara. Markmiðið er að draga úr fordómum og fyrsta skrefið hlýtur að vera að skoða með hvaða hætti stjórnkerfi borgarinnar fjallar um eldri borgara, hvað setur fólk í stöðu sem grundvallast einungis á aldri þeirra (hindranir, takmörk, samþykktir, laga- og regluverk). Samskonar könnun þyrfti að gera á laga- og regluverki sem Alþingi hefur sett. Vert væri að Reykjavíkurborg kannaði hvort eldri borgarar séu almennt að upplifa mismunun vegna aldurs og þá með hvaða hætti. Það að eldri borgarar megi ekki vinna eins lengi og þeir vilja eru fordómar þar sem gert er ráð fyrir að við sjötugsaldur verði borgarar skyndilega slakir þátttakendur á vinnumarkaði - eingöngu vegna aldurs.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun