„Er algjör furðufugl en það er allt í góðu lagi“ Stefán Árni Pálsson og Frosti Logason skrifa 3. mars 2020 10:45 Engill gengur í hús um höfuðborgarsvæðið og selur ljóðabækur sem hann samndi sjálfur. skjáskot/stöð 2 Engill Bjartur Einisson er eitt yngsta starfandi ljóðskáld landsins. Árið 2018 sendi hann frá sér sína fyrstu ljóðabók, Vígslu, sem hefur að geyma fjörutíu frumsamin ljóð og núna í vetur kom út önnur bók hans sem hann kallar Ljóðgæti. Engill Bjartur vekur alls staðar athygli fyrir gott málfar og tungutak en það má með sanni segja að hér sé um að ræða fyrirmyndarfulltrúa sinnar kynslóðar. Í dag er hann 21 árs að verða 22 ára. „Þetta byrjaði allt þegar ég var að verða sautján ára og var í MR. Ég fann að það var einhvern kraftur innra með mér sem þurfti að komast út. Það var þessi sköpunargáfa og ég fann þessa sterku hvöt til að tjá mig og koma frá mér hugsunum á ljóðrænan hátt. Ég fór í skólann í strætó og orti á leiðinni nokkrar stökur og svo fór þetta að vinda upp á sig og varð alltaf meira og meira og ég fór að yrkja lengri ljóð,“ segir Engill í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Engill Bjartur vill meina að skáldaáhugi hans sé meðfæddur og að hann hafi verið listrænn frá blautu barnsbeini. „Þó ég hafi ekki ort sem barn var alltaf þessi skáldlega hugsun til staðar. Þetta minnir mig á annan punkt sem er ennþá mikilvægari og það er grunntungumál ljóðlistarinnar. Málið er að ljóðlist er tungumál út af fyrir sig. Þess vegna get ég líka ort á ensku og meira segja aðeins á þýsku, því það eru þau tungumál sem ég tala.“ Ástin flókið fyrirbæri Og Engill yrkir mikið um ástina. „Ástin á mjög stóran sess í hjarta mínu en ég er reyndar einhleypur ennþá en það er allt í góðu. Það er mjög tímafrekt að vera rithöfundur og ég þarf mikið einrúm. Ég kalla mig félagslyndan einfara og ég ver miklum tíma einn hérna í herberginu mínu. Síðan fer ég líka út og blanda geði við fólk. Ég sæki til dæmis hugleiðslu og á vini af menntaskólaárunum sem ég er í góðu sambandi við. Vissulega langar mig í kærustu en ástin er eitt af þessum flóknu fyrirbærum sem maður verður svolítið að taka einbeitinguna af til þess að leyfa henni að blómstra. Maður getur ekki náð árangri á sviði ástarinnar með því að ganga of mikið á eftir henni.“ Engill Bjartur segist hafa áttað sig á því að sem skáld þarf hann líka að hlúa að viðskiptahlið listarinnar. Hann hafi alla tíð viljað vera óháður öðrum og búa við fjárhagslegt öryggi og því hafi hann fljótlega farið að líta á skáldskap sinn sem nokkurskonar rekstur. Með öðrum orðum þá lítur Engill á sig sem athafnarmann á akri ljóðsins. „Ég geri allt sjálfur sem við kemur bókunum. Ég yrki ljóðin, ég set þau upp í tölvu, ég hanna kápurnar og ég læt prenta bækurnar. Síðan fer ég sjálfir, geng í hús á höfuðborgarsvæðinu og ég er næstum því búinn að selja öllum hér í Mosfellsbænum og það þýðir það að ég þarf að færa út kvíarnar á nýja staði til að selja á.“ Engill hefur gefið út þessar tvær ljóðabækur. Engli er yfirleitt vel tekið þegar hann birtist óboðin á tröppunum hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins. „Langflestir halda að ég sé eitthvað annað en eitt yngsta starfandi ljóðskáld landsins. Flestir halda að ég sé trúboði eða lakkríssölumaður. Síðan opna ég söluræðuna með því að fara með eins stöku úr fyrstu ljóðabók minni og það fær fólk yfirleitt til að heillast og endar oft á því að fólk vill kaupa af mér bók sem ég árita á staðnum.“ En svona hefur honum tekist ágætlega að ná endum saman og á síðustu árum hefur hann meira að segja ferðast til Bandaríkjanna, Ísrael og Tenerife fyrir ágóðann af ljóðasölunni en þangað hefur hann farið gagngert til að sækja innblástur í komandi verk. Hann vinur nú að skáldsögunni Sannleikur eða lygi sem hann byrjaði á árið 2019. Engill segir að í fyrstu hafi vinir og fjölskylda tekið áformum hans um að verða ljóðskáld fálega. Hann hætti í Menntaskólanum í Reykjavík rétt áður en hann varð 18 ára gamall og það lagðist ekki vel í foreldra hans. Hann hinsvegar hélt ótrauður áfram að yrkja og þegar fyrsta bók hans kom út og viðtökurnar reyndust jákvæðar fóru viðhorf kunningja hans að breytast hratt. „Gamlir vinir sem höfðu aðeins misst trú á mér og hætt að tala við mig komu allir aftur betri og tryggari en aldrei fyrr. Foreldrar mínir fóru að styðja mig sem aldrei fyrr og allir aðrir eru með eindæmum jákvæðir gagnvart þessu sem ég er að gera. Ég er að sjálfsögðu gríðarlega þakklátur fyrir þennan mikla stuðning sem ég fæ.“ Engill er ekki eins og flestir jafnaldrar hans. „Ég er algjör furðufugl en það er allt í góðu lagi. Ég markaðsset mín furðu og skringilegheit og hef gaman af því að vera öðruvísi.