Félagsbústaðir áforma yfir 140 nýjar íbúðir á árinu Sigrún Árnadóttir skrifar 17. apríl 2020 08:00 Á síðasta ári festu Félagsbústaðir kaup á 112 íbúðum til útleigu og eru nú ríflega 2800 íbúðir í eigu eða umsjón félagsins sem eru leigðar fólki sem býr við þrengstan efnahag í Reykjavík. Um 72% íbúðanna er almennt félagslegt leiguhúsnæði, 11% eru íbúðir fyrir fatlaða, 13% eru íbúðir fyrir aldraða og ríflega 1% íbúðanna er ætlaðar heimilislausum. Þess má geta að fjöldi íbúða Félagsbústaða er nú mun meiri en t.d. allar íbúðir á Seltjarnarnesi sem voru 1.703 í lok árs 2017. Á þessu ári er ráðgert að kaupa 132 íbúðir til viðbótar og byggja tvo íbúðakjarna fyrir fatlaða með 6 íbúðum í hvorum kjarna. Áætlað er að kostnaður nemi alls um 4,5 milljörðum króna og hefur verið sótt um stofnframlög frá ríki og borg fyrir hluta kostnaðarins. Lög um almennar íbúðir frá 2016 sem miða að því að tryggja húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga undir tilteknum tekju- og eignamörkum kveða á um heimildir ríkis og sveitarfélaga til að veita stofnframlög til byggingar og kaupa leiguíbúða. Þessi lög hafa haft mikil og jákvæð áhrif fyrir leigjendur og óhagnaðardrifin leigufélög en fyrir tilstilli þeirra hefur tekist að auka verulega framboð af leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Aukinn jöfnuður – betra samfélag Félagsbústaðir sem eru alfarið í eigu Reykjavíkurborgar sinna því mikilvæga verkefni sveitarfélagsins að sjá til þess að framboð sé á leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði til að mæta grundvallar-mannréttindum og þörfum fólks fyrir eigið heimili og stuðla að auknum jöfnuði og betra samfélagi. Á undanförnum misserum hefur markvisst verið unnið að því að styrkja og efla samfélagslegt hlutverk Félagsbústaða. Gerðar hafa verið þjónustukannanir meðal leigjenda og nú er verið að innleiða nýja þjónustustefnu með breyttum áherslum og stjórnskipulagi. Unnið hefur verið markvisst úr gagnlegum ábendingum innri- og ytri endurskoðenda og verið er að bæta og efla upplýsingatæknimál um leið og lögð er áhersla á að tryggja fjármagn svo unnt sé að mæta þörf fyrir fjölgun íbúða samkvæmt uppbyggingarstefnu borgarinnar. Nýlega fengu Félagsbústaðir, fyrst íslenskra fyrirtækja, vottun og heimild til útgáfu félagslegra skuldabréfa (e.social bonds) en í því felst að útgáfa bréfanna er talin hafa jákvæð samfélagsleg áhrif. Við útgáfu skuldabréfanna hafa óhagstæð lán verið greidd upp og kaup nýrra íbúða fjármögnuð. Einn helsti hvatinn að útgáfu félagslegra skuldabréfa er vaxandi krafa fjárfesta um samfélagslega ábyrga fjárfestingakosti. Jöfn dreifing um alla borg Stefna borgaryfirvalda er að 5% íbúðarhúsnæðis í borginni skuli vera félagslegt leiguhúsnæði sem dreifist sem jafnast í hverfi borgarinnar. Við kaup og byggingu íbúða er leitast við að jafna dreifinguna sem er nú á bilinu 1,5% til 7,5% eftir hverfum. Samkvæmt upplýsingum úr Borgarsjá var fjöldi íbúða í borginni í byrjun þessa árs 54,758 og þar af er liðlega 5% íbúðanna í eigu eða umsjón Félagsbústaða. Á árinu 2019 var úthlutað 351 íbúð, ýmist til nýrra leigjenda eða vegna flutninga í aðrar félagslegar leiguíbúðir. Umsóknum um almennt félagslegt leiguhúsnæði fækkaði milli ára um 257 eða frá því að vera 906 í mars í fyrra í 649 í mars á þessu ári. Eins og sjá má af þessum tölum er enn mikil þörf fyrir að bæta við leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum. Talsvert hefur verið rætt og ritað um reikningsskilaaðferðir Félagsbústaða vegna fasteigna í eigu félagsins. Eignirnar hafa allt frá árinu 2004 verið færðar á svokölluðu gangvirðismati sem er í samræmi við heimildir í lögum um ársreikninga. Vegna gagnrýni á þessa aðferð var hún borin undir óháðan aðila, KPMG, sem komst að þeirri niðurstöðu að aðferðin væri í fullu samræmi við viðurkenndar reikningsskilaaðferðir og mjög algengt væri að leigufélög notuðu hana. KPMG telur viðeigandi að skilgreina leiguíbúðir í eigu Félagsbústaða sem fjárfestingareignir og fylgja ákvæðum IAS 40 um reikningshaldslega meðferð þeirra og færa eignirnar á gangvirði eins og nú er gert. Höfundur er framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Húsnæðismál Félagsmál Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta ári festu Félagsbústaðir kaup á 112 íbúðum til útleigu og eru nú ríflega 2800 íbúðir í eigu eða umsjón félagsins sem eru leigðar fólki sem býr við þrengstan efnahag í Reykjavík. Um 72% íbúðanna er almennt félagslegt leiguhúsnæði, 11% eru íbúðir fyrir fatlaða, 13% eru íbúðir fyrir aldraða og ríflega 1% íbúðanna er ætlaðar heimilislausum. Þess má geta að fjöldi íbúða Félagsbústaða er nú mun meiri en t.d. allar íbúðir á Seltjarnarnesi sem voru 1.703 í lok árs 2017. Á þessu ári er ráðgert að kaupa 132 íbúðir til viðbótar og byggja tvo íbúðakjarna fyrir fatlaða með 6 íbúðum í hvorum kjarna. Áætlað er að kostnaður nemi alls um 4,5 milljörðum króna og hefur verið sótt um stofnframlög frá ríki og borg fyrir hluta kostnaðarins. Lög um almennar íbúðir frá 2016 sem miða að því að tryggja húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga undir tilteknum tekju- og eignamörkum kveða á um heimildir ríkis og sveitarfélaga til að veita stofnframlög til byggingar og kaupa leiguíbúða. Þessi lög hafa haft mikil og jákvæð áhrif fyrir leigjendur og óhagnaðardrifin leigufélög en fyrir tilstilli þeirra hefur tekist að auka verulega framboð af leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Aukinn jöfnuður – betra samfélag Félagsbústaðir sem eru alfarið í eigu Reykjavíkurborgar sinna því mikilvæga verkefni sveitarfélagsins að sjá til þess að framboð sé á leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði til að mæta grundvallar-mannréttindum og þörfum fólks fyrir eigið heimili og stuðla að auknum jöfnuði og betra samfélagi. Á undanförnum misserum hefur markvisst verið unnið að því að styrkja og efla samfélagslegt hlutverk Félagsbústaða. Gerðar hafa verið þjónustukannanir meðal leigjenda og nú er verið að innleiða nýja þjónustustefnu með breyttum áherslum og stjórnskipulagi. Unnið hefur verið markvisst úr gagnlegum ábendingum innri- og ytri endurskoðenda og verið er að bæta og efla upplýsingatæknimál um leið og lögð er áhersla á að tryggja fjármagn svo unnt sé að mæta þörf fyrir fjölgun íbúða samkvæmt uppbyggingarstefnu borgarinnar. Nýlega fengu Félagsbústaðir, fyrst íslenskra fyrirtækja, vottun og heimild til útgáfu félagslegra skuldabréfa (e.social bonds) en í því felst að útgáfa bréfanna er talin hafa jákvæð samfélagsleg áhrif. Við útgáfu skuldabréfanna hafa óhagstæð lán verið greidd upp og kaup nýrra íbúða fjármögnuð. Einn helsti hvatinn að útgáfu félagslegra skuldabréfa er vaxandi krafa fjárfesta um samfélagslega ábyrga fjárfestingakosti. Jöfn dreifing um alla borg Stefna borgaryfirvalda er að 5% íbúðarhúsnæðis í borginni skuli vera félagslegt leiguhúsnæði sem dreifist sem jafnast í hverfi borgarinnar. Við kaup og byggingu íbúða er leitast við að jafna dreifinguna sem er nú á bilinu 1,5% til 7,5% eftir hverfum. Samkvæmt upplýsingum úr Borgarsjá var fjöldi íbúða í borginni í byrjun þessa árs 54,758 og þar af er liðlega 5% íbúðanna í eigu eða umsjón Félagsbústaða. Á árinu 2019 var úthlutað 351 íbúð, ýmist til nýrra leigjenda eða vegna flutninga í aðrar félagslegar leiguíbúðir. Umsóknum um almennt félagslegt leiguhúsnæði fækkaði milli ára um 257 eða frá því að vera 906 í mars í fyrra í 649 í mars á þessu ári. Eins og sjá má af þessum tölum er enn mikil þörf fyrir að bæta við leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum. Talsvert hefur verið rætt og ritað um reikningsskilaaðferðir Félagsbústaða vegna fasteigna í eigu félagsins. Eignirnar hafa allt frá árinu 2004 verið færðar á svokölluðu gangvirðismati sem er í samræmi við heimildir í lögum um ársreikninga. Vegna gagnrýni á þessa aðferð var hún borin undir óháðan aðila, KPMG, sem komst að þeirri niðurstöðu að aðferðin væri í fullu samræmi við viðurkenndar reikningsskilaaðferðir og mjög algengt væri að leigufélög notuðu hana. KPMG telur viðeigandi að skilgreina leiguíbúðir í eigu Félagsbústaða sem fjárfestingareignir og fylgja ákvæðum IAS 40 um reikningshaldslega meðferð þeirra og færa eignirnar á gangvirði eins og nú er gert. Höfundur er framkvæmdastjóri Félagsbústaða.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar