Brandenburg og Orkan fengu flesta Lúðra Tinni Sveinsson skrifar 7. mars 2020 16:00 Brandenburg og Orkan á sviðinu í gær. Brandenburg skaraði fram úr meðal auglýsingastofa og Orkan fékk flesta lúðra af fyrirtækjum. Ímark ÍMARK dagurinn var haldinn í gær og voru viðurkenningar veittar þeim sem sköruðu fram úr í markaðsmálum á síðasta ári. Icelandair hlaut titilinn vörumerki ársins og Hvíta húsið var valið auglýsingastofa ársins. Verðlaunin ÁRAN, árangursríkasta auglýsingaherferðin 2019, var einnig veitt á ráðstefnunni en það var Arion banki sem hlaut verðlaunin í þetta sinn fyrir herferðina Stafræn bankaþjónusta sem var unnin af Hvíta húsinu. Hópurinn á bak við herferð Arion banka fagnaði verðlaununum innilega í gær. Íslensku auglýsingaverðlaunin, Lúðurinn, þar sem auglýsingastofur keppast um að hreppa verðlaun fyrir bestu auglýsingarnar á hinum ýmsu sviðum, voru síðan veitt í 14 flokkum en þetta er í 34. sinn sem Lúðurinn er veittur. Auglýsingastofan Brandenburg fékk flesta Lúðra annað árið í röð en þau hlutu alls sex verðlaun. Orkan fékk flesta Lúðra af fyrirtækjum eða þrjá. Hvíta húsið hlaut þrjá lúðra, ENNEMM og Kontor Reykjavík tvo hver og Pipar/TBWA hlaut einn Lúður. Hér fyrir neðan má sjá þær auglýsingar sem sköruðu fram úr, fyrirtækið sem þær voru gerðar fyrir og auglýsingastofuna sem vann þær. Kvikmyndaðar auglýsingar Snjallt fyrir heimilið, Nova og Brandenburg. Útvarpsauglýsingar Jingle bells, Sorpa og Brandenburg. Stafrænar auglýsingar Sneiðavaktin, Domino´s og Brandenburg. Samfélagsmiðlar Stafræn mátun, Smáralind og ENNEMM. Umhverfisauglýsingar Olís peysan - Herra Hnetusmjör, Olís og Pipar/TBWA. Prentauglýsingar Vatn er verðmætt, Veitur ohf. og Hvíta húsið Vefauglýsingar Hér er jólagjöfin-gjafaleit, Smáralind og ENNEMM. Veggspjöld og skilti Fullt af allskonar, Kringlan og Kontor Reykjavík. Mörkun Digital endurmörkun já.is, Já.is ehf og Hvíta húsið Herferðir Jafnaðu þig hjá Orkunni, Orkan og Brandenburg. Viðburðir Jafnaðu þig á jólaösinni, Orkan og Brandenburg. Bein markaðssetning NamasTE — Jafnaðu þig á próflestrinum, Orkan og Brandenburg. Almannaheill (TV/Herferð) Þitt nafn bjargar lífi, Íslandsdeild Amnesty International og Kontor Reykjavík. Almannaheill (opinn) Saman gegn sóun, Umhverfisstofnun og Hvíta húsið. Ímark Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
ÍMARK dagurinn var haldinn í gær og voru viðurkenningar veittar þeim sem sköruðu fram úr í markaðsmálum á síðasta ári. Icelandair hlaut titilinn vörumerki ársins og Hvíta húsið var valið auglýsingastofa ársins. Verðlaunin ÁRAN, árangursríkasta auglýsingaherferðin 2019, var einnig veitt á ráðstefnunni en það var Arion banki sem hlaut verðlaunin í þetta sinn fyrir herferðina Stafræn bankaþjónusta sem var unnin af Hvíta húsinu. Hópurinn á bak við herferð Arion banka fagnaði verðlaununum innilega í gær. Íslensku auglýsingaverðlaunin, Lúðurinn, þar sem auglýsingastofur keppast um að hreppa verðlaun fyrir bestu auglýsingarnar á hinum ýmsu sviðum, voru síðan veitt í 14 flokkum en þetta er í 34. sinn sem Lúðurinn er veittur. Auglýsingastofan Brandenburg fékk flesta Lúðra annað árið í röð en þau hlutu alls sex verðlaun. Orkan fékk flesta Lúðra af fyrirtækjum eða þrjá. Hvíta húsið hlaut þrjá lúðra, ENNEMM og Kontor Reykjavík tvo hver og Pipar/TBWA hlaut einn Lúður. Hér fyrir neðan má sjá þær auglýsingar sem sköruðu fram úr, fyrirtækið sem þær voru gerðar fyrir og auglýsingastofuna sem vann þær. Kvikmyndaðar auglýsingar Snjallt fyrir heimilið, Nova og Brandenburg. Útvarpsauglýsingar Jingle bells, Sorpa og Brandenburg. Stafrænar auglýsingar Sneiðavaktin, Domino´s og Brandenburg. Samfélagsmiðlar Stafræn mátun, Smáralind og ENNEMM. Umhverfisauglýsingar Olís peysan - Herra Hnetusmjör, Olís og Pipar/TBWA. Prentauglýsingar Vatn er verðmætt, Veitur ohf. og Hvíta húsið Vefauglýsingar Hér er jólagjöfin-gjafaleit, Smáralind og ENNEMM. Veggspjöld og skilti Fullt af allskonar, Kringlan og Kontor Reykjavík. Mörkun Digital endurmörkun já.is, Já.is ehf og Hvíta húsið Herferðir Jafnaðu þig hjá Orkunni, Orkan og Brandenburg. Viðburðir Jafnaðu þig á jólaösinni, Orkan og Brandenburg. Bein markaðssetning NamasTE — Jafnaðu þig á próflestrinum, Orkan og Brandenburg. Almannaheill (TV/Herferð) Þitt nafn bjargar lífi, Íslandsdeild Amnesty International og Kontor Reykjavík. Almannaheill (opinn) Saman gegn sóun, Umhverfisstofnun og Hvíta húsið.
Ímark Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira