Ætlast til þess að fyrirtæki misnoti ekki „björgunarhringi“ stjórnvalda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. maí 2020 19:24 Katrín Jakobsdóttir er forsætisráðherra. Mynd/Vísir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að auðvitað sé ætlast til þess að fyrirtæki misnoti sér ekki leiðir á borð við hlutabótaleiðina. Hún bendir á að Vinnumálastofnun hafi heimild til að kanna rökstuðning fyrirtækja fyrir því af hverju þau nýttu sér leiðina. Hún segir einnig að það séu mikil vonbrigði ef fyrirtæki hafi brugðist trausti stjórnvalda hafi þau nýtt sér hlutabótaleiðina án þess að hafa þörf fyrir það. Í fréttum í dag og í gær hefur verið sagt frá því að stöndug fyrirtæki á borð við Skeljung, Haga og Össur hafi nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda til þess að greiða laun samhliða því sem þau hafi greitt út arð til hluthafa eða keypt eigin bréf. Hefur þetta verið harðlega gagnrýnt. Katrín var spurð út í málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún sagði að lög um hlutabótaleið hafi verið sett með mjög opnum hætti af ráðnum hug þar sem markmiðið hafi verið að leiðin gæti náð til launafólks sem á því þyrfti að halda hratt og örugglega. Horfa má á viðtalið við Katrínu hér að neðan. Sagði Katrín að lögin yrðu endurskoðuð og sett inn ný skilyrði þar sem tekið yrði fyrir argreiðslur og kaup á eigin bréfum. Benti hún einnig á að Vinnumálastofnun hafi samkvæmt lögunum nú þegar heimild til að kanna rökstuðning þeirra fyrirtækja sem nýtt hafa sér leiðina. „Hns vegar er það svo að í lögunum er líka heimild til handa Vinnumálastofnunar að kanna rökstuðning fyrirtækja fyrir því að nýta leiðina. Við vitum að það hefur svo sannarleg verið bráðaástand. Það hefur í raun og veru ekki verið tími til annars en að standa í stórræðum gagnvart þeim sem hafa á þurft að halda en þessa heimild er hægt að nýta núna til að kanna betur hjá fyrirtækjunum hver raunverulega þörf þeirra var,“ sagði Katrín. Var hún spurð út í hvort það hafi verið klúður þegar lögin voru sett að tryggja ekki að vel stæð fyrirtæki gætu ekki nýtt sér leiðina. „Við sögðum það þegar við gengum frá lögunum að þau væru vissulega opin og að við myndum treysta fyrirtækjunum í landinu og það eru auðvitað mikil vonbrigði ef það reynist ekki á sterkum grunni byggt. Stjórnvöld ætlist til þess að fyrirtæki misnoti ekki leiðina. „Sérstaklega þegar við erum, íslensk samfélag, búin að standa hér sameiginlega í risastóru verkefni þar sem að allir hafa lagt sitt af mörkum til að koma okkur í gengum þennan faraldur. Þá auðvitað ætlast til maður að það sé ekki verið að misnota svona leiðir, svona björgunarhringi sem við erum að setja út til fyrirtækjanna í landinu“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að auðvitað sé ætlast til þess að fyrirtæki misnoti sér ekki leiðir á borð við hlutabótaleiðina. Hún bendir á að Vinnumálastofnun hafi heimild til að kanna rökstuðning fyrirtækja fyrir því af hverju þau nýttu sér leiðina. Hún segir einnig að það séu mikil vonbrigði ef fyrirtæki hafi brugðist trausti stjórnvalda hafi þau nýtt sér hlutabótaleiðina án þess að hafa þörf fyrir það. Í fréttum í dag og í gær hefur verið sagt frá því að stöndug fyrirtæki á borð við Skeljung, Haga og Össur hafi nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda til þess að greiða laun samhliða því sem þau hafi greitt út arð til hluthafa eða keypt eigin bréf. Hefur þetta verið harðlega gagnrýnt. Katrín var spurð út í málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún sagði að lög um hlutabótaleið hafi verið sett með mjög opnum hætti af ráðnum hug þar sem markmiðið hafi verið að leiðin gæti náð til launafólks sem á því þyrfti að halda hratt og örugglega. Horfa má á viðtalið við Katrínu hér að neðan. Sagði Katrín að lögin yrðu endurskoðuð og sett inn ný skilyrði þar sem tekið yrði fyrir argreiðslur og kaup á eigin bréfum. Benti hún einnig á að Vinnumálastofnun hafi samkvæmt lögunum nú þegar heimild til að kanna rökstuðning þeirra fyrirtækja sem nýtt hafa sér leiðina. „Hns vegar er það svo að í lögunum er líka heimild til handa Vinnumálastofnunar að kanna rökstuðning fyrirtækja fyrir því að nýta leiðina. Við vitum að það hefur svo sannarleg verið bráðaástand. Það hefur í raun og veru ekki verið tími til annars en að standa í stórræðum gagnvart þeim sem hafa á þurft að halda en þessa heimild er hægt að nýta núna til að kanna betur hjá fyrirtækjunum hver raunverulega þörf þeirra var,“ sagði Katrín. Var hún spurð út í hvort það hafi verið klúður þegar lögin voru sett að tryggja ekki að vel stæð fyrirtæki gætu ekki nýtt sér leiðina. „Við sögðum það þegar við gengum frá lögunum að þau væru vissulega opin og að við myndum treysta fyrirtækjunum í landinu og það eru auðvitað mikil vonbrigði ef það reynist ekki á sterkum grunni byggt. Stjórnvöld ætlist til þess að fyrirtæki misnoti ekki leiðina. „Sérstaklega þegar við erum, íslensk samfélag, búin að standa hér sameiginlega í risastóru verkefni þar sem að allir hafa lagt sitt af mörkum til að koma okkur í gengum þennan faraldur. Þá auðvitað ætlast til maður að það sé ekki verið að misnota svona leiðir, svona björgunarhringi sem við erum að setja út til fyrirtækjanna í landinu“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira