KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2020 19:30 Guðni Bergsson er formaður KSÍ. Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. Þetta ákvað KSÍ að gera til að vinna á móti afar neikvæðum, efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Um er að ræða greiðslur til þeirra félaga sem ekki eiga fulltrúa í efstu deild karla (Þau félög fengu á dögunum fyrirframgreiðslu vegna sjónvarpssamninga). Framlagið hefur jafnan verið greitt samhliða framlagi frá UEFA til félaga í efstu deild karla, á haustin. KSÍ flýtir greiðslu 75% af áætlaðri upphæð og er skýrt tekið fram að peningarnir séu ætlaðir til barna- og unglingastarfs. Dæmi um kostnaðarliði séu laun þjálfara, ferðakostnaður, aðstöðuleiga og kaup á tækjum og áhöldum. Stjórn KSÍ áskilur sér rétt til að kalla eftir staðfestingum frá aðildarfélögum um ráðstöfun styrksins. Þau félög sem eiga fulltrúa í efstu tveimur deildum kvenna og 1. deild karla fá hæstu greiðslurnar nú, eða 1,8 milljón króna. Félög í 2. deild karla fá 1.125 þúsund, og félög í 3. og 4. deild karla, og 2. deild kvenna, fá 750 þúsund. Þá fá félög sem senda sameiginleg lið til leiks í meistaraflokki, en eru með barna- og unglingastarf, 450 þúsund krónur. Sjá lista yfir félögin hér. Borghildur Sigurðardóttir, formaður fjárhags- og endurskoðunarnefndar KSÍ, útskýrði tillöguna með eftirfarandi hætti á fundi stjórnar: Fjárhagsnefnd og formaður KSÍ leggja til við stjórn sambandsins að greiðsludegi á 75% barna og unglingastyrks til handa félögum i neðri deildum sambandsins verði flýtt til 17. apríl. Erum við vel meðvituð um þann fjárhagsvanda sem félög sambandsins eru að glíma við vegna áhrifa Covid 19 og er tillagan lögð fram til að styðja félögin við að standa við skuldbindingar sínar gagnvart þjálfurum í unglingastarfi sínu en nú þegar er farið að bera á erfiðari innheimtu æfingagjalda vegna ástandsins i samfélaginu. Um er að ræða tæpar 46 milljónir króna. Samkvæmt lista yfir úthlutanirnar í frétt á vef KSÍ nemur heildarupphæðin hins vegar 42.750.000 krónum. KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Börn og uppeldi Tengdar fréttir Formaður KSÍ reiknar með frekari frestun á Íslandsmótum í knattspyrnu Allar líkur eru á því að Íslandsmótum í knattspyrnu verði frestað enn frekar. 12. apríl 2020 12:00 KSÍ greiðir liðum fyrr vegna sjónvarpssamninga Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ákveðið að greiða félögum í Pepsi Max deild karla fyrirfram samningsgreiðslu vegna sjónvarpssamninga. 9. apríl 2020 13:00 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. Þetta ákvað KSÍ að gera til að vinna á móti afar neikvæðum, efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Um er að ræða greiðslur til þeirra félaga sem ekki eiga fulltrúa í efstu deild karla (Þau félög fengu á dögunum fyrirframgreiðslu vegna sjónvarpssamninga). Framlagið hefur jafnan verið greitt samhliða framlagi frá UEFA til félaga í efstu deild karla, á haustin. KSÍ flýtir greiðslu 75% af áætlaðri upphæð og er skýrt tekið fram að peningarnir séu ætlaðir til barna- og unglingastarfs. Dæmi um kostnaðarliði séu laun þjálfara, ferðakostnaður, aðstöðuleiga og kaup á tækjum og áhöldum. Stjórn KSÍ áskilur sér rétt til að kalla eftir staðfestingum frá aðildarfélögum um ráðstöfun styrksins. Þau félög sem eiga fulltrúa í efstu tveimur deildum kvenna og 1. deild karla fá hæstu greiðslurnar nú, eða 1,8 milljón króna. Félög í 2. deild karla fá 1.125 þúsund, og félög í 3. og 4. deild karla, og 2. deild kvenna, fá 750 þúsund. Þá fá félög sem senda sameiginleg lið til leiks í meistaraflokki, en eru með barna- og unglingastarf, 450 þúsund krónur. Sjá lista yfir félögin hér. Borghildur Sigurðardóttir, formaður fjárhags- og endurskoðunarnefndar KSÍ, útskýrði tillöguna með eftirfarandi hætti á fundi stjórnar: Fjárhagsnefnd og formaður KSÍ leggja til við stjórn sambandsins að greiðsludegi á 75% barna og unglingastyrks til handa félögum i neðri deildum sambandsins verði flýtt til 17. apríl. Erum við vel meðvituð um þann fjárhagsvanda sem félög sambandsins eru að glíma við vegna áhrifa Covid 19 og er tillagan lögð fram til að styðja félögin við að standa við skuldbindingar sínar gagnvart þjálfurum í unglingastarfi sínu en nú þegar er farið að bera á erfiðari innheimtu æfingagjalda vegna ástandsins i samfélaginu. Um er að ræða tæpar 46 milljónir króna. Samkvæmt lista yfir úthlutanirnar í frétt á vef KSÍ nemur heildarupphæðin hins vegar 42.750.000 krónum.
KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Börn og uppeldi Tengdar fréttir Formaður KSÍ reiknar með frekari frestun á Íslandsmótum í knattspyrnu Allar líkur eru á því að Íslandsmótum í knattspyrnu verði frestað enn frekar. 12. apríl 2020 12:00 KSÍ greiðir liðum fyrr vegna sjónvarpssamninga Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ákveðið að greiða félögum í Pepsi Max deild karla fyrirfram samningsgreiðslu vegna sjónvarpssamninga. 9. apríl 2020 13:00 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Formaður KSÍ reiknar með frekari frestun á Íslandsmótum í knattspyrnu Allar líkur eru á því að Íslandsmótum í knattspyrnu verði frestað enn frekar. 12. apríl 2020 12:00
KSÍ greiðir liðum fyrr vegna sjónvarpssamninga Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ákveðið að greiða félögum í Pepsi Max deild karla fyrirfram samningsgreiðslu vegna sjónvarpssamninga. 9. apríl 2020 13:00