Áramótaheit óvissunnar Ragnheiður Björk Halldórsdóttir skrifar 11. desember 2019 09:00 Óvissa er sú tilfinning sem fór um mig er ég las um stöðu loftslagsmála heimsins nú á dögunum. Ég var orðin því trúföst, að við sem heimsbyggð værum vel á veg komin með að berjast gegn þeirri fráleiddu þróun loftslagsbreytinga, sem við höfum orðið vitni af á síðustu áratugum. Fleiri einstaklingar virðast vera orðnir meðvitaðri um neysluhyggju sína og áhrif hennar á koltvísýringsútblástur, fyrirtæki eru sökum þrýstings frá neytendum farin að leggja vaxandi áherslu á sjálfbærni og stjórnvöld um allan heim hafa lagst á eitt um að reyna að redda málunum í tæka tíð. Engu að síður blasti þessi óhugnanlega staðreynd við mér í þessum lestri: tökum við ekki til drastískari aðgerða í loftslagsmálum en nokkru sinni fyrr, munum við stofna heilsu og framtíð næstu kynslóða í verulega hættu. Þessi sannfæring mín var þó ekki byggð á loftinu einu. Eins og er virðast mörg þeirra landa, sem eru hluthafar í 2020 markmiðunum, fremur líkleg til árangurs á komandi ári. Flest hafa þau náð langt upp í þá 20% nýtingu endurunnina orkuauðlinda sem stefnt var á, styrkt verulega nýtni orkukerfa sinna og nálgast óðum þá 20% útblástursminnkun sem stefnt var að í markmiðunum. Þegar líða tók á lestur skýrslunnar, fór svartsýnin þó að taka yfir hugsanir mínar. Þótt það þyki verulega jákvætt að flest öll heimsins ríki hafi á síðari árum komist að niðurstöðu og í sameiningu skrifað undir samkomulag á borð við Parísarsamninginn, er um að ræða viðmið og aðgerðir, sem munu ekki koma nálægt því að bjarga þeirri óafturkræfu þróun, sem nálgast nú á ljóshraða. Met útblástur var losað í andrúmsloftið árið 2018. Á sama tíma munu 2030 markmiðin ekki geta forðað okkur frá rúmlega 3° hlýnun jarðar fyrir lok aldarinnar. Að sama skapi mun einungis 1,5° hækkun stefna lífríki og kóralrifjum sjávar í verulega hættu og valda útdauða yfir milljón dýrategunda. Það er því hræðileg tilhugsun að ekki sé meiri áhersla lögð á breytingar á núverandi hagkerfi en raun ber vitni. Raunin er vissulega sú, að líf mitt hefur upp á síðkastið snúist að mestu leiti um að vinna að verkefnum sem miða að umbyltingu núverandi hagkerfis, verndun lífríkis jarðar og því að umsnúa þeim skaða, sem við höfum þegar valdið. Eflaust hefur þessi staðreynd haft áhrif á hugsun mína. Ég var sannfærð um að nú væru allir komnir á svipaðan stað og ég og væru sammála því að mikilvægar breytingar þyrftu að eiga sér stað til þess að hættulegar afleiðingar hryndu ekki áfram. Það hefur jú verið mér mikilvægt að breiða út boðskapinn og iðulega mætir maður opnum hug og svipuðum hugmyndum. Eftir að hafa verið kippt all rækilega niður á jörðina við lestur fyrrnefndrar skýrslu, var mér ekki einungis brugðið, heldur var um að ræða áminningu þess að halda úti mikilvægum díalóg og vekja athygli á þessu efni eftir mestu megni. Handan við hornið er nú hið mikla ár markmiðanna, árið 2020. Vitandi hve mikið hefur verið reynt til þess að setja markmið fyrir þetta ár, er þeim mun mikilvægara að við setjum okkur öll djörf markmið fyrir komandi ár og látum til okkar taka. Nýtum þau tækifæri sem við höfum til að ræða við fólk af hinum ýmsu skoðunum um raunverulega stöðu loftlagsmála. Ræðum ekki einungis þau skref sem einstaklingar, fyrirtæki og valdastofnanir geta tekið til jákvæðra breytinga í framleiðsluháttum, neyslumynstri og minnkun kolefnisútblásturs. Munum þess í stað hverjar afleiðingar aðgerðarleysis munu vera og gerum eitthvað í málunum. Það er kominn tími til að við eyðum þessari óvissu fyrir fullt og gerum það í sameiningu með nýjum áramótaheitum árið 2020.Höfundur er meistaranemi í stjórnun ásamt iðnaðarverkfræði í Tækniháskólanum í München.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Rómur Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Óvissa er sú tilfinning sem fór um mig er ég las um stöðu loftslagsmála heimsins nú á dögunum. Ég var orðin því trúföst, að við sem heimsbyggð værum vel á veg komin með að berjast gegn þeirri fráleiddu þróun loftslagsbreytinga, sem við höfum orðið vitni af á síðustu áratugum. Fleiri einstaklingar virðast vera orðnir meðvitaðri um neysluhyggju sína og áhrif hennar á koltvísýringsútblástur, fyrirtæki eru sökum þrýstings frá neytendum farin að leggja vaxandi áherslu á sjálfbærni og stjórnvöld um allan heim hafa lagst á eitt um að reyna að redda málunum í tæka tíð. Engu að síður blasti þessi óhugnanlega staðreynd við mér í þessum lestri: tökum við ekki til drastískari aðgerða í loftslagsmálum en nokkru sinni fyrr, munum við stofna heilsu og framtíð næstu kynslóða í verulega hættu. Þessi sannfæring mín var þó ekki byggð á loftinu einu. Eins og er virðast mörg þeirra landa, sem eru hluthafar í 2020 markmiðunum, fremur líkleg til árangurs á komandi ári. Flest hafa þau náð langt upp í þá 20% nýtingu endurunnina orkuauðlinda sem stefnt var á, styrkt verulega nýtni orkukerfa sinna og nálgast óðum þá 20% útblástursminnkun sem stefnt var að í markmiðunum. Þegar líða tók á lestur skýrslunnar, fór svartsýnin þó að taka yfir hugsanir mínar. Þótt það þyki verulega jákvætt að flest öll heimsins ríki hafi á síðari árum komist að niðurstöðu og í sameiningu skrifað undir samkomulag á borð við Parísarsamninginn, er um að ræða viðmið og aðgerðir, sem munu ekki koma nálægt því að bjarga þeirri óafturkræfu þróun, sem nálgast nú á ljóshraða. Met útblástur var losað í andrúmsloftið árið 2018. Á sama tíma munu 2030 markmiðin ekki geta forðað okkur frá rúmlega 3° hlýnun jarðar fyrir lok aldarinnar. Að sama skapi mun einungis 1,5° hækkun stefna lífríki og kóralrifjum sjávar í verulega hættu og valda útdauða yfir milljón dýrategunda. Það er því hræðileg tilhugsun að ekki sé meiri áhersla lögð á breytingar á núverandi hagkerfi en raun ber vitni. Raunin er vissulega sú, að líf mitt hefur upp á síðkastið snúist að mestu leiti um að vinna að verkefnum sem miða að umbyltingu núverandi hagkerfis, verndun lífríkis jarðar og því að umsnúa þeim skaða, sem við höfum þegar valdið. Eflaust hefur þessi staðreynd haft áhrif á hugsun mína. Ég var sannfærð um að nú væru allir komnir á svipaðan stað og ég og væru sammála því að mikilvægar breytingar þyrftu að eiga sér stað til þess að hættulegar afleiðingar hryndu ekki áfram. Það hefur jú verið mér mikilvægt að breiða út boðskapinn og iðulega mætir maður opnum hug og svipuðum hugmyndum. Eftir að hafa verið kippt all rækilega niður á jörðina við lestur fyrrnefndrar skýrslu, var mér ekki einungis brugðið, heldur var um að ræða áminningu þess að halda úti mikilvægum díalóg og vekja athygli á þessu efni eftir mestu megni. Handan við hornið er nú hið mikla ár markmiðanna, árið 2020. Vitandi hve mikið hefur verið reynt til þess að setja markmið fyrir þetta ár, er þeim mun mikilvægara að við setjum okkur öll djörf markmið fyrir komandi ár og látum til okkar taka. Nýtum þau tækifæri sem við höfum til að ræða við fólk af hinum ýmsu skoðunum um raunverulega stöðu loftlagsmála. Ræðum ekki einungis þau skref sem einstaklingar, fyrirtæki og valdastofnanir geta tekið til jákvæðra breytinga í framleiðsluháttum, neyslumynstri og minnkun kolefnisútblásturs. Munum þess í stað hverjar afleiðingar aðgerðarleysis munu vera og gerum eitthvað í málunum. Það er kominn tími til að við eyðum þessari óvissu fyrir fullt og gerum það í sameiningu með nýjum áramótaheitum árið 2020.Höfundur er meistaranemi í stjórnun ásamt iðnaðarverkfræði í Tækniháskólanum í München.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun