„Við erum að fara út í eitthvað óvissuástand“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. maí 2020 22:03 Það eru margar tilfinningar sem fylgja því að eignast barn. Þetta er rætt í þættinum Raunin af hlaðvarpinu Kviknar. Mynd/Þorleifur Kamban „Allt í einu er allt breytt og ég held að við getum flestar verið sammála um það. Það er náttúrulega bara þannig að það eru hundrað nýjar spurningar sem að koma með okkur heim,“ segir Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur um fyrstu dagana eftir að barn kemur í heiminn. Hulda er sjálf móðir og ræddi um þessa fyrstu daga í hlaðvarpinu Kviknar. Þátturinn hefur yfirskriftina Raunin en þar er fjallað um sjálfsmynd mæðra, sambandið eftir að við eignumst barn og margt fleira. „Allir fá nýtt hlutverk á heimilinu,“ útskýrir Hulda. Eldri systkini velta fyrir sér hverju þetta breyti og pör velta kannski fyrir sér hver forgangsröðunin eigi að vera. „Til hvers er ætlast af okkur núna vs. í gær?“ Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingurMynd/Úr einkasafni Mikilvægt að takmarka heimsóknir Hulda bendir á að það þó að það sé hægt að lesa sér til, þá viti maður aldrei hvernig barn maður fær. „Við vitum ekkert hvaða karakterar þau eru og hvaða þarfir þau hafa.“ Hún segir mikilvægt að taka þetta skref fyrir skref og átta sig á því að maður getur ekki vitað alveg hvernig þetta verður. Það fer allt eftir barninu. „Við erum að fara út í eitthvað óvissuástand.“ Það má ekki líta þannig á að það eigi að halda gömlu rútínunni fyrstu dagana, það einfaldlega gangi ekki upp. Nýja fjölskyldan þarf rými. „Þess vegna hvet ég fólk til þess að til dæmis ákveða hvernig það vill hafa fyrstu dagana varðandi heimsóknir og annað. Við erum ekki að fara að hella upp á kaffi og henda í marengs. Við erum að kynnast þessum nýja einstaklingi og kynnast okkur upp á nýtt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Huldu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Frjósemi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Oft svolítið „brútal“ aðgerðir sem getur verið erfitt að horfa á Andrea Eyland þáttastjórnandi hlaðvarpsins Kviknar ræddi við Hönnu Lilju Oddgeirsdóttur sérnámslækni um tjaldið sem sett er upp í keisaraaðgerðum. 5. maí 2020 22:30 „Í erfiðustu aðstæðunum þá skrúbbum við okkur ekki einu sinni“ Heilbrigðissstarfsfólk hefur stundum aðeins nokkrar mínútur til þess að flytja konur inn á skurðstofu og framkvæma keisaraskurð til þess að bjarga móður og barni. 29. apríl 2020 10:00 „Við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega“ Auður Bjarnadóttir jógakennari segir að konur ættu að sleppa því að hugsa um það hvernig þær eru í fæðingum og sleppa frekar tökunum. 27. apríl 2020 21:00 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
„Allt í einu er allt breytt og ég held að við getum flestar verið sammála um það. Það er náttúrulega bara þannig að það eru hundrað nýjar spurningar sem að koma með okkur heim,“ segir Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur um fyrstu dagana eftir að barn kemur í heiminn. Hulda er sjálf móðir og ræddi um þessa fyrstu daga í hlaðvarpinu Kviknar. Þátturinn hefur yfirskriftina Raunin en þar er fjallað um sjálfsmynd mæðra, sambandið eftir að við eignumst barn og margt fleira. „Allir fá nýtt hlutverk á heimilinu,“ útskýrir Hulda. Eldri systkini velta fyrir sér hverju þetta breyti og pör velta kannski fyrir sér hver forgangsröðunin eigi að vera. „Til hvers er ætlast af okkur núna vs. í gær?“ Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingurMynd/Úr einkasafni Mikilvægt að takmarka heimsóknir Hulda bendir á að það þó að það sé hægt að lesa sér til, þá viti maður aldrei hvernig barn maður fær. „Við vitum ekkert hvaða karakterar þau eru og hvaða þarfir þau hafa.“ Hún segir mikilvægt að taka þetta skref fyrir skref og átta sig á því að maður getur ekki vitað alveg hvernig þetta verður. Það fer allt eftir barninu. „Við erum að fara út í eitthvað óvissuástand.“ Það má ekki líta þannig á að það eigi að halda gömlu rútínunni fyrstu dagana, það einfaldlega gangi ekki upp. Nýja fjölskyldan þarf rými. „Þess vegna hvet ég fólk til þess að til dæmis ákveða hvernig það vill hafa fyrstu dagana varðandi heimsóknir og annað. Við erum ekki að fara að hella upp á kaffi og henda í marengs. Við erum að kynnast þessum nýja einstaklingi og kynnast okkur upp á nýtt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Huldu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Frjósemi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Oft svolítið „brútal“ aðgerðir sem getur verið erfitt að horfa á Andrea Eyland þáttastjórnandi hlaðvarpsins Kviknar ræddi við Hönnu Lilju Oddgeirsdóttur sérnámslækni um tjaldið sem sett er upp í keisaraaðgerðum. 5. maí 2020 22:30 „Í erfiðustu aðstæðunum þá skrúbbum við okkur ekki einu sinni“ Heilbrigðissstarfsfólk hefur stundum aðeins nokkrar mínútur til þess að flytja konur inn á skurðstofu og framkvæma keisaraskurð til þess að bjarga móður og barni. 29. apríl 2020 10:00 „Við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega“ Auður Bjarnadóttir jógakennari segir að konur ættu að sleppa því að hugsa um það hvernig þær eru í fæðingum og sleppa frekar tökunum. 27. apríl 2020 21:00 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Oft svolítið „brútal“ aðgerðir sem getur verið erfitt að horfa á Andrea Eyland þáttastjórnandi hlaðvarpsins Kviknar ræddi við Hönnu Lilju Oddgeirsdóttur sérnámslækni um tjaldið sem sett er upp í keisaraaðgerðum. 5. maí 2020 22:30
„Í erfiðustu aðstæðunum þá skrúbbum við okkur ekki einu sinni“ Heilbrigðissstarfsfólk hefur stundum aðeins nokkrar mínútur til þess að flytja konur inn á skurðstofu og framkvæma keisaraskurð til þess að bjarga móður og barni. 29. apríl 2020 10:00
„Við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega“ Auður Bjarnadóttir jógakennari segir að konur ættu að sleppa því að hugsa um það hvernig þær eru í fæðingum og sleppa frekar tökunum. 27. apríl 2020 21:00