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mosfellsbær Bókmenntir Ljóðlist Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Engill Bjartur Einisson er eitt yngsta starfandi ljóðskáld landsins. Árið 2018 sendi hann frá sér sína fyrstu ljóðabók, Vígslu, sem hefur að geyma fjörutíu frumsamin ljóð og núna í vetur kom út önnur bók hans sem hann kallar Ljóðgæti. Engill Bjartur vekur alls staðar athygli fyrir gott málfar og tungutak en það má með sanni segja að hér sé um að ræða fyrirmyndarfulltrúa sinnar kynslóðar. Í dag er hann 21 árs að verða 22 ára. „Þetta byrjaði allt þegar ég var að verða sautján ára og var í MR. Ég fann að það var einhvern kraftur innra með mér sem þurfti að komast út. Það var þessi sköpunargáfa og ég fann þessa sterku hvöt til að tjá mig og koma frá mér hugsunum á ljóðrænan hátt. Ég fór í skólann í strætó og orti á leiðinni nokkrar stökur og svo fór þetta að vinda upp á sig og varð alltaf meira og meira og ég fór að yrkja lengri ljóð,“ segir Engill í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Engill Bjartur vill meina að skáldaáhugi hans sé meðfæddur og að hann hafi verið listrænn frá blautu barnsbeini. „Þó ég hafi ekki ort sem barn var alltaf þessi skáldlega hugsun til staðar. Þetta minnir mig á annan punkt sem er ennþá mikilvægari og það er grunntungumál ljóðlistarinnar. Málið er að ljóðlist er tungumál út af fyrir sig. Þess vegna get ég líka ort á ensku og meira segja aðeins á þýsku, því það eru þau tungumál sem ég tala.“ Ástin flókið fyrirbæri Og Engill yrkir mikið um ástina. „Ástin á mjög stóran sess í hjarta mínu en ég er reyndar einhleypur ennþá en það er allt í góðu. Það er mjög tímafrekt að vera rithöfundur og ég þarf mikið einrúm. Ég kalla mig félagslyndan einfara og ég ver miklum tíma einn hérna í herberginu mínu. Síðan fer ég líka út og blanda geði við fólk. Ég sæki til dæmis hugleiðslu og á vini af menntaskólaárunum sem ég er í góðu sambandi við. Vissulega langar mig í kærustu en ástin er eitt af þessum flóknu fyrirbærum sem maður verður svolítið að taka einbeitinguna af til þess að leyfa henni að blómstra. Maður getur ekki náð árangri á sviði ástarinnar með því að ganga of mikið á eftir henni.“ Engill Bjartur segist hafa áttað sig á því að sem skáld þarf hann líka að hlúa að viðskiptahlið listarinnar. Hann hafi alla tíð viljað vera óháður öðrum og búa við fjárhagslegt öryggi og því hafi hann fljótlega farið að líta á skáldskap sinn sem nokkurskonar rekstur. Með öðrum orðum þá lítur Engill á sig sem athafnarmann á akri ljóðsins. „Ég geri allt sjálfur sem við kemur bókunum. Ég yrki ljóðin, ég set þau upp í tölvu, ég hanna kápurnar og ég læt prenta bækurnar. Síðan fer ég sjálfir, geng í hús á höfuðborgarsvæðinu og ég er næstum því búinn að selja öllum hér í Mosfellsbænum og það þýðir það að ég þarf að færa út kvíarnar á nýja staði til að selja á.“ Engill hefur gefið út þessar tvær ljóðabækur. Engli er yfirleitt vel tekið þegar hann birtist óboðin á tröppunum hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins. „Langflestir halda að ég sé eitthvað annað en eitt yngsta starfandi ljóðskáld landsins. Flestir halda að ég sé trúboði eða lakkríssölumaður. Síðan opna ég söluræðuna með því að fara með eins stöku úr fyrstu ljóðabók minni og það fær fólk yfirleitt til að heillast og endar oft á því að fólk vill kaupa af mér bók sem ég árita á staðnum.“ En svona hefur honum tekist ágætlega að ná endum saman og á síðustu árum hefur hann meira að segja ferðast til Bandaríkjanna, Ísrael og Tenerife fyrir ágóðann af ljóðasölunni en þangað hefur hann farið gagngert til að sækja innblástur í komandi verk. Hann vinur nú að skáldsögunni Sannleikur eða lygi sem hann byrjaði á árið 2019. Engill segir að í fyrstu hafi vinir og fjölskylda tekið áformum hans um að verða ljóðskáld fálega. Hann hætti í Menntaskólanum í Reykjavík rétt áður en hann varð 18 ára gamall og það lagðist ekki vel í foreldra hans. Hann hinsvegar hélt ótrauður áfram að yrkja og þegar fyrsta bók hans kom út og viðtökurnar reyndust jákvæðar fóru viðhorf kunningja hans að breytast hratt. „Gamlir vinir sem höfðu aðeins misst trú á mér og hætt að tala við mig komu allir aftur betri og tryggari en aldrei fyrr. Foreldrar mínir fóru að styðja mig sem aldrei fyrr og allir aðrir eru með eindæmum jákvæðir gagnvart þessu sem ég er að gera. Ég er að sjálfsögðu gríðarlega þakklátur fyrir þennan mikla stuðning sem ég fæ.“ Engill er ekki eins og flestir jafnaldrar hans. „Ég er algjör furðufugl en það er allt í góðu lagi. Ég markaðsset mín furðu og skringilegheit og hef gaman af því að vera öðruvísi.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mosfellsbær Bókmenntir Ljóðlist Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira