Fjölskyldan flutti heim frá New York: „Þetta hefur farið á versta veg“ Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2020 08:29 Ólafur Jóhann Ólafsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner. Vísir Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner, ákvað ásamt fjölskyldu sinni að flytja skyndilega til Íslands vegna ástandsins í New York. Fjölskyldan hefur lengi búið í New York-borg í Bandaríkjunum en að sögn Ólafs var þeim hætt að lítast á á standið þar fyrir tveimur til þremur vikum þegar að kórónuveiran náði hratt útbreiðslu. Einnig hafi þau viljað vera nálægt fjölskyldu sinni hér á landi ef á þyrfti að halda. Rætt var við Ólaf í Silfrinu á RÚV í gær og sagði það einnig hafa haft áhrif á ákvörðunina að hann væri lausari nú en áður þegar hann beri ekki lengur ábyrgð á rekstri stórfyrirtækis. Þá hafi dóttir þeirra verið komin í fjarkennslu eftir að venjulegt skólahald var lagt niður. New York farið illa út úr faraldrinum „Þetta stefndi í óefni og þetta svona spilaði allt saman.“ Ólafur sagði að fjölskyldan sjái ekki eftir því að hafa tekið þessa ákvörðun og komið til Íslands. Bandaríkin hafa farið illa út úr faraldrinum og er staðan þar einna verst í New York. Yfir 337 þúsund hafa nú greinst með veiruna í Bandaríkjunum og hátt í tíu þúsund látist af völdum hennar. Þar af hafa hátt í fjögur þúsund látið lífið í New York-ríki. Ríkisstjórinn Andrew Cumo sagði um helgina að brátt verði ríkið uppiskroppa með öndunarvélar. „Þetta hefur farið á versta veg,“ sagði Ólafur í Silfrinu á RÚV. Bráðabirgðalíkhús steinsnar frá heimili þeirra Hann sagðist þekkja fólk úti með einkenni sem hafi lengi átt mjög erfitt með að komast í sýnatöku og að borgin sem hann þekki sé gjörbreytt. „New York er núna orðin ansi skrítin. Steinsnar frá heimili okkar í Central Park, þar er búið að koma upp sjúkratjöldum og líkhúsi þar við hliðina á, og aðeins neðar á Manhattan, á þrítugasta stræti, þar eru flutningabílar með kælibúnaði sem fúnkera núna sem líkhús.“ „Maður heyrir frá allskyns læknum, það er búið að skilja þá frá fjölskyldum sínum og þeir eru að fara á neyðarvaktir, jafnvel ekki á þeirra sviði og eru að sinna annars konar lækningum. Svo þetta hefur ansi mikið breyst bara núna á þessum stutta tíma.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira
Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner, ákvað ásamt fjölskyldu sinni að flytja skyndilega til Íslands vegna ástandsins í New York. Fjölskyldan hefur lengi búið í New York-borg í Bandaríkjunum en að sögn Ólafs var þeim hætt að lítast á á standið þar fyrir tveimur til þremur vikum þegar að kórónuveiran náði hratt útbreiðslu. Einnig hafi þau viljað vera nálægt fjölskyldu sinni hér á landi ef á þyrfti að halda. Rætt var við Ólaf í Silfrinu á RÚV í gær og sagði það einnig hafa haft áhrif á ákvörðunina að hann væri lausari nú en áður þegar hann beri ekki lengur ábyrgð á rekstri stórfyrirtækis. Þá hafi dóttir þeirra verið komin í fjarkennslu eftir að venjulegt skólahald var lagt niður. New York farið illa út úr faraldrinum „Þetta stefndi í óefni og þetta svona spilaði allt saman.“ Ólafur sagði að fjölskyldan sjái ekki eftir því að hafa tekið þessa ákvörðun og komið til Íslands. Bandaríkin hafa farið illa út úr faraldrinum og er staðan þar einna verst í New York. Yfir 337 þúsund hafa nú greinst með veiruna í Bandaríkjunum og hátt í tíu þúsund látist af völdum hennar. Þar af hafa hátt í fjögur þúsund látið lífið í New York-ríki. Ríkisstjórinn Andrew Cumo sagði um helgina að brátt verði ríkið uppiskroppa með öndunarvélar. „Þetta hefur farið á versta veg,“ sagði Ólafur í Silfrinu á RÚV. Bráðabirgðalíkhús steinsnar frá heimili þeirra Hann sagðist þekkja fólk úti með einkenni sem hafi lengi átt mjög erfitt með að komast í sýnatöku og að borgin sem hann þekki sé gjörbreytt. „New York er núna orðin ansi skrítin. Steinsnar frá heimili okkar í Central Park, þar er búið að koma upp sjúkratjöldum og líkhúsi þar við hliðina á, og aðeins neðar á Manhattan, á þrítugasta stræti, þar eru flutningabílar með kælibúnaði sem fúnkera núna sem líkhús.“ „Maður heyrir frá allskyns læknum, það er búið að skilja þá frá fjölskyldum sínum og þeir eru að fara á neyðarvaktir, jafnvel ekki á þeirra sviði og eru að sinna annars konar lækningum. Svo þetta hefur ansi mikið breyst bara núna á þessum stutta tíma.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira