EasyPark kaupir Leggja Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2019 15:37 Mynd/Já EasyPark hefur keypt bílastæðaþjónustuna Leggja en skrifað var undir kaupsamning í hádeginu í dag. EasyPark er það með orðin nýjasta bílastæðaþjónusta landsins og færir út kvíarnar á heimsvísu. Þegar er fyrirtækið með umfangsmikla starfsemi í Evrópu en hægt er að nota þjónustu EasyPark í rúmlega 1.300 borgum í 18 löndum. Notendur Leggja munu fá boð um að skipta yfir í EasyPark appið á næstu mánuðum. Leggja appið mun þó virka samhliða hinu um einhvern tíma. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Já hf., sem keypti Leggja árið 2017. Leggja var stofnað af hugbúnaðarfyrirtækinu Stokki árið 2008. „Við erum mjög stolt af Leggja og þökkum landsmönnum afar jákvæðar viðtökur,“ segir Vilborg Helga Harðardóttir, forstjóri Já í áðurnefndri yfirlýsingu. „Með kaupum EasyPark á Leggja verður viðskiptavinum boðið upp á að nýta sömu þjónustu víðar sem auðveldar landsmönnum að leggja í útlöndum og sömuleiðis ferðamönnum að leggja hérlendis. EasyPark er leiðandi á þessu sviðið með lausn og þjónustu í stöðugri þróun sem Íslendingar munu njóta góðs af. Þetta er því mjög spennandi breyting fyrir viðskiptavini Leggja.“ Johan Birgersson, forstjóri EasyPark segir starfsmenn fyrirtækisins ánægða með kaupin og unnið hafi verið að þessu í töluverðan tíma. „Kaupin á Leggja undirstrika öran vöxt EasyPark. Við erum staðráðin í að veita ökumönnum, rekstraraðilum bílastæða og sveitarfélögum á Íslandi sömu framúrskarandi þjónustu og EasyPark er löngu orðið þekkt fyrir um alla Evrópu.“ Bílastæði Samgöngur Stafræn þróun Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
EasyPark hefur keypt bílastæðaþjónustuna Leggja en skrifað var undir kaupsamning í hádeginu í dag. EasyPark er það með orðin nýjasta bílastæðaþjónusta landsins og færir út kvíarnar á heimsvísu. Þegar er fyrirtækið með umfangsmikla starfsemi í Evrópu en hægt er að nota þjónustu EasyPark í rúmlega 1.300 borgum í 18 löndum. Notendur Leggja munu fá boð um að skipta yfir í EasyPark appið á næstu mánuðum. Leggja appið mun þó virka samhliða hinu um einhvern tíma. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Já hf., sem keypti Leggja árið 2017. Leggja var stofnað af hugbúnaðarfyrirtækinu Stokki árið 2008. „Við erum mjög stolt af Leggja og þökkum landsmönnum afar jákvæðar viðtökur,“ segir Vilborg Helga Harðardóttir, forstjóri Já í áðurnefndri yfirlýsingu. „Með kaupum EasyPark á Leggja verður viðskiptavinum boðið upp á að nýta sömu þjónustu víðar sem auðveldar landsmönnum að leggja í útlöndum og sömuleiðis ferðamönnum að leggja hérlendis. EasyPark er leiðandi á þessu sviðið með lausn og þjónustu í stöðugri þróun sem Íslendingar munu njóta góðs af. Þetta er því mjög spennandi breyting fyrir viðskiptavini Leggja.“ Johan Birgersson, forstjóri EasyPark segir starfsmenn fyrirtækisins ánægða með kaupin og unnið hafi verið að þessu í töluverðan tíma. „Kaupin á Leggja undirstrika öran vöxt EasyPark. Við erum staðráðin í að veita ökumönnum, rekstraraðilum bílastæða og sveitarfélögum á Íslandi sömu framúrskarandi þjónustu og EasyPark er löngu orðið þekkt fyrir um alla Evrópu.“
Bílastæði Samgöngur Stafræn þróun Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira