Félag atvinnurekenda óttast skort og verðhækkanir við afnám skortkvóta Birgir Olgeirsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 28. desember 2019 14:12 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Félag atvinnurekenda óttast skort og verðhækkanir þegar svokallaður skortkvóti verður afnuminn um áramótin. Margar breytingar á lögum taka gildi þegar nýtt ár gengur í garð sem mun þó meðal annars hafa í för með sér aukið úrval á kjöti í hærri gæðaflokkum í verslunum. Breytingar á fyrirkomulagi við innflutning landbúnaðarvara og afnám leyfisveitingakerfis innan EES taka gildi um áramótin. „Þetta hefur fyrst og fremst þá þýðingu að það verður fáanlegt í kjötborðunum ferskt kjöt sem hefur aldrei verið fryst og þar af leiðandi af betri gæðum. Ég myndi halda að þetta verði fyrst og fremst nautakjöt í hærri gæðaflokkum, kannski villibráð. Við erum ekki að fara að sjá innflutning á fersku kjúklinga- eða svínakjöti en þetta verður meira úrval og meiri gæði fyrir neytandann,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda í samtali við fréttastofu í dag. Þá munu verða breytingar á fyrirkomulagi við úthlutun tollkvóta þar sem úthlutunin mun fara fram eftir svokölluðu jafnvægisútboði. Lagabreytingin mun þó ekki hafa áhrif fyrr en á seinni hluta næsta árs. Að öllum líkindum gæti hún leitt til einhverrar lækkunar á útboðsgjaldinu sem innflutningsfyrirtæki þurfa að greiða fyrir tollkvóta. „Við hjá Félagi atvinnurekenda höfum verið þeirrar skoðunar að það eigi að hætta þessum uppboðum og úthluta þessum kvótum án endurgjalds, það eru til aðferðir til þess. Það væri alvöru kjarabót fyrir neytendur en við eigum eftir að sjá hvernig þetta kemur út. Vonandi þýðir það einhverja lækkun á innfluttum búvörum en reynslan á eftir að leiða þaðí ljós.“ Um áramótin verður afnuminn möguleiki á að gefa út skortkvóta ef vörur vantar á markað. Í staðinn eru teknir upp tímabundnir tollkvóta fyrir ýmsar vörur ýmist allt árið eða nokkra mánuði áárinu. „Við teljum hins vegar mjög slæmt að hafa engan möguleika á að lækka tolla ef það er raunverulegur skortur á vöru. Það mun þýða skort og verðhækkanir af og til. Það gefur líka í sumum tilvikum innlendum framleiðendum til dæmis á lambakjöti þar sem er engin tollfrjáls kvóti til að flytja inn möguleika á að spila með markaðinn og stjórna dálítið framboði og verði, sem við erum mjög gagnrýnin á,“ sagði Ólafur Stephensen. Samkeppnismál Tengdar fréttir Tollar á blómkál lækkaðir næstu þrjá mánuði vegna skorts Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um lækkun tolla á blómkál næstu þrjá mánuði. 2. september 2019 13:03 Félag atvinnurekenda gagnrýnir tollkvótafrumvarp ráðherra Félag atvinnurekenda (FA) gagnrýnir drög landbúnaðarráðherra að nýju frumvarpi um breytingu á úthlutun tollkvóta. 13. ágúst 2019 06:00 Ekki að sjá í búðum að það sé skortur á íslensku lambakjöti Reynt að flýta slátrun svo ekki verði skortur á íslensku lambakjöti 2. ágúst 2019 15:09 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Félag atvinnurekenda óttast skort og verðhækkanir þegar svokallaður skortkvóti verður afnuminn um áramótin. Margar breytingar á lögum taka gildi þegar nýtt ár gengur í garð sem mun þó meðal annars hafa í för með sér aukið úrval á kjöti í hærri gæðaflokkum í verslunum. Breytingar á fyrirkomulagi við innflutning landbúnaðarvara og afnám leyfisveitingakerfis innan EES taka gildi um áramótin. „Þetta hefur fyrst og fremst þá þýðingu að það verður fáanlegt í kjötborðunum ferskt kjöt sem hefur aldrei verið fryst og þar af leiðandi af betri gæðum. Ég myndi halda að þetta verði fyrst og fremst nautakjöt í hærri gæðaflokkum, kannski villibráð. Við erum ekki að fara að sjá innflutning á fersku kjúklinga- eða svínakjöti en þetta verður meira úrval og meiri gæði fyrir neytandann,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda í samtali við fréttastofu í dag. Þá munu verða breytingar á fyrirkomulagi við úthlutun tollkvóta þar sem úthlutunin mun fara fram eftir svokölluðu jafnvægisútboði. Lagabreytingin mun þó ekki hafa áhrif fyrr en á seinni hluta næsta árs. Að öllum líkindum gæti hún leitt til einhverrar lækkunar á útboðsgjaldinu sem innflutningsfyrirtæki þurfa að greiða fyrir tollkvóta. „Við hjá Félagi atvinnurekenda höfum verið þeirrar skoðunar að það eigi að hætta þessum uppboðum og úthluta þessum kvótum án endurgjalds, það eru til aðferðir til þess. Það væri alvöru kjarabót fyrir neytendur en við eigum eftir að sjá hvernig þetta kemur út. Vonandi þýðir það einhverja lækkun á innfluttum búvörum en reynslan á eftir að leiða þaðí ljós.“ Um áramótin verður afnuminn möguleiki á að gefa út skortkvóta ef vörur vantar á markað. Í staðinn eru teknir upp tímabundnir tollkvóta fyrir ýmsar vörur ýmist allt árið eða nokkra mánuði áárinu. „Við teljum hins vegar mjög slæmt að hafa engan möguleika á að lækka tolla ef það er raunverulegur skortur á vöru. Það mun þýða skort og verðhækkanir af og til. Það gefur líka í sumum tilvikum innlendum framleiðendum til dæmis á lambakjöti þar sem er engin tollfrjáls kvóti til að flytja inn möguleika á að spila með markaðinn og stjórna dálítið framboði og verði, sem við erum mjög gagnrýnin á,“ sagði Ólafur Stephensen.
Samkeppnismál Tengdar fréttir Tollar á blómkál lækkaðir næstu þrjá mánuði vegna skorts Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um lækkun tolla á blómkál næstu þrjá mánuði. 2. september 2019 13:03 Félag atvinnurekenda gagnrýnir tollkvótafrumvarp ráðherra Félag atvinnurekenda (FA) gagnrýnir drög landbúnaðarráðherra að nýju frumvarpi um breytingu á úthlutun tollkvóta. 13. ágúst 2019 06:00 Ekki að sjá í búðum að það sé skortur á íslensku lambakjöti Reynt að flýta slátrun svo ekki verði skortur á íslensku lambakjöti 2. ágúst 2019 15:09 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Tollar á blómkál lækkaðir næstu þrjá mánuði vegna skorts Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um lækkun tolla á blómkál næstu þrjá mánuði. 2. september 2019 13:03
Félag atvinnurekenda gagnrýnir tollkvótafrumvarp ráðherra Félag atvinnurekenda (FA) gagnrýnir drög landbúnaðarráðherra að nýju frumvarpi um breytingu á úthlutun tollkvóta. 13. ágúst 2019 06:00
Ekki að sjá í búðum að það sé skortur á íslensku lambakjöti Reynt að flýta slátrun svo ekki verði skortur á íslensku lambakjöti 2. ágúst 2019 15:09