Lýsa yfir neyðarástandi í Japan Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2020 10:03 Shinzo Abe er hér lengst til hægri. Hann segist vonast til þess að með því að draga úr samskiptum fólks við aðra um 70 til 80 prósent í tvær vikur, megi svo gott sem stöðva útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. AP/Franck Robichon Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, hefur lýst yfir neyðarástandi þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Nánar tiltekið í Tokyo, Osaka og fimm öðrum stöðum þar sem útbreiðsla kórónuveirunnar er mikil. Samhliða því tilkynnti Abe stóran björgunarpakka til stuðnings fyrirtækjum og fjölskyldum. Björgunarpakkinn samsvarar um 20 prósentum af vergri landsframleiðslu Japan, eða um það bil 990 milljörðum dala, og er það með heimsins stærstu slíku aðgerðum. Til marks um það samsvara björgunaraðgerðir Bandaríkjanna um ellefu prósentum af vergri landsframleiðslu og aðgerðir Þýskalands um fimm prósentum. Meðal annars stendur til að gefa fjölskyldum peninga ef þau hafa orðið eða verða fyrir miklu tekjutapi vegna faraldursins, samkvæmt frétt Japan Times. Þá stendur einnig til að aðstoða fyrirtæki sem verða við tekjutapi að halda fólki í vinnu. Neyðarástandsyfirlýsingin mun veita yfirvöldum meiri völd til að þvinga fólk til að halda sig heima og loka fyrirtækjum og verða í gildi til 6. maí. Um 44 prósent íbúa landsins búa á þeim svæðum þar sem búið er að lýsa yfir neyðarástandi. 3.906 smit hafa geinst í Japan og 92 hafa dáið. Fjölda smitaðra hefur þó verið að fjölga jafnt og þétt á undanförnum vikum. „Það mikilvægasta núna er að hver borgari breyti aðgerðum sínum,“ sagði Abe í kjölfar neyðarástandsyfirlýsingarinnar. „Ef hvert okkar gæti dregið úr samskiptum við aðra um 70 prósent, helst 80 prósent, gætum við náð hámarki smita á tveimur vikum.“ Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Japanir hyggjast lýsa yfir neyðarástandi Skráðum kórónuveirusmitum í landinu hefur fjölgað hægt og bítandi og í gær fóru þau yfir þúsund í höfuðborginni Tókýó. 6. apríl 2020 06:33 Lýsir ekki yfir neyðarástandi en gefur grímur Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, er andsnúinn því að lýsa yfir neyðarástandi þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Þó áköll eftir því verði sífellt háværari hefur Abe staðið fast á sínu. 2. apríl 2020 11:06 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, hefur lýst yfir neyðarástandi þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Nánar tiltekið í Tokyo, Osaka og fimm öðrum stöðum þar sem útbreiðsla kórónuveirunnar er mikil. Samhliða því tilkynnti Abe stóran björgunarpakka til stuðnings fyrirtækjum og fjölskyldum. Björgunarpakkinn samsvarar um 20 prósentum af vergri landsframleiðslu Japan, eða um það bil 990 milljörðum dala, og er það með heimsins stærstu slíku aðgerðum. Til marks um það samsvara björgunaraðgerðir Bandaríkjanna um ellefu prósentum af vergri landsframleiðslu og aðgerðir Þýskalands um fimm prósentum. Meðal annars stendur til að gefa fjölskyldum peninga ef þau hafa orðið eða verða fyrir miklu tekjutapi vegna faraldursins, samkvæmt frétt Japan Times. Þá stendur einnig til að aðstoða fyrirtæki sem verða við tekjutapi að halda fólki í vinnu. Neyðarástandsyfirlýsingin mun veita yfirvöldum meiri völd til að þvinga fólk til að halda sig heima og loka fyrirtækjum og verða í gildi til 6. maí. Um 44 prósent íbúa landsins búa á þeim svæðum þar sem búið er að lýsa yfir neyðarástandi. 3.906 smit hafa geinst í Japan og 92 hafa dáið. Fjölda smitaðra hefur þó verið að fjölga jafnt og þétt á undanförnum vikum. „Það mikilvægasta núna er að hver borgari breyti aðgerðum sínum,“ sagði Abe í kjölfar neyðarástandsyfirlýsingarinnar. „Ef hvert okkar gæti dregið úr samskiptum við aðra um 70 prósent, helst 80 prósent, gætum við náð hámarki smita á tveimur vikum.“
Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Japanir hyggjast lýsa yfir neyðarástandi Skráðum kórónuveirusmitum í landinu hefur fjölgað hægt og bítandi og í gær fóru þau yfir þúsund í höfuðborginni Tókýó. 6. apríl 2020 06:33 Lýsir ekki yfir neyðarástandi en gefur grímur Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, er andsnúinn því að lýsa yfir neyðarástandi þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Þó áköll eftir því verði sífellt háværari hefur Abe staðið fast á sínu. 2. apríl 2020 11:06 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Japanir hyggjast lýsa yfir neyðarástandi Skráðum kórónuveirusmitum í landinu hefur fjölgað hægt og bítandi og í gær fóru þau yfir þúsund í höfuðborginni Tókýó. 6. apríl 2020 06:33
Lýsir ekki yfir neyðarástandi en gefur grímur Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, er andsnúinn því að lýsa yfir neyðarástandi þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Þó áköll eftir því verði sífellt háværari hefur Abe staðið fast á sínu. 2. apríl 2020 11:06