Segir að sumarið muni einkennast af minningarathöfnum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. maí 2020 20:30 Pétur G. Markan er samskiptastjóri Biskupsstofu. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Samskiptastjóri Biskupsstofu segir að sumarið muni einkennast af minningarathöfnum fremur en brúðkaupum. Nokkuð hefur verið um afbókanir á hjónavígslum í sumar en bókanir séu hafnar að nýju og taka perstar eftir því að fólk kjósi fámennari vígslur. Þegar samkomubannið miðaðist við að mest mættu 20 manns koma saman varð ljóst að ekki gátu allir sótt útfarir ástvina. Ákváðu margir að bíða með minningarathafnir þar til slakað yrði á fjöldatakmörkunum. Samskiptastjóri Biskupsstofu segir að sumarið muni einkennast af minningarathöfnum fremur en brúðkaupum. „Það voru óskaplega margar jarðarfarir sem fóru fram á tímum kórónuveirufaraldurs sem voru gestalaustar, við köllum það kannski ekki í kyrrþey en fóru fram án þess að aðstandendur gætu verið nægilega margir. þannig að það bíða margar minningarathafnir sumarsins,“ sagði Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu. Áður er faraldur kórónuveirunnar skall á þá stefndi í að slegið yrði met í hjónavígslum hjá kirkjunni í sumar. Nokkuð var um afbókanir en nú sé fólk að bóka vígslur að nýju og kjósi að þær séu fámennar. „Og kannski finna kjarnann aftur í ákvörðuninni. Það er að fólk er að gefast saman í ást og það skipti ekki öllu máli hvort það verði 300 manna veisla eða 50 manna veisla. Þetta eru prestar að finna fyrir núna,“ sagði Pétur. Hallgrímskirkja Vísir/Vilhelm Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum landsins í morgun. Ekki mega þó fleiri en fimmtíu sækja hverja kirkju og enn verður tveggja metra reglan í gildi. Í Bessastaðakirkju fór messuhald fram með nokkuð óhefðbundnu sniði þar sem efnt var til umhverfismessu en sóknarfólk tók til hendinni og plokkaði rusl á svæðinu. „Og er svolítið einkennandi fyrir það sem kirkjan vill standa fyrir í framtíðinni. Hún er umhverfiskirkja og vill vera leiðandi í þessum málaflokki og það birtist allskonar eins og að standa fyrir plokki,“ sagði Pétur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðkirkjan Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum í morgun Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum klukkan ellefu í morgun. Biskup Íslands segir að þrátt fyrir að helgihald geti nú farið fram inni í kirkjum standi til að halda áfram að streyma messum á netinu. 17. maí 2020 12:53 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Samskiptastjóri Biskupsstofu segir að sumarið muni einkennast af minningarathöfnum fremur en brúðkaupum. Nokkuð hefur verið um afbókanir á hjónavígslum í sumar en bókanir séu hafnar að nýju og taka perstar eftir því að fólk kjósi fámennari vígslur. Þegar samkomubannið miðaðist við að mest mættu 20 manns koma saman varð ljóst að ekki gátu allir sótt útfarir ástvina. Ákváðu margir að bíða með minningarathafnir þar til slakað yrði á fjöldatakmörkunum. Samskiptastjóri Biskupsstofu segir að sumarið muni einkennast af minningarathöfnum fremur en brúðkaupum. „Það voru óskaplega margar jarðarfarir sem fóru fram á tímum kórónuveirufaraldurs sem voru gestalaustar, við köllum það kannski ekki í kyrrþey en fóru fram án þess að aðstandendur gætu verið nægilega margir. þannig að það bíða margar minningarathafnir sumarsins,“ sagði Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu. Áður er faraldur kórónuveirunnar skall á þá stefndi í að slegið yrði met í hjónavígslum hjá kirkjunni í sumar. Nokkuð var um afbókanir en nú sé fólk að bóka vígslur að nýju og kjósi að þær séu fámennar. „Og kannski finna kjarnann aftur í ákvörðuninni. Það er að fólk er að gefast saman í ást og það skipti ekki öllu máli hvort það verði 300 manna veisla eða 50 manna veisla. Þetta eru prestar að finna fyrir núna,“ sagði Pétur. Hallgrímskirkja Vísir/Vilhelm Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum landsins í morgun. Ekki mega þó fleiri en fimmtíu sækja hverja kirkju og enn verður tveggja metra reglan í gildi. Í Bessastaðakirkju fór messuhald fram með nokkuð óhefðbundnu sniði þar sem efnt var til umhverfismessu en sóknarfólk tók til hendinni og plokkaði rusl á svæðinu. „Og er svolítið einkennandi fyrir það sem kirkjan vill standa fyrir í framtíðinni. Hún er umhverfiskirkja og vill vera leiðandi í þessum málaflokki og það birtist allskonar eins og að standa fyrir plokki,“ sagði Pétur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðkirkjan Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum í morgun Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum klukkan ellefu í morgun. Biskup Íslands segir að þrátt fyrir að helgihald geti nú farið fram inni í kirkjum standi til að halda áfram að streyma messum á netinu. 17. maí 2020 12:53 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum í morgun Helgihald hófst á ný í flestum kirkjum klukkan ellefu í morgun. Biskup Íslands segir að þrátt fyrir að helgihald geti nú farið fram inni í kirkjum standi til að halda áfram að streyma messum á netinu. 17. maí 2020 12:53