Selfoss fær mikinn liðsstyrk frá PSV Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2020 17:31 Anna Björk Kristjánsdóttir er mætt í vínrauðan búning Selfyssinga. MYND/SELFOSS Landsliðskonan Anna Björk Kristjánsdóttir hefur samið við knattspyrnudeild Selfoss og mun leika með liði félagsins í sumar. Hún kemur til félagsins frá PSV Eindhoven í Hollandi. Anna Björk er 30 ára, reynslumikill miðvörður, sem á að baki 43 A-landsleiki fyrir Ísland. Anna Björk hóf sinn feril með KR en fór þaðan til Stjörnunnar þar sem hún varð meðal annars þrefaldur Íslands- og bikarmeistari. Árið 2017 fór hún til Svíþjóðar og lék með Örebro og Limhamn Bunkeflo. Undanfarin tvö tímabil hefur hún leikið með PSV Eindhoven í hollensku úrvalsdeildinni. „Um leið og ég fór að tala við þjálfarana og fólkið í kringum liðið á Selfossi þá heyrði ég hvað það er mikill metnaður hérna og það heillaði mig. Það tala allir vel um Selfoss og það eru skýr markmið og mikill uppgangur hjá liðinu. Ég er líka að klára nám í sjúkraþjálfun og fæ tækifæri til þess að vinna við það í Mætti sjúkraþjálfun á Selfossi,“ segir Anna Björk á vef Selfoss. Selfoss, sem varð bikarmeistari og hafnaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð, hafði áður tryggt sér krafta annarar landsliðskonu, Dagnýjar Brynjarsdóttur, og ljóst að liðið gæti mætt öflugt til leiks. „Mér líst gríðarlega vel á þjálfarana og hópinn og þetta byrjar vel, það er gott að komast á æfingu í sveitinni og rifja upp gamla tíma. Þetta eru dálítið skrítnar æfingar núna þar sem við náum ekki að vera allar saman í hóp en ég sé alveg hvað er í gangi hjá liðinu og þetta er mjög spennandi verkefni. Síðan ég fór erlendis að spila hef ég alltaf fylgst vel með Pepsi Max deildinni og veit hvað er í gangi hérna þannig að ég er mjög spennt að spila aftur á Íslandi. Um leið og það kom í ljós að ég væri ekki að fara út aftur þá er ég búin að telja niður mínúturnar að komast aftur út á völlinn. Um leið og maður fer af stað aftur þá finnur maður hvað fótboltinn hefur mikla þýðingu fyrir mann. Það er mikill hugur í mér og ég hlakka til að taka slaginn hérna á Selfossi,“ segir Anna Björk. Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn UMF Selfoss Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Landsliðskonan Anna Björk Kristjánsdóttir hefur samið við knattspyrnudeild Selfoss og mun leika með liði félagsins í sumar. Hún kemur til félagsins frá PSV Eindhoven í Hollandi. Anna Björk er 30 ára, reynslumikill miðvörður, sem á að baki 43 A-landsleiki fyrir Ísland. Anna Björk hóf sinn feril með KR en fór þaðan til Stjörnunnar þar sem hún varð meðal annars þrefaldur Íslands- og bikarmeistari. Árið 2017 fór hún til Svíþjóðar og lék með Örebro og Limhamn Bunkeflo. Undanfarin tvö tímabil hefur hún leikið með PSV Eindhoven í hollensku úrvalsdeildinni. „Um leið og ég fór að tala við þjálfarana og fólkið í kringum liðið á Selfossi þá heyrði ég hvað það er mikill metnaður hérna og það heillaði mig. Það tala allir vel um Selfoss og það eru skýr markmið og mikill uppgangur hjá liðinu. Ég er líka að klára nám í sjúkraþjálfun og fæ tækifæri til þess að vinna við það í Mætti sjúkraþjálfun á Selfossi,“ segir Anna Björk á vef Selfoss. Selfoss, sem varð bikarmeistari og hafnaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð, hafði áður tryggt sér krafta annarar landsliðskonu, Dagnýjar Brynjarsdóttur, og ljóst að liðið gæti mætt öflugt til leiks. „Mér líst gríðarlega vel á þjálfarana og hópinn og þetta byrjar vel, það er gott að komast á æfingu í sveitinni og rifja upp gamla tíma. Þetta eru dálítið skrítnar æfingar núna þar sem við náum ekki að vera allar saman í hóp en ég sé alveg hvað er í gangi hjá liðinu og þetta er mjög spennandi verkefni. Síðan ég fór erlendis að spila hef ég alltaf fylgst vel með Pepsi Max deildinni og veit hvað er í gangi hérna þannig að ég er mjög spennt að spila aftur á Íslandi. Um leið og það kom í ljós að ég væri ekki að fara út aftur þá er ég búin að telja niður mínúturnar að komast aftur út á völlinn. Um leið og maður fer af stað aftur þá finnur maður hvað fótboltinn hefur mikla þýðingu fyrir mann. Það er mikill hugur í mér og ég hlakka til að taka slaginn hérna á Selfossi,“ segir Anna Björk.
Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn UMF Selfoss Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira