Ólafur Ragnar hnýtir í Carl Bildt fyrir að gleyma Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2020 10:19 Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands. Vísir/Vilhelm Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, setti ofan í við Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, á Twitter í gærkvöldi. Fannst honum undarlegt að Bildt hafi birt línurit um dauðsföll á Norðurlöndum auk nokkurra annarra ríkja vegna Covid-19 en hafi skilið Ísland út undan. Staðan á Íslandi sé áhugaverðust af þeim öllum að mati Ólafs Ragnars miðað við hvernig gengið hafi að bregðast við veirunni. Samkvæmt CNN sé Ísland eitt fjögurra ríkja heimsins sem önnur ríki geti lært af. Í tísti Bildt segir hann mikinn mun á því hvernig Norðurlönd hafi brugðist við heimsfaraldrinum sem nýja kórónuveiran sé. Sömuleiðis að mikill munur sé á afleiðingunum veirunnar, eins og dauðsföllum. Dear Carl @carlbildt! A #COVID19 graph of #Nordic countries and you exclude #Iceland! The most interesting one. @CNN says one of 4 countries creating lessons for others; #Taiwan, #SKorea, #Germany the other three. Also: Don't forget the success of #Greenland and #FaroeIslands. https://t.co/yAdyLzR2x2— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) April 16, 2020 Yfirvöld í Svíþjóð hafa verið gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi vegna faraldursins og sænskur almenningur einnig. Lítið hefur verið skimað fyrir Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, og hafa aðgerðir yfirvalda varðandi félagsforðun verið umfangslitlar. Búið er að staðfesta að 12.540 hafi smitast af veirunni í Svíþjóð en minnst 1.333 hafa dáið. Í Danmörku hafa minnst 7.268 smitast og 321 dáið. Í Noregi hafa minnst 6.905 smitast og 152 dáið. Í Finnlandi hafa minnst 3.489 smitast og 75 dáið. Hér á Íslandi eru svo 1.739 staðfest smit og níu hafa dáið. Svíar hafa sagt að hátt hlutfall látinna, miðað við staðfest smit, þar í landi einkennist af því hvernig þeir telji hina dánu. Látnum hefur þó fjölgað hratt og undanfarinn sólarhring voru þeir minnst 130. Samkvæmt SVT er talið mögulegt að ekki sé búið að tilkynna öll tilfelli. Endast lengur en aðrir Nú í morgun hélt Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, blaðamannafund þar sem hún sagði ranga mynd hafa verið teiknaða upp af ríkinu og viðbrögðum yfirvalda. Hún sagði rétt að Svíar hafi gripið til öðruvísi aðgerða en aðrir. Skólum hafi ekki verið lokað og fólki ekki gert að halda sig heima. Hins vegar hafi verið lagt til að fólk stundi félagsforðun og fari varlega. Munurinn sé sá að Svíar geti haldið þessu áfram til mun lengri tíma en önnur ríki. Johan Carlson, frá Lýðheilsustofnun Svíþjóðar, sagði Svía geta haldið viðhaldið aðgerðum sínum til 2022, þurfi þess. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Sorglegt að Bandaríkjamenn fylgi ekki forskriftinni sem þeir kenndu Íslendingum Bandaríkin ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að styðjast við sömu aðferðafræði og Íslendingar í baráttunni við kórónuveiruna 16. apríl 2020 11:15 CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. 16. apríl 2020 08:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, setti ofan í við Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, á Twitter í gærkvöldi. Fannst honum undarlegt að Bildt hafi birt línurit um dauðsföll á Norðurlöndum auk nokkurra annarra ríkja vegna Covid-19 en hafi skilið Ísland út undan. Staðan á Íslandi sé áhugaverðust af þeim öllum að mati Ólafs Ragnars miðað við hvernig gengið hafi að bregðast við veirunni. Samkvæmt CNN sé Ísland eitt fjögurra ríkja heimsins sem önnur ríki geti lært af. Í tísti Bildt segir hann mikinn mun á því hvernig Norðurlönd hafi brugðist við heimsfaraldrinum sem nýja kórónuveiran sé. Sömuleiðis að mikill munur sé á afleiðingunum veirunnar, eins og dauðsföllum. Dear Carl @carlbildt! A #COVID19 graph of #Nordic countries and you exclude #Iceland! The most interesting one. @CNN says one of 4 countries creating lessons for others; #Taiwan, #SKorea, #Germany the other three. Also: Don't forget the success of #Greenland and #FaroeIslands. https://t.co/yAdyLzR2x2— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) April 16, 2020 Yfirvöld í Svíþjóð hafa verið gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi vegna faraldursins og sænskur almenningur einnig. Lítið hefur verið skimað fyrir Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, og hafa aðgerðir yfirvalda varðandi félagsforðun verið umfangslitlar. Búið er að staðfesta að 12.540 hafi smitast af veirunni í Svíþjóð en minnst 1.333 hafa dáið. Í Danmörku hafa minnst 7.268 smitast og 321 dáið. Í Noregi hafa minnst 6.905 smitast og 152 dáið. Í Finnlandi hafa minnst 3.489 smitast og 75 dáið. Hér á Íslandi eru svo 1.739 staðfest smit og níu hafa dáið. Svíar hafa sagt að hátt hlutfall látinna, miðað við staðfest smit, þar í landi einkennist af því hvernig þeir telji hina dánu. Látnum hefur þó fjölgað hratt og undanfarinn sólarhring voru þeir minnst 130. Samkvæmt SVT er talið mögulegt að ekki sé búið að tilkynna öll tilfelli. Endast lengur en aðrir Nú í morgun hélt Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, blaðamannafund þar sem hún sagði ranga mynd hafa verið teiknaða upp af ríkinu og viðbrögðum yfirvalda. Hún sagði rétt að Svíar hafi gripið til öðruvísi aðgerða en aðrir. Skólum hafi ekki verið lokað og fólki ekki gert að halda sig heima. Hins vegar hafi verið lagt til að fólk stundi félagsforðun og fari varlega. Munurinn sé sá að Svíar geti haldið þessu áfram til mun lengri tíma en önnur ríki. Johan Carlson, frá Lýðheilsustofnun Svíþjóðar, sagði Svía geta haldið viðhaldið aðgerðum sínum til 2022, þurfi þess.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Sorglegt að Bandaríkjamenn fylgi ekki forskriftinni sem þeir kenndu Íslendingum Bandaríkin ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að styðjast við sömu aðferðafræði og Íslendingar í baráttunni við kórónuveiruna 16. apríl 2020 11:15 CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. 16. apríl 2020 08:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Sorglegt að Bandaríkjamenn fylgi ekki forskriftinni sem þeir kenndu Íslendingum Bandaríkin ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að styðjast við sömu aðferðafræði og Íslendingar í baráttunni við kórónuveiruna 16. apríl 2020 11:15
CNN segir viðbrögð yfirvalda hér á landi geta kennt umheiminum fjórar lexíur Bandaríski fjölmiðilin CNN tekur Ísland sem dæmi um eitt af fjórum ríkjum sem brugðist hafi rétt við til að stemma stigu við kórónuveirufaraldurinn í viðkomandi ríkjum. Alls telur CNN að læra megi tólf lexíur af viðbrögðum þessara fjögurra ríkja, og þar af á Ísland þriðjung þeirra. 16. apríl 2020 08:49