Flókið en viðráðanlegt Logi Einarsson skrifar 9. mars 2020 15:30 Almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld hafa staðið sig sérstaklega vel í ólgusjó liðinna daga, birst landsmönnum á yfirvegaðan og upplýstan hátt og sýnt nauðsynlega festu í viðbrögðum gegn útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Þá er það fagnaðarefni að aðilar vinnumarkaðarins og ríkið hafi tryggt að einstaklingar beri ekki fjárhagslegt tjón af veikindum eða sóttkví. Ég hef þó áhyggjur af fyrirtækjum, ekki síst þeim smærri, sem eru efnahagslífinu gríðarlega mikilvæg, skapa fjölda fólks atvinnu og eru oft lífæð byggðanna. Þau gætu lent í miklum skakkaföllum. Við erum raunar þegar farin að sjá slæmar afleiðingar. Þannig hefur frestun fjölda viðburða t.d. þegar haft áhrif á fyrirtæki í veislu- og gistiþjónustu og tónlistarfólk og aðra skemmtikrafta, sem sjá fyrir sér að öllu eða mestu leyti með verktöku. Við stöndum því andspænis mjög flóknu verkefni sem við verðum öll að sameinast um. Verja velferð almennings í kólnandi hagkerfi, vaxandi atvinnuleysi, með minnkandi tekjum og stöðugt veikari krónu á sama tíma og við styðjum atvinnulífið og ráðumst í kostnaðarsama uppbyggingu. En þótt verkefnið sé flókið er það viðráðanlegt, ef stjórnvöld hafa kjark og framsýni til að stíga nægilega fast til jarðar; kynna fjölbreyttaraðgerðir til að milda efnahagshöggið. Til þessa hefur ríkisstjórnin verið of svifasein og óskýr. Við þurfum að ráðast í fjárfestingar til að örva atvinnulífið, en þá skiptir máli hvernig og hvenær er fjárfest. Mikilvægt er að verkefnin verði af ýmsum stærðum og gerðum og skapi atvinnu fyrir ólíka hópa, konur og karla, með ólíka menntun og reynslu. Það skiptir líka máli hvert fjármagn til framkvæmda er sótt. Forðast ber að selja bankahluti á hrakvirði en nýta frekar hagstæð skilyrði til lántöku. Umfram allt er brýnt að virkja þann kraft sem býr í starfsemi lítilla og meðalstórra fyrirtækja, í iðnaði, matvælaframleiðslu eða ferðaþjónustu, svo dæmi séu nefnd. Samfylkingin hefur þegar lagt fram þingmál um aðgerðir í þágu slíkra fyrirtækja sem ríkisstjórnin gæti sótt innblástur í. Þar leggjum við til að lækka tryggingargjaldið sérstaklega skarpt á minni fyrirtæki þar sem launakostnaður vegur oft þyngst. Við viljum líka styðja fyrirtæki í nýsköpun og þróun svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægast er þó að gleyma ekki þeim áhrifum sem kólnandi hagkerfi getur haft á fólk; sérstaklega það sem býr þegar við mjög kröpp kjör. Nú er tími til að fjárfesta í fólki og jafna lífskjör í landinu. Tryggja öllum aukið öryggi og tryggja fólki á lágum og meðallaunum, ekki síst barnafjölskyldum meiri lífsgæði í allt of dýru landi. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Wuhan-veiran Logi Einarsson Heilbrigðismál Almannavarnir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld hafa staðið sig sérstaklega vel í ólgusjó liðinna daga, birst landsmönnum á yfirvegaðan og upplýstan hátt og sýnt nauðsynlega festu í viðbrögðum gegn útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Þá er það fagnaðarefni að aðilar vinnumarkaðarins og ríkið hafi tryggt að einstaklingar beri ekki fjárhagslegt tjón af veikindum eða sóttkví. Ég hef þó áhyggjur af fyrirtækjum, ekki síst þeim smærri, sem eru efnahagslífinu gríðarlega mikilvæg, skapa fjölda fólks atvinnu og eru oft lífæð byggðanna. Þau gætu lent í miklum skakkaföllum. Við erum raunar þegar farin að sjá slæmar afleiðingar. Þannig hefur frestun fjölda viðburða t.d. þegar haft áhrif á fyrirtæki í veislu- og gistiþjónustu og tónlistarfólk og aðra skemmtikrafta, sem sjá fyrir sér að öllu eða mestu leyti með verktöku. Við stöndum því andspænis mjög flóknu verkefni sem við verðum öll að sameinast um. Verja velferð almennings í kólnandi hagkerfi, vaxandi atvinnuleysi, með minnkandi tekjum og stöðugt veikari krónu á sama tíma og við styðjum atvinnulífið og ráðumst í kostnaðarsama uppbyggingu. En þótt verkefnið sé flókið er það viðráðanlegt, ef stjórnvöld hafa kjark og framsýni til að stíga nægilega fast til jarðar; kynna fjölbreyttaraðgerðir til að milda efnahagshöggið. Til þessa hefur ríkisstjórnin verið of svifasein og óskýr. Við þurfum að ráðast í fjárfestingar til að örva atvinnulífið, en þá skiptir máli hvernig og hvenær er fjárfest. Mikilvægt er að verkefnin verði af ýmsum stærðum og gerðum og skapi atvinnu fyrir ólíka hópa, konur og karla, með ólíka menntun og reynslu. Það skiptir líka máli hvert fjármagn til framkvæmda er sótt. Forðast ber að selja bankahluti á hrakvirði en nýta frekar hagstæð skilyrði til lántöku. Umfram allt er brýnt að virkja þann kraft sem býr í starfsemi lítilla og meðalstórra fyrirtækja, í iðnaði, matvælaframleiðslu eða ferðaþjónustu, svo dæmi séu nefnd. Samfylkingin hefur þegar lagt fram þingmál um aðgerðir í þágu slíkra fyrirtækja sem ríkisstjórnin gæti sótt innblástur í. Þar leggjum við til að lækka tryggingargjaldið sérstaklega skarpt á minni fyrirtæki þar sem launakostnaður vegur oft þyngst. Við viljum líka styðja fyrirtæki í nýsköpun og þróun svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægast er þó að gleyma ekki þeim áhrifum sem kólnandi hagkerfi getur haft á fólk; sérstaklega það sem býr þegar við mjög kröpp kjör. Nú er tími til að fjárfesta í fólki og jafna lífskjör í landinu. Tryggja öllum aukið öryggi og tryggja fólki á lágum og meðallaunum, ekki síst barnafjölskyldum meiri lífsgæði í allt of dýru landi. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar