Af ofbeldi og samtakamætti á tímum kórónaveirunnar Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 14. apríl 2020 13:00 Nú eru fordæmalausu páskarnir liðnir. Við hlýddum Víði og Alma-nnavörnum. Ferðuðumst innanhúss með páskaeggjatrúss. Í ár var föstudagurinn langi bara eins og hver annar dagur í samkomubanni. Tölum um greind smit á sólarhring hefur farið fækkandi svo um munar. Þetta þýðir að aðgerðir yfirvalda hafa virkað. Við höfum þvegið hendur, sprittað þær. Við höfum virt 2ja metra regluna. Fólk hélt „fjartý" með fjölskyldunni um hátíðarnar í stað þess að hittast í veislum. Þjóðin fékk fyrirmæli og hlýddi. Við erum öll barnavernd Þjóðin fékk líka hvatningu sem hún tók til sín af alvarleika og ábyrgð. Fyrir páska upplýsti Barnavernd í Reykjavík um fjölda tilkynninga í marsmánuði. Þeim hefur fjölgað til muna og það sérstaklega frá börnum og nágrönnum/almennum borgurum. ● 11 tilkynningar frá börnum, en þær hafa verið á bilinu 1-3 í marsmánuði undanfarin ár. ● 60 tilkynningar frá nágrönnum/almennum borgurum, en þær hafa verið á bilinu 22-39 undanfarin ár. Það hefur verið talsverð umræða um aukið heimilisofbeldi á tímum Covid-19 faraldsins. Og það ekki að ósekju. Það eru til að mynda tvö (kven)mannslát til rannsóknar sem talin eru vera að völdum heimilisofbeldis. Það bendir margt til þess að heimilisofbeldi aukist til muna þegar fólk og fjölskyldur eru lokaðar inni heima fyrir svo dögum skipti. Margir hafa sent ákall út á almenning og hvatt til að fólk hafi samband við viðeigandi yfirvöld ef grunur á hverskonar ofbeldi er fyrir hendi. Sjálf skrifaði ég grein um áhyggjur mínar þann 30.mars sl. Í mínum huga er meginreglan sú að ef maður spyr sig hvort það eigi að tilkynna ofbeldi, þá er svarið alltaf já. Það eru engar alvarlegar afleiðingar af því að tillkynna, bara ef maður tilkynnir ekki. Náungakærleikurinn kominn til að vera Ég verð að viðurkenna að ég komst við þegar ég sá upplýsingar um aukningu í tilkynningum til Barnaverndar. Ekki það að ég fagni því að að vita til þess að það er ofbeldi gagnvart börnum þarna úti. Þvert á móti. En þetta þýðir að samtakamátturinn virkar. Saman erum við máttug og þegar á reynir stígur náungakærleikurinn fram. Ég trúi því að hann muni ekki hverfa þegar kórónuveiran lætur í lægra haldi fyrir okkur. Hann er kominn til að vera í breyttri heimsmynd. Við munum vonandi líka sjá ofbeldi sem samfélagsmein lúta í lægra haldi. Mannúðin mun sigra. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í ofbeldisvarnarnefnd og mannréttindaráði í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Barnavernd Reykjavík Heimilisofbeldi Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Nú eru fordæmalausu páskarnir liðnir. Við hlýddum Víði og Alma-nnavörnum. Ferðuðumst innanhúss með páskaeggjatrúss. Í ár var föstudagurinn langi bara eins og hver annar dagur í samkomubanni. Tölum um greind smit á sólarhring hefur farið fækkandi svo um munar. Þetta þýðir að aðgerðir yfirvalda hafa virkað. Við höfum þvegið hendur, sprittað þær. Við höfum virt 2ja metra regluna. Fólk hélt „fjartý" með fjölskyldunni um hátíðarnar í stað þess að hittast í veislum. Þjóðin fékk fyrirmæli og hlýddi. Við erum öll barnavernd Þjóðin fékk líka hvatningu sem hún tók til sín af alvarleika og ábyrgð. Fyrir páska upplýsti Barnavernd í Reykjavík um fjölda tilkynninga í marsmánuði. Þeim hefur fjölgað til muna og það sérstaklega frá börnum og nágrönnum/almennum borgurum. ● 11 tilkynningar frá börnum, en þær hafa verið á bilinu 1-3 í marsmánuði undanfarin ár. ● 60 tilkynningar frá nágrönnum/almennum borgurum, en þær hafa verið á bilinu 22-39 undanfarin ár. Það hefur verið talsverð umræða um aukið heimilisofbeldi á tímum Covid-19 faraldsins. Og það ekki að ósekju. Það eru til að mynda tvö (kven)mannslát til rannsóknar sem talin eru vera að völdum heimilisofbeldis. Það bendir margt til þess að heimilisofbeldi aukist til muna þegar fólk og fjölskyldur eru lokaðar inni heima fyrir svo dögum skipti. Margir hafa sent ákall út á almenning og hvatt til að fólk hafi samband við viðeigandi yfirvöld ef grunur á hverskonar ofbeldi er fyrir hendi. Sjálf skrifaði ég grein um áhyggjur mínar þann 30.mars sl. Í mínum huga er meginreglan sú að ef maður spyr sig hvort það eigi að tilkynna ofbeldi, þá er svarið alltaf já. Það eru engar alvarlegar afleiðingar af því að tillkynna, bara ef maður tilkynnir ekki. Náungakærleikurinn kominn til að vera Ég verð að viðurkenna að ég komst við þegar ég sá upplýsingar um aukningu í tilkynningum til Barnaverndar. Ekki það að ég fagni því að að vita til þess að það er ofbeldi gagnvart börnum þarna úti. Þvert á móti. En þetta þýðir að samtakamátturinn virkar. Saman erum við máttug og þegar á reynir stígur náungakærleikurinn fram. Ég trúi því að hann muni ekki hverfa þegar kórónuveiran lætur í lægra haldi fyrir okkur. Hann er kominn til að vera í breyttri heimsmynd. Við munum vonandi líka sjá ofbeldi sem samfélagsmein lúta í lægra haldi. Mannúðin mun sigra. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í ofbeldisvarnarnefnd og mannréttindaráði í Reykjavík.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun