Perlur Íslands: Fáir staðir jafn fallegir og útivistarparadísin Þórsmörk Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. maí 2020 09:30 „Valahnjúkur í Þórsmörk er eitt af mestu gengnu fjöllunum á svæðinu. Mér finnst ekki skipta máli á hvaða árstíma maður er á ferðinni þarna, það er alltaf jafn stórkostlegt að koma þarna,“ segir Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari. Vísir/Vilhelm „Þrátt fyrir að ferðast mjög mikið um landið allt árið í flestum mínum frístundum og vegna vinnu minnar sem ljósmyndari, finnst mér auðvelt að velja minn uppáhalds stað. Þórsmörk,“ segir Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari á Vísi, betur þekktur sem Villi. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari hefur ferðast um allt land vegna vinnu og áhugamála. Hér er hann staddur í Skagafirði.Mynd/Úr einkasafni „Hvergi í heiminum finnst mér betra að vera og líður alltaf eins og heima þegar ég kem þangað. Það eru ekki eru margir staðir á landinu jafn fallegir eða hafa jafn fjölbreytt landslag, jökulár, jökla, fjöll og birkiskóg og oftar en ekki gott veður.“ Langidalur í Þórsmörk og KrossáraurarVísir/Vilhelm „Ég er kannski hlutdrægur enda starfaði ég sem skálavörður í mörg sumur í Langadal fyrir Ferðafélag Íslands í allt að fimm mánuði á ári. Ég og konan mín hún Kristín Thorstensen fórum í fyrstu útileguna okkar saman í Mörkina og trúlofuðum okkur í Skagfjörðsskála, en hún hefur einnig verið skálavörður þar ásamt því að strákurinn okkar fékk bakteríuna og starfaði þar og í öðrum skálum Ferðafélagsins í þrjú ár.“ Hekla Fönn dóttir Vilhelms og hundurinn Neró í gönguferð í Þórsmörk.Vísir/Vilhelm „Mörkin er algjör útivistarparadís mest allt árið með frábærum stuttum og löngum gönguleiðum og flottum fjöllum til að takast á við. Víða leynast fallegir staðir fullir af sögum, bæði gömlum og nýjum, enda mörg hundruð ár síðan menn fóru að fara þangað. Núna eru komnar aftur góðar göngubrýr á Krossá svo auðvelt er að komast frá Básum á Goðalandi yfir í Þórsmörk ef þú ert ekki á bíl sem þú treystir til að fara yfir Krossá. Einnig er hægt að nota eitthvað af ferðaþjónustufyrirtækjunum eða Ferðafélaginu sem bjóða upp á bæði styttri og lengri ferðir á svæðið.“ Göngumaður á ferð í ÞórsmörkVísir/Vilhelm Villi segir að fallegu perlurnar á Íslandi hlaupi á þúsundum, allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Mér finnst Skaftafell æði enda er ég mikill jöklakarl og líka lónin á Breiðamerkursandi, tómleikinn á Melrakkasléttu, eyðifirðir á Austurlandi eða að ganga um Hornstrandir og hálendið. Aðalatriðið er að láta veðrið ekki stoppa sig enda er það bara spurning um hugafar og góðan galla. Fyrir fólk nálægt höfuðborginni er fullt af perlum stutt frá eins og Heiðmörkin, Hvalfjörðurinn, Reykjanesskaginn og svo er alltaf hægt að renna Gullna hringinn sem aldrei hefur verið eins spennandi að skoða, á meðan afskaplega fáir ferðamenn eru þar.“ „Göngumaður ofan Hvanngils að Fjallabaki. Hálendið heillar í hvaða veðri sem er."Vísir/Vilhelm „Vöðlavík á Austurlandi er frekar fáfarinn fjörður.“Vísir/Vilhelm „Skagfjörðsskáli í Langadal í Fimmvörðuhálsgosinu.“Vísir/Vilhelm „Hornstrandir eru einn af uppáhaldsstöðum mínum og hef ég farið nokkrum sinnum þangað.“Vísir/Vilhelm „Stórkostlegt útsýni þegar gengið er um Þjóðgarðinn í Skaftafelli til Hvannadalshnjúks.“Vísir/Vilhelm „Jökulsárlón er staður sem ég fæ aldrei nóg af og ættu allir að nota tækifærið núna til að kíkja á lónið.“Vísir/Vilhelm „Melrakkasléttu er nauðsynlegt að heimsækja þegar ferðast er um landið.“Vísir/Vilhelm Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið [email protected]. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi. Ferðalög Perlur Íslands Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Ljósmyndun Tengdar fréttir Perlur Íslands: „Einstök orka þarna og hvergi betra að vera“ Fatahönnuðurinn og verslunareigandinn Andrea Magnúsdóttir segir að sín uppáhalds perla sé Ólafsfjörður en hún elskar líka Hvaleyrarvatn og sundlaugina á Hofsósi. 8. maí 2020 15:00 Perlur Íslands: „Mjóifjörður er að mínu mati fallegasti staður landsins“ Sálfræðingurinn og svefnsérfræðingurinn Erla Björnsdóttir hefur ferðast víða en Austfirðirnir eru hennar uppáhalds staður á Íslandi. 9. maí 2020 20:00 Perlur Íslands: „Ólýsanleg upplifun að ferðast um þetta svæði á skíðum“ Fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir segir að undanfarna vetur hafi sér þótt skemmtilegast að ferðast um landið á skíðum. Stórbrotin náttúra og langar skíðabrekkur heilla. 10. maí 2020 15:00 Perlur Íslands: „Ógleymanlegt að hvíla sig í lyngbrekku hjá þessari náttúruperlu“ „Það er mjög erfitt fyrir mig að nefna einn uppáhalds ferðamannastað á Íslandi því þeir eru margir sem eiga sérstakan stað í mínu hjarta.“ 11. maí 2020 11:30 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið
„Þrátt fyrir að ferðast mjög mikið um landið allt árið í flestum mínum frístundum og vegna vinnu minnar sem ljósmyndari, finnst mér auðvelt að velja minn uppáhalds stað. Þórsmörk,“ segir Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari á Vísi, betur þekktur sem Villi. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari hefur ferðast um allt land vegna vinnu og áhugamála. Hér er hann staddur í Skagafirði.Mynd/Úr einkasafni „Hvergi í heiminum finnst mér betra að vera og líður alltaf eins og heima þegar ég kem þangað. Það eru ekki eru margir staðir á landinu jafn fallegir eða hafa jafn fjölbreytt landslag, jökulár, jökla, fjöll og birkiskóg og oftar en ekki gott veður.“ Langidalur í Þórsmörk og KrossáraurarVísir/Vilhelm „Ég er kannski hlutdrægur enda starfaði ég sem skálavörður í mörg sumur í Langadal fyrir Ferðafélag Íslands í allt að fimm mánuði á ári. Ég og konan mín hún Kristín Thorstensen fórum í fyrstu útileguna okkar saman í Mörkina og trúlofuðum okkur í Skagfjörðsskála, en hún hefur einnig verið skálavörður þar ásamt því að strákurinn okkar fékk bakteríuna og starfaði þar og í öðrum skálum Ferðafélagsins í þrjú ár.“ Hekla Fönn dóttir Vilhelms og hundurinn Neró í gönguferð í Þórsmörk.Vísir/Vilhelm „Mörkin er algjör útivistarparadís mest allt árið með frábærum stuttum og löngum gönguleiðum og flottum fjöllum til að takast á við. Víða leynast fallegir staðir fullir af sögum, bæði gömlum og nýjum, enda mörg hundruð ár síðan menn fóru að fara þangað. Núna eru komnar aftur góðar göngubrýr á Krossá svo auðvelt er að komast frá Básum á Goðalandi yfir í Þórsmörk ef þú ert ekki á bíl sem þú treystir til að fara yfir Krossá. Einnig er hægt að nota eitthvað af ferðaþjónustufyrirtækjunum eða Ferðafélaginu sem bjóða upp á bæði styttri og lengri ferðir á svæðið.“ Göngumaður á ferð í ÞórsmörkVísir/Vilhelm Villi segir að fallegu perlurnar á Íslandi hlaupi á þúsundum, allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Mér finnst Skaftafell æði enda er ég mikill jöklakarl og líka lónin á Breiðamerkursandi, tómleikinn á Melrakkasléttu, eyðifirðir á Austurlandi eða að ganga um Hornstrandir og hálendið. Aðalatriðið er að láta veðrið ekki stoppa sig enda er það bara spurning um hugafar og góðan galla. Fyrir fólk nálægt höfuðborginni er fullt af perlum stutt frá eins og Heiðmörkin, Hvalfjörðurinn, Reykjanesskaginn og svo er alltaf hægt að renna Gullna hringinn sem aldrei hefur verið eins spennandi að skoða, á meðan afskaplega fáir ferðamenn eru þar.“ „Göngumaður ofan Hvanngils að Fjallabaki. Hálendið heillar í hvaða veðri sem er."Vísir/Vilhelm „Vöðlavík á Austurlandi er frekar fáfarinn fjörður.“Vísir/Vilhelm „Skagfjörðsskáli í Langadal í Fimmvörðuhálsgosinu.“Vísir/Vilhelm „Hornstrandir eru einn af uppáhaldsstöðum mínum og hef ég farið nokkrum sinnum þangað.“Vísir/Vilhelm „Stórkostlegt útsýni þegar gengið er um Þjóðgarðinn í Skaftafelli til Hvannadalshnjúks.“Vísir/Vilhelm „Jökulsárlón er staður sem ég fæ aldrei nóg af og ættu allir að nota tækifærið núna til að kíkja á lónið.“Vísir/Vilhelm „Melrakkasléttu er nauðsynlegt að heimsækja þegar ferðast er um landið.“Vísir/Vilhelm Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið [email protected]. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi.
Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið [email protected]. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi.
Ferðalög Perlur Íslands Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Ljósmyndun Tengdar fréttir Perlur Íslands: „Einstök orka þarna og hvergi betra að vera“ Fatahönnuðurinn og verslunareigandinn Andrea Magnúsdóttir segir að sín uppáhalds perla sé Ólafsfjörður en hún elskar líka Hvaleyrarvatn og sundlaugina á Hofsósi. 8. maí 2020 15:00 Perlur Íslands: „Mjóifjörður er að mínu mati fallegasti staður landsins“ Sálfræðingurinn og svefnsérfræðingurinn Erla Björnsdóttir hefur ferðast víða en Austfirðirnir eru hennar uppáhalds staður á Íslandi. 9. maí 2020 20:00 Perlur Íslands: „Ólýsanleg upplifun að ferðast um þetta svæði á skíðum“ Fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir segir að undanfarna vetur hafi sér þótt skemmtilegast að ferðast um landið á skíðum. Stórbrotin náttúra og langar skíðabrekkur heilla. 10. maí 2020 15:00 Perlur Íslands: „Ógleymanlegt að hvíla sig í lyngbrekku hjá þessari náttúruperlu“ „Það er mjög erfitt fyrir mig að nefna einn uppáhalds ferðamannastað á Íslandi því þeir eru margir sem eiga sérstakan stað í mínu hjarta.“ 11. maí 2020 11:30 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið
Perlur Íslands: „Einstök orka þarna og hvergi betra að vera“ Fatahönnuðurinn og verslunareigandinn Andrea Magnúsdóttir segir að sín uppáhalds perla sé Ólafsfjörður en hún elskar líka Hvaleyrarvatn og sundlaugina á Hofsósi. 8. maí 2020 15:00
Perlur Íslands: „Mjóifjörður er að mínu mati fallegasti staður landsins“ Sálfræðingurinn og svefnsérfræðingurinn Erla Björnsdóttir hefur ferðast víða en Austfirðirnir eru hennar uppáhalds staður á Íslandi. 9. maí 2020 20:00
Perlur Íslands: „Ólýsanleg upplifun að ferðast um þetta svæði á skíðum“ Fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir segir að undanfarna vetur hafi sér þótt skemmtilegast að ferðast um landið á skíðum. Stórbrotin náttúra og langar skíðabrekkur heilla. 10. maí 2020 15:00
Perlur Íslands: „Ógleymanlegt að hvíla sig í lyngbrekku hjá þessari náttúruperlu“ „Það er mjög erfitt fyrir mig að nefna einn uppáhalds ferðamannastað á Íslandi því þeir eru margir sem eiga sérstakan stað í mínu hjarta.“ 11. maí 2020 11:30