Áhyggjur á áhyggjur ofan hjá læknaráði Landspítalans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2019 10:23 Stjórn læknaráðs er skipuð læknum frá öllum sviðum spítalans auk fulltrúa deildarlækna. Læknaráð Stjórn læknaráðs á Landspítalanum lýsir yfir áhyggjum af starfsskilyrðum og vinnuálagi á læknum spítalans. „Eins og kunnugt er hefur álag á mörgum deildum spítalans verið mikið og vaxandi undanfarin ár. Margumrædd skýrsla McKinsey frá árinu 2016 benti á mikilvægi þess að taka mönnun klínískra starfstétta til endurskoðunar. Fram kom í skýrslunni að læknar Landspítala sinntu fleiri heimsóknum og innlögnum á hvert stöðugildi en erlend samanburðarsjúkrahús og að hlutfall lækna af heildarmannafla Landspítala væri lágt,“ segir í ályktun ráðsins. Setja þurfi upp viðmið fyrir hámarksfjölda sjúklinga á hvern lækni sem gæðavísi fyrir þjónustu. Fari hlutfallið yfir ákveðin mörk skuli grípa til viðeigandi ráðstafana. „Læknaráð hefur undanfarin ár ályktað um ýmis efni sem hafa valdið auknu álagi og/eða stuðlað að minni starfsánægju meðal lækna. Þar má nefna víðtækar sparnaðaraðgerðir, skipuritsbreytingar, vinnu við jafnlaunavottun, langa biðlista eftir rannsóknum og skurðaðgerðum, frestanir á skurðaðgerðum, ástand á bráðamóttöku, ófullnægjandi húsnæði, faglega ábyrgð yfirlækna, lyfjaskort, mannauðsmál, innleiðingu nýrra og ófullgerðra skráningarkerfa, starfsskilyrði og aðstöðu til iðkunar vísinda,“ segir í ályktuninni. Aukin umræða hafi verið um óhóflegt álag og í kjölfar þess kulnun í starfi sem hafi því miður gætt í vaxandi mæli meðal lækna. „Læknaráð ítrekar því fyrri ályktanir um að mæta þurfi vaxandi eftirspurn eftir þjónustu spítalans með því að ráða fleiri lækna og bæta aðbúnað þeirra. Ábyrgð á starfsemi Landspítalans, þjónustu við sjúklinga og öryggi þeirra liggur hjá heilbrigðisyfirvöldum sem ber að tryggja að fjármögnun starfseminnar sé í samræmi við verkefni hennar og hlutverk.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Stjórn læknaráðs á Landspítalanum lýsir yfir áhyggjum af starfsskilyrðum og vinnuálagi á læknum spítalans. „Eins og kunnugt er hefur álag á mörgum deildum spítalans verið mikið og vaxandi undanfarin ár. Margumrædd skýrsla McKinsey frá árinu 2016 benti á mikilvægi þess að taka mönnun klínískra starfstétta til endurskoðunar. Fram kom í skýrslunni að læknar Landspítala sinntu fleiri heimsóknum og innlögnum á hvert stöðugildi en erlend samanburðarsjúkrahús og að hlutfall lækna af heildarmannafla Landspítala væri lágt,“ segir í ályktun ráðsins. Setja þurfi upp viðmið fyrir hámarksfjölda sjúklinga á hvern lækni sem gæðavísi fyrir þjónustu. Fari hlutfallið yfir ákveðin mörk skuli grípa til viðeigandi ráðstafana. „Læknaráð hefur undanfarin ár ályktað um ýmis efni sem hafa valdið auknu álagi og/eða stuðlað að minni starfsánægju meðal lækna. Þar má nefna víðtækar sparnaðaraðgerðir, skipuritsbreytingar, vinnu við jafnlaunavottun, langa biðlista eftir rannsóknum og skurðaðgerðum, frestanir á skurðaðgerðum, ástand á bráðamóttöku, ófullnægjandi húsnæði, faglega ábyrgð yfirlækna, lyfjaskort, mannauðsmál, innleiðingu nýrra og ófullgerðra skráningarkerfa, starfsskilyrði og aðstöðu til iðkunar vísinda,“ segir í ályktuninni. Aukin umræða hafi verið um óhóflegt álag og í kjölfar þess kulnun í starfi sem hafi því miður gætt í vaxandi mæli meðal lækna. „Læknaráð ítrekar því fyrri ályktanir um að mæta þurfi vaxandi eftirspurn eftir þjónustu spítalans með því að ráða fleiri lækna og bæta aðbúnað þeirra. Ábyrgð á starfsemi Landspítalans, þjónustu við sjúklinga og öryggi þeirra liggur hjá heilbrigðisyfirvöldum sem ber að tryggja að fjármögnun starfseminnar sé í samræmi við verkefni hennar og hlutverk.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira