Guðmundur vill í milliriðil en segir riðilinn ákaflega sterkan Anton Ingi Leifsson skrifar 22. desember 2019 11:00 Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, gefur lærisveinum sínum skipanir af hliðarlínunni í leik liðsins á heimsmeistaramótinu sem fram fór í janúar síðstliðnum. Nordicphotos/Getty Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, er í viðtali við heimasíðu Evrópumótsins í handbolta sem hefst í næsta mánuði. Guðmundur fer þar yfir komandi mót hjá íslenska liðinu en hann segir að það sé of snemmt að tala um að íslenska liðið geti unnið til verðlauna. „Við erum að endurbyggja liðið og okkar langtímamarkmið er að vera meðal átta bestu liða í heiminum eftir tvö til þrjú ár. Liðið er of ungt til þess að setja stefnuna á medalíu núna,“ sagði Guðmundur. Ísland hefur endað í 13. sæti á síðustu tveimur Evrópumótum en Guðmundur er ánægður með leikmannahópinn. @aronpalm was on fire during last #MOTW in #veluxehfcl ! Can he lead @HSI_Iceland to a successful Men's #ehfeuro2020 ? https://t.co/CWq7dVr9x4— EHF EURO (@EHFEURO) December 16, 2019 „Blandan í liðinu er góð. Við höfum gefið yngri og spennandi leikmönnum meia traust. Yngsti er 18 ára og margir þeirra eru ekki tvítugir. Svo erum við með reynslumeiri menn eins og Guðjón Val og Aron sem deila reynslunni með þeim sem yngri eru.“ Íslenska liðið er í riðli með heimsmeisturum Dana, Rússlandi og Ungverjalandi. Guðmundur segir að markmiðið sé milliriðill en bætir við að það verði erfitt verkefni. „Við þurfum að spila okkar besta leik á öllum sviðum handboltans; í vörn, sókn og markvarslan þarf að vera eins og best verður á kosið. Þetta eru þrír mjög erfiðir andstæðingar. Við viljum komast í milliriðilinn en riðillinn er ákaflega sterkur,“ sagði Guðmundur að lokum. EM 2020 í handbolta Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, er í viðtali við heimasíðu Evrópumótsins í handbolta sem hefst í næsta mánuði. Guðmundur fer þar yfir komandi mót hjá íslenska liðinu en hann segir að það sé of snemmt að tala um að íslenska liðið geti unnið til verðlauna. „Við erum að endurbyggja liðið og okkar langtímamarkmið er að vera meðal átta bestu liða í heiminum eftir tvö til þrjú ár. Liðið er of ungt til þess að setja stefnuna á medalíu núna,“ sagði Guðmundur. Ísland hefur endað í 13. sæti á síðustu tveimur Evrópumótum en Guðmundur er ánægður með leikmannahópinn. @aronpalm was on fire during last #MOTW in #veluxehfcl ! Can he lead @HSI_Iceland to a successful Men's #ehfeuro2020 ? https://t.co/CWq7dVr9x4— EHF EURO (@EHFEURO) December 16, 2019 „Blandan í liðinu er góð. Við höfum gefið yngri og spennandi leikmönnum meia traust. Yngsti er 18 ára og margir þeirra eru ekki tvítugir. Svo erum við með reynslumeiri menn eins og Guðjón Val og Aron sem deila reynslunni með þeim sem yngri eru.“ Íslenska liðið er í riðli með heimsmeisturum Dana, Rússlandi og Ungverjalandi. Guðmundur segir að markmiðið sé milliriðill en bætir við að það verði erfitt verkefni. „Við þurfum að spila okkar besta leik á öllum sviðum handboltans; í vörn, sókn og markvarslan þarf að vera eins og best verður á kosið. Þetta eru þrír mjög erfiðir andstæðingar. Við viljum komast í milliriðilinn en riðillinn er ákaflega sterkur,“ sagði Guðmundur að lokum.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira