Maður féll í Núpá í Sölvadal Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 11. desember 2019 22:20 Frá Reykjavíkurflugvelli í kvöld þar sem kafarar sérsveitarinnar gera sig klára til að fara norður með þyrlu gæslunnar. vísir/vilhelm Laust fyrir klukkan 22 í kvöld barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning um að maður hefði fallið í Núpá sem er í Sölvadal inn af Eyjafirði. Tveir menn voru að vinna við stíflu sem er í ánni þegar krapagusa hreif annan manninn með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér laust eftir klukkan hálfeitt í nótt. Um leið og tilkynningin kom var allt tiltækt lið björgunarsveita sent á vettvang ásamt lögreglumönnum og lækni. Erfiðlega gekk hins vegar að komast á vettvang vegna ófærðar og þurfti að fá snjóruðningstæki til þess að fara á undan björgunarliðinu. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og með henni koma fjórir kafarar, tveir frá sérsveit ríkislögreglustjóra og tveir frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Áætlað er að hún muni lenda á vettvangi fyrir klukkan eitt. Erfiðlega gekk að ná aftur sambandi við þann sem tilkynnti um slysið vegna aðstæðna. Björgunarsveitarmenn á vélsleðum voru fyrstir á staðinn og hófu þeir upplýsingaöflun og leit. Maðurinn er ófundinn en björgunarsveitarmenn leita með ánni. Þá er verið að ræða við aðstandendur mannsins sem er týndur. Ekki fást frekari upplýsingar frá lögreglu að svo stöddu en stefnt er að því að veita frekari upplýsingar klukkan þrjú í nótt.Fréttin var uppfærð klukkan 00:52. Eyjafjarðarsveit Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Veður Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Laust fyrir klukkan 22 í kvöld barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning um að maður hefði fallið í Núpá sem er í Sölvadal inn af Eyjafirði. Tveir menn voru að vinna við stíflu sem er í ánni þegar krapagusa hreif annan manninn með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér laust eftir klukkan hálfeitt í nótt. Um leið og tilkynningin kom var allt tiltækt lið björgunarsveita sent á vettvang ásamt lögreglumönnum og lækni. Erfiðlega gekk hins vegar að komast á vettvang vegna ófærðar og þurfti að fá snjóruðningstæki til þess að fara á undan björgunarliðinu. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og með henni koma fjórir kafarar, tveir frá sérsveit ríkislögreglustjóra og tveir frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Áætlað er að hún muni lenda á vettvangi fyrir klukkan eitt. Erfiðlega gekk að ná aftur sambandi við þann sem tilkynnti um slysið vegna aðstæðna. Björgunarsveitarmenn á vélsleðum voru fyrstir á staðinn og hófu þeir upplýsingaöflun og leit. Maðurinn er ófundinn en björgunarsveitarmenn leita með ánni. Þá er verið að ræða við aðstandendur mannsins sem er týndur. Ekki fást frekari upplýsingar frá lögreglu að svo stöddu en stefnt er að því að veita frekari upplýsingar klukkan þrjú í nótt.Fréttin var uppfærð klukkan 00:52.
Eyjafjarðarsveit Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Veður Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira