Undraáhrif svarta kattarins í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 12:00 Svarti kötturinn sem birtist í miðjum NFL-leik. Getty/Emilee Chinn Svartur köttur hefur aldrei þótt boða gott og þróun mála í NFL-deildinni í ameríska fótboltanum hefur heldur betur ýtt undir þá goðsögn. Svartur köttur birtist óvænt á miðjum vellinum í Mánudagsleik NFL-deildarinnar fyrir nokkrum vikum en þar áttust við Dallas Cowboys og New York Giants á MetLife leikvanginum. Leikurinn var eini leikur kvöldsins og var á svokölluðum „Prime Time“. Innkoma svarta kattarins vakti því mikla athygli. New York Giants liðið var þá yfir í leiknum en allt gekk á afturfótunum eftir innkomu svarta kattarins og Dallas vann leikinn örugglega 37-18. Darren Rovell benti á það á Twitter að undraáhrif svarta kattarins næðu ekki aðeins til leikmanna New York Giants. Það er nefnilega magnaða að skoða gengi „kattarliðanna“ svokölluð í NFL-deildinni frá þessum atburði í byrjun nóvembermánaðar.Since the Black Cat appeared on Monday Night Football, Cat nicknamed teams are 1-14: Lions (0-4), Panthers (0-4), Jaguars (0-3) and Bengals (1-3) pic.twitter.com/Kvnf9yS6Jo — Darren Rovell (@darrenrovell) December 1, 2019New York Giants liðið tapaði ekki aðeins þessum leik á móti Dallas heldur hefur liðið tapað öllum leikjum sínum síðan. En Risarnir eru ekki þeir einu sem hafa mátt glíma við örlög svarta kattarins. Þau lið sem hafa gælunöfn úr kattarættinni hafa nefnilega verið í miklum vandræðum síðan að kötturinn birtist óvænt á MetLife leikvanginum. Fjögur lið tengja sig við kattardýr en það eru Ljónin frá Detroit, Pardusdýrin frá Carolina, Jagúararnir frá Jacksonville og Bengal-tígrisdýrin frá Cincinnati. Þessi fjögur lið hafa frá þessu örlagaríka kvöldi í New Jersey tapað fjórtán af fimmtán leikjum sínum. Cincinnati Bengals vann reyndar leik sinn í gær og varð um leið síðasta liðið til að vinna leik á þessu tímabili. Bengals menn höfðu tapað fyrstu ellefu leikjum sínum. Sigurinn í gær kom á móti New York Jets liðinu sem spilar einmitt heimaleiki sína á fyrrnefndum á MetLife leikvangi.No matter what else happens in this game, the black cat wins the night... pic.twitter.com/WYYf3WmYCe — Mike Leslie (@MikeLeslieWFAA) November 5, 2019 NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Jón Axel frábær í sigri toppliðsins Sjá meira
Svartur köttur hefur aldrei þótt boða gott og þróun mála í NFL-deildinni í ameríska fótboltanum hefur heldur betur ýtt undir þá goðsögn. Svartur köttur birtist óvænt á miðjum vellinum í Mánudagsleik NFL-deildarinnar fyrir nokkrum vikum en þar áttust við Dallas Cowboys og New York Giants á MetLife leikvanginum. Leikurinn var eini leikur kvöldsins og var á svokölluðum „Prime Time“. Innkoma svarta kattarins vakti því mikla athygli. New York Giants liðið var þá yfir í leiknum en allt gekk á afturfótunum eftir innkomu svarta kattarins og Dallas vann leikinn örugglega 37-18. Darren Rovell benti á það á Twitter að undraáhrif svarta kattarins næðu ekki aðeins til leikmanna New York Giants. Það er nefnilega magnaða að skoða gengi „kattarliðanna“ svokölluð í NFL-deildinni frá þessum atburði í byrjun nóvembermánaðar.Since the Black Cat appeared on Monday Night Football, Cat nicknamed teams are 1-14: Lions (0-4), Panthers (0-4), Jaguars (0-3) and Bengals (1-3) pic.twitter.com/Kvnf9yS6Jo — Darren Rovell (@darrenrovell) December 1, 2019New York Giants liðið tapaði ekki aðeins þessum leik á móti Dallas heldur hefur liðið tapað öllum leikjum sínum síðan. En Risarnir eru ekki þeir einu sem hafa mátt glíma við örlög svarta kattarins. Þau lið sem hafa gælunöfn úr kattarættinni hafa nefnilega verið í miklum vandræðum síðan að kötturinn birtist óvænt á MetLife leikvanginum. Fjögur lið tengja sig við kattardýr en það eru Ljónin frá Detroit, Pardusdýrin frá Carolina, Jagúararnir frá Jacksonville og Bengal-tígrisdýrin frá Cincinnati. Þessi fjögur lið hafa frá þessu örlagaríka kvöldi í New Jersey tapað fjórtán af fimmtán leikjum sínum. Cincinnati Bengals vann reyndar leik sinn í gær og varð um leið síðasta liðið til að vinna leik á þessu tímabili. Bengals menn höfðu tapað fyrstu ellefu leikjum sínum. Sigurinn í gær kom á móti New York Jets liðinu sem spilar einmitt heimaleiki sína á fyrrnefndum á MetLife leikvangi.No matter what else happens in this game, the black cat wins the night... pic.twitter.com/WYYf3WmYCe — Mike Leslie (@MikeLeslieWFAA) November 5, 2019
NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Jón Axel frábær í sigri toppliðsins Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti