Saga/Söguleysi Jakob Jakobsson skrifar 7. apríl 2020 11:30 Nú er Vegagerðin að flytja í Garðabæ. Frábært að dreifa fyrirtækjum og stofnunum um höfuðborgarsvæðið. Það þýðir að eftir standa byggingar sem hýst hafa starfsemi ýmiskonar, húsnæði sem ekki er endilega hannað fyrir þarfir næstu notenda. Húsnæði sem er ekki staðlað og ekki akkúrat. En þar eru tækifærin. Húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni er byggt um og eftir seinni heimstyrjöld og hefur svo tekið breytingum gegnum tíðina. Þetta eru ekki íburðarmiklar byggingar og ekki byggingar sem venjulega væru settar í verndunarflokk eða friðaðar, enda ekki beint ástæða til. Þær falla ekki undir 100 ára regluna og eru ekki meistaraverk í íslenskri byggingasögu en þær eru meðal fárra bygginga sem eftir eru vestan Kringlumýrarbrautar sem myndu flokkast sem iðnaðarhúsnæði. Þær hafa sögu sem nær lengra aftur en til aldamóta, sögu um aðra tíma. Það eru örfáar byggingar eftir í Borgartúni sem segja þessa sögu að einhverju leyti: Smith & Norland, Nóatúni 4 frá 1972, Borgartún 23 frá 1968, Borgartún 34-36 frá 1957. Án þeirra væri hverfið fátækara. Hinum megin við Kringlumýrarbraut er nýtt hverfi í uppbyggingu sem er fallega skipulagt eftir kúnstarinnar reglum, en þar voru byggingar fyrir sem sögðu sögu Strætisvagna Reykjavíkur sem nú eru horfnar. Byggingar frá 1969 sem auðveldlega hefði mátt tvinna inn í nýtt skipulag og hefðu gefið nýju hverfi karakter, nafn og sögu. Vonandi verður Júpiter og Mars húsinu (Íslandsbanka) bjargað, sem stendur eitt eftir og segir misgóðar sögur. Reykjavík hefur byggst hratt á undanförnum árum. Okkur finnst það kannski sjálfsagt núna en við megum ekki gleyma að það er ekki langt síðan allar götur voru eins og þjóðvegir og stórir reitir miðsvæðis í borginni voru malarplön þar sem við geymdum bíla. Borgin hefur aldrei litið betur út og flestir virðast vera að vanda sig. Hins vegar, þegar mikið er byggt á stuttu tímabili, þá er hætta á að byggingar verði einsleitar, „allar eins”, „eintómir steypukassar”. Upplifun fólks skiptir máli og upplifunin verður ekki jafn sláandi þegar fólk þekkir byggingar inn á milli og tengir kennileiti við ný hverfi. Vogabyggð er dæmi um hverfi sem er skipulagt í kringum gamlar byggingar og sögu. Það hefur eflaust verið óhemjumikil vinna fyrir hlutaðeigandi en lokaniðurstaðan virðist ætla að sanna það að sú vinna er að margborga sig. Það rímar líka betur við okkar tíma þar sem takmarkið hlýtur að vera að draga úr neyslu að við áttum okkur á að þær byggingar sem eru hvað sjálfbærastar (e. Sustainable) eru einmitt þær sem nú þegar eru byggðar. Það getur verið að það sé ódýrara að rífa og byrja frá grunni, en það þarf líka að meta söguna til fjár, þó hún sé ómetanleg. Þetta á við í Klettagörðum, Múlahverfi, á Orkuhússreitnum, Mjóddinni, Granda, Vegagerðarreitnum og öllum þeim fjölmörgu svæðum sem á næstu árum fara í endurnýjun. Nóg er plássið. Höfundur er arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Nú er Vegagerðin að flytja í Garðabæ. Frábært að dreifa fyrirtækjum og stofnunum um höfuðborgarsvæðið. Það þýðir að eftir standa byggingar sem hýst hafa starfsemi ýmiskonar, húsnæði sem ekki er endilega hannað fyrir þarfir næstu notenda. Húsnæði sem er ekki staðlað og ekki akkúrat. En þar eru tækifærin. Húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni er byggt um og eftir seinni heimstyrjöld og hefur svo tekið breytingum gegnum tíðina. Þetta eru ekki íburðarmiklar byggingar og ekki byggingar sem venjulega væru settar í verndunarflokk eða friðaðar, enda ekki beint ástæða til. Þær falla ekki undir 100 ára regluna og eru ekki meistaraverk í íslenskri byggingasögu en þær eru meðal fárra bygginga sem eftir eru vestan Kringlumýrarbrautar sem myndu flokkast sem iðnaðarhúsnæði. Þær hafa sögu sem nær lengra aftur en til aldamóta, sögu um aðra tíma. Það eru örfáar byggingar eftir í Borgartúni sem segja þessa sögu að einhverju leyti: Smith & Norland, Nóatúni 4 frá 1972, Borgartún 23 frá 1968, Borgartún 34-36 frá 1957. Án þeirra væri hverfið fátækara. Hinum megin við Kringlumýrarbraut er nýtt hverfi í uppbyggingu sem er fallega skipulagt eftir kúnstarinnar reglum, en þar voru byggingar fyrir sem sögðu sögu Strætisvagna Reykjavíkur sem nú eru horfnar. Byggingar frá 1969 sem auðveldlega hefði mátt tvinna inn í nýtt skipulag og hefðu gefið nýju hverfi karakter, nafn og sögu. Vonandi verður Júpiter og Mars húsinu (Íslandsbanka) bjargað, sem stendur eitt eftir og segir misgóðar sögur. Reykjavík hefur byggst hratt á undanförnum árum. Okkur finnst það kannski sjálfsagt núna en við megum ekki gleyma að það er ekki langt síðan allar götur voru eins og þjóðvegir og stórir reitir miðsvæðis í borginni voru malarplön þar sem við geymdum bíla. Borgin hefur aldrei litið betur út og flestir virðast vera að vanda sig. Hins vegar, þegar mikið er byggt á stuttu tímabili, þá er hætta á að byggingar verði einsleitar, „allar eins”, „eintómir steypukassar”. Upplifun fólks skiptir máli og upplifunin verður ekki jafn sláandi þegar fólk þekkir byggingar inn á milli og tengir kennileiti við ný hverfi. Vogabyggð er dæmi um hverfi sem er skipulagt í kringum gamlar byggingar og sögu. Það hefur eflaust verið óhemjumikil vinna fyrir hlutaðeigandi en lokaniðurstaðan virðist ætla að sanna það að sú vinna er að margborga sig. Það rímar líka betur við okkar tíma þar sem takmarkið hlýtur að vera að draga úr neyslu að við áttum okkur á að þær byggingar sem eru hvað sjálfbærastar (e. Sustainable) eru einmitt þær sem nú þegar eru byggðar. Það getur verið að það sé ódýrara að rífa og byrja frá grunni, en það þarf líka að meta söguna til fjár, þó hún sé ómetanleg. Þetta á við í Klettagörðum, Múlahverfi, á Orkuhússreitnum, Mjóddinni, Granda, Vegagerðarreitnum og öllum þeim fjölmörgu svæðum sem á næstu árum fara í endurnýjun. Nóg er plássið. Höfundur er arkitekt.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun