Biden bætir annarri stuðningsyfirlýsingu í safnið fyrir mikilvægt forval Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2020 13:28 Framboð Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, virtist í miklum kröggum í upphafi forvalsins. Hann hefur nú fylkt hófsamari hluta Demókrataflokksins að baki sér og tryggt sér stuðningsyfirlýsinga margra fyrrverandi keppinauta úr forvalinu. AP/Rogelio V. Solis Tveir fyrrverandi mótframbjóðendur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, hafa lýst yfir stuðningi við hann í forvali Demókrataflokksins síðasta sólarhringinn. Forvalið heldur áfram í sex ríkjum á morgun, þar á meðal í Michigan sem er talið geta ráðið miklu um úrslit forsetakosninganna í nóvember. Cory Booker, öldungadeildarþingmaður frá New Jersey, hét Biden stuðningi sínum í morgun. Sólarhring áður lýsti Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, yfirstuðningi við varaforsetann fyrrverandi. Þau voru bæði á meðal frambjóðenda í forvalinu en heltust snemma úr lestinni. New York Times segir að þau ætli bæði að koma fram á kosningafundi með Biden í Detroit í Michigan í kvöld. The answer to hatred & division is to reignite our spirit of common purpose.@JoeBiden won t only win - he ll show there's more that unites us than divides us.He ll restore honor to the Oval Office and tackle our most pressing challenges.That s why I m proud to endorse Joe. pic.twitter.com/RcsnZs5mfQ— Cory Booker (@CoryBooker) March 9, 2020 Verulegur viðsnúningur hefur orðið á gengi Biden í forvalinu undanfarnar vikur. Byrjað var að spá framboði hans dauða eftir dapurt gengi í fyrstu ríkjunum sem kusu í forvalinu. Afgerandi sigur hans í Suður-Karólína fyrir rúmri viku lagði þó grunninn að óvæntri sigurgöngu á svonefndum ofurþriðjudegi þegar fjórtán ríki greiddu atkvæði í síðustu viku. Nú standa Biden og Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, eftir sem einu raunhæfu frambjóðendurnir í forvalinu. Sanders virtist sigurstranglegastur eftir að fyrstu ríkin kusu í forvalinu en hófsamari hluti Demókrataflokksins virðist nú hafa fylkt sér nær allur að baki Biden. Áður höfðu Pete Buttigieg, sem vegnaði vel í upphafi forvalsins, og Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður frá Minnesota, dregið framboð sín til baka og lýst yfir stuðningi við Biden. Stuðningsmenn Bernie Sanders dreifa spjöldum fyrir kosningafund hans í Grand Rapids í Michigan í gær. Ríkið er það fjölmennasta sem greiðir atkvæði í forvalinu á morgun og er talið skipta sköpum í forsetakosningunum í haust.AP/Anntaninna Biondo/The Grand Rapids Press Biden talinn líklegri í Michigan Sex ríki greiða atkvæði í forvalinu á morgun. Stærst þeirra er Michigan en það var eitt þeirra ríkja sem Donald Trump vann með sáralitlum mun í forsetakosningunum árið 2016. Talið er að úrslit þar geti skipt sköpum í forsetakosningunum í haust. Af þeim sökum fylgjast stjórnmálaskýrendur með niðurstöðunum í Michigan af ákafa. Sanders höfðar til róttækari hluta flokksins og ætlar sér að vinna sigur með því að fá ungt fólk til að kjósa í ríkari mæli en til þessa. Biden höfðar til hófsamari kjósenda og heldur því fram að hann geti unnið aftur hvíta verkamannastétt í ríkjum eins og Michigan, Wisconsin og Pennsylvaníu sem hallaði sér að Trump fyrir fjórum árum. Sanders hafði sigur gegn Hillary Clinton í forvali demókrata í Michigan árið 2016. Takist honum ekki að endurtaka leikinn gæti verið út um möguleika hans á að tryggja sér útnefninguna sem forsetaframbjóðandi demókrata. Bæði Sanders og Biden halda viðburði í Michigan í kvöld Horfur Sanders virðast þó ekki góðar. Kosningalíkan Five Thirty Eight gefur Biden 91% líkur á að fá flest atkvæði í Michigan, að meðaltali með um 55% atkvæða. Auk Michigan ganga demókratar í Washington-ríki, Missouri, Mississippi, Idaho og Norður-Dakóta að kjörborðinu á morgun. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kamala Harris lýsir yfir stuðningi við Biden Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, Kamala Harris, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden í forvali flokksins. 8. mars 2020 14:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Tveir fyrrverandi mótframbjóðendur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, hafa lýst yfir stuðningi við hann í forvali Demókrataflokksins síðasta sólarhringinn. Forvalið heldur áfram í sex ríkjum á morgun, þar á meðal í Michigan sem er talið geta ráðið miklu um úrslit forsetakosninganna í nóvember. Cory Booker, öldungadeildarþingmaður frá New Jersey, hét Biden stuðningi sínum í morgun. Sólarhring áður lýsti Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, yfirstuðningi við varaforsetann fyrrverandi. Þau voru bæði á meðal frambjóðenda í forvalinu en heltust snemma úr lestinni. New York Times segir að þau ætli bæði að koma fram á kosningafundi með Biden í Detroit í Michigan í kvöld. The answer to hatred & division is to reignite our spirit of common purpose.@JoeBiden won t only win - he ll show there's more that unites us than divides us.He ll restore honor to the Oval Office and tackle our most pressing challenges.That s why I m proud to endorse Joe. pic.twitter.com/RcsnZs5mfQ— Cory Booker (@CoryBooker) March 9, 2020 Verulegur viðsnúningur hefur orðið á gengi Biden í forvalinu undanfarnar vikur. Byrjað var að spá framboði hans dauða eftir dapurt gengi í fyrstu ríkjunum sem kusu í forvalinu. Afgerandi sigur hans í Suður-Karólína fyrir rúmri viku lagði þó grunninn að óvæntri sigurgöngu á svonefndum ofurþriðjudegi þegar fjórtán ríki greiddu atkvæði í síðustu viku. Nú standa Biden og Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, eftir sem einu raunhæfu frambjóðendurnir í forvalinu. Sanders virtist sigurstranglegastur eftir að fyrstu ríkin kusu í forvalinu en hófsamari hluti Demókrataflokksins virðist nú hafa fylkt sér nær allur að baki Biden. Áður höfðu Pete Buttigieg, sem vegnaði vel í upphafi forvalsins, og Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmaður frá Minnesota, dregið framboð sín til baka og lýst yfir stuðningi við Biden. Stuðningsmenn Bernie Sanders dreifa spjöldum fyrir kosningafund hans í Grand Rapids í Michigan í gær. Ríkið er það fjölmennasta sem greiðir atkvæði í forvalinu á morgun og er talið skipta sköpum í forsetakosningunum í haust.AP/Anntaninna Biondo/The Grand Rapids Press Biden talinn líklegri í Michigan Sex ríki greiða atkvæði í forvalinu á morgun. Stærst þeirra er Michigan en það var eitt þeirra ríkja sem Donald Trump vann með sáralitlum mun í forsetakosningunum árið 2016. Talið er að úrslit þar geti skipt sköpum í forsetakosningunum í haust. Af þeim sökum fylgjast stjórnmálaskýrendur með niðurstöðunum í Michigan af ákafa. Sanders höfðar til róttækari hluta flokksins og ætlar sér að vinna sigur með því að fá ungt fólk til að kjósa í ríkari mæli en til þessa. Biden höfðar til hófsamari kjósenda og heldur því fram að hann geti unnið aftur hvíta verkamannastétt í ríkjum eins og Michigan, Wisconsin og Pennsylvaníu sem hallaði sér að Trump fyrir fjórum árum. Sanders hafði sigur gegn Hillary Clinton í forvali demókrata í Michigan árið 2016. Takist honum ekki að endurtaka leikinn gæti verið út um möguleika hans á að tryggja sér útnefninguna sem forsetaframbjóðandi demókrata. Bæði Sanders og Biden halda viðburði í Michigan í kvöld Horfur Sanders virðast þó ekki góðar. Kosningalíkan Five Thirty Eight gefur Biden 91% líkur á að fá flest atkvæði í Michigan, að meðaltali með um 55% atkvæða. Auk Michigan ganga demókratar í Washington-ríki, Missouri, Mississippi, Idaho og Norður-Dakóta að kjörborðinu á morgun.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kamala Harris lýsir yfir stuðningi við Biden Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, Kamala Harris, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden í forvali flokksins. 8. mars 2020 14:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Kamala Harris lýsir yfir stuðningi við Biden Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, Kamala Harris, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden í forvali flokksins. 8. mars 2020 14:46