Skráningar úr Þjóðkirkjunni ekki haft áhrif á kirkjusókn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. desember 2019 18:30 Messusókn á aðfangadag var afar góð í ár og víða var fullt út úr dyrum. Þótt þeim hafi fækkað sem skráðir eru í Þjóðkirkjuna hefur þeim ekki farið fækkandi sem sækja jólamessu. Sóknarprestur segir skráningar úr kirkjunni þó koma niður á þjónustunni. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðkirkjunni var messusókn á aðfangadag afar góð í ár. Bústaðakirkja er þar engin undantekning en þar hefur jafnframt verið gestkvæmt á aðventunni. „Það eru búnir að koma hérna utan við jólin rétt tæplega sjö þúsund manns, svo hefur náttúrlega fjölgað vel núna þessa tvo jóladaga sem liðnir eru,“ segir Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðakirkju. Þeim hefur fjölgað á undanförnum árum sem skrá sig úr Þjóðkirkjunni. Hátt í 232.600 manns eru skráðir nú og hefur þeim fækkað um um það bil sextán hundruð milli ára samkvæmt tölum Hagstofunnar.Sjá einnig: Biskup þakkaði björgunarsveitunum „Það er einkennilegt með það að fólk vill hafa sóknina sína sterka, vill taka þátt í kirkjunni, en áttar sig kannski ekki á því að með því að skrá sig úr kirkjunni þá erum við að missa gjaldendur sem að gerir ekkert annað en að við þurfum að draga úr starfinu og það er miður,“ segir Pálmi. Hann hvetji fólk til að hafa þetta í huga. „Það er kannski að segja sig úr einhverju apparati sem það kallar Þjóðkirkju en það vill tilheyra sókninni. Og segir gjarnan, „ég á mitt sæti hérna, börnin mín verða hérna“ og allt það en það áttar sig ekki á samhenginu. Vegna þess að það eru sóknargjöldin sem standa undir öllum rekstri og viðhaldi á kirkjunni.“En hver er afstaða hans til aðskilnaðar ríkis og kirkju?„Það er um tvær leiðir að velja. Annað hvort að fara í fýlu og segja að allt sé ómögulegt eða að líta á þetta sem tækifæri sem ég vil gera og ég er sannfærður um það að þetta verði kirkjunni til heilla og kirkjan verði miklu sterkari eftir en áður,“ svarar Pálmi. Jól Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Sjá meira
Messusókn á aðfangadag var afar góð í ár og víða var fullt út úr dyrum. Þótt þeim hafi fækkað sem skráðir eru í Þjóðkirkjuna hefur þeim ekki farið fækkandi sem sækja jólamessu. Sóknarprestur segir skráningar úr kirkjunni þó koma niður á þjónustunni. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðkirkjunni var messusókn á aðfangadag afar góð í ár. Bústaðakirkja er þar engin undantekning en þar hefur jafnframt verið gestkvæmt á aðventunni. „Það eru búnir að koma hérna utan við jólin rétt tæplega sjö þúsund manns, svo hefur náttúrlega fjölgað vel núna þessa tvo jóladaga sem liðnir eru,“ segir Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðakirkju. Þeim hefur fjölgað á undanförnum árum sem skrá sig úr Þjóðkirkjunni. Hátt í 232.600 manns eru skráðir nú og hefur þeim fækkað um um það bil sextán hundruð milli ára samkvæmt tölum Hagstofunnar.Sjá einnig: Biskup þakkaði björgunarsveitunum „Það er einkennilegt með það að fólk vill hafa sóknina sína sterka, vill taka þátt í kirkjunni, en áttar sig kannski ekki á því að með því að skrá sig úr kirkjunni þá erum við að missa gjaldendur sem að gerir ekkert annað en að við þurfum að draga úr starfinu og það er miður,“ segir Pálmi. Hann hvetji fólk til að hafa þetta í huga. „Það er kannski að segja sig úr einhverju apparati sem það kallar Þjóðkirkju en það vill tilheyra sókninni. Og segir gjarnan, „ég á mitt sæti hérna, börnin mín verða hérna“ og allt það en það áttar sig ekki á samhenginu. Vegna þess að það eru sóknargjöldin sem standa undir öllum rekstri og viðhaldi á kirkjunni.“En hver er afstaða hans til aðskilnaðar ríkis og kirkju?„Það er um tvær leiðir að velja. Annað hvort að fara í fýlu og segja að allt sé ómögulegt eða að líta á þetta sem tækifæri sem ég vil gera og ég er sannfærður um það að þetta verði kirkjunni til heilla og kirkjan verði miklu sterkari eftir en áður,“ svarar Pálmi.
Jól Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Sjá meira