„Konur hafa ekki sömu undankomuleið frá heimilisofbeldi“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. apríl 2020 11:56 Lilja Hrönn Helgadóttir Mynd/Katrín Ólafs Lilja Helgadóttir stílisti hefur sett af stað söfnun fyrir Kvennaathvarfið. Hún vildi finna leið til að láta gott af sér leiða á tímum kórónuveiru og fékk nokkrar listakonur með sér í lið. Lilja hefur verið búsett í London síðan árið 2011 og útbreiðsla veirunnar hefur haft mikil áhrif.“ „Ég er sjálfstætt starfandi tísku stílisti og vinn bæði við að stílisera myndaþætti fyrir tímarit og auglýsingastörf fyrir ýmis fyrirtæki og merki hérna úti. Ég er búin að vera hérna síðan í september 2011, eða í tæp níu ár,“ segir Lilja í samtali við Vísi. Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á líf Lilju og fjölskyldu hennar úti í London. „Já hún hefur hálf partinn sett líf okkar á hvolf til að vera alveg hreinskilin. Bæði ég og maður minn fáum enga vinnu út af veirunni og erum eiginlega alveg föst heima með litlu 10 mánaða dóttur okkar sem getur ekkert hitt önnur börn eða fengið þann útiverutíma sem er svo heilbrigt fyrir börn á þessum aldri. Við förum út einu sinni til tvisvar í viku, einungis til að versla í matinn og það er hægara sagt en gert þegar ástandið er svona, stundum þurfum við að bíða í röð í yfir hálftíma bara til að komast inn í búðina. En þar sem heimilið okkar hefur misst alla innkomu sjáum við ekki fært á að kaupa húsnæði hérna í London, þar sem húsnæðisverð eru náttúrulega alveg út úr kortinu, þannig við gætum þurft að flytja búferlum til annað hvort Íslands, eða Austurríkis þaðan sem maðurinn minn er frá, til þess að geta séð okkur fært á að lifa einhvers staðar án þess að þurfa blæða út pening, þar sem að London er ein dýrasta borg heims.“ Lilja Hrönn segir enga vinnu að fá í augnablikinu í hennar bransa.Mynd/Katrín Ólafsdóttir Þvinguð í launalaust frí Lilja segir að það sé erfitt að geta ekki fengið neina vinnu út af veirunni. „Öll ljósmyndastúdíó er gjörsamlega lokuð og hafa verið í margar vikur, og verða enn. Ég átti að hefja starf í Mars síðast liðinn hjá einu fyrirtæki hérna í London eftir barneignarleyfi, en því var frestað út af augljósum ástæðum, en það fyrirtæki var að fara á hausinn í gærkvöld þannig ég sé ekki fram á hvernig ég muni geta fundið vinnu hérna í dágóðan tíma.“ Á meðan Lilja var ólétt og í barneignarleyfi opnaði hún vefmiðil sem kallast Tides Magazine. „Þetta á að vera opinn vettvangur fyrir fólk í lista og tísku bransanum til að birta verkefni og skrif, og þar að auki til að opna augu fyrir aðra um lista- og tískuheiminn með að hafa áhugaverð viðtöl við fólk alls staðar frá sem starfar við list, tónlist, tísku og svo framvegis.“ Á síðunni eru nú seldar myndir til styrktar Kvennaathvarfinu. „Mig langaði að nýta þennan tíma, þar sem ég var óneitanlega þvinguð til að taka sem launalaust frí, í eitthvað nytsamlegt. Þó Covid-19 sé að hafa hræðileg áhrif á mig og fjölskyldu mína þá eru margir aðrir sem hafa það mun verra, og mig langaði að reyna að hjálpa þeim á einhvern hátt.“ Mynd eftir Katrínu Ólafs sem seld er til styrktar Kvennaathvarfinu. Aukning í símtölum Lilju fannst mikilvægt að styðja samtök sem þyrftu aðstoð núna vegna veirunnar. „Það eru komnar svo margar safnanir á stað bæði hér í London og einnig á Íslandi, fyrir framlínustarfsmenn og spítalana, að mig langaði að velja eitthvað málefni sem væri undir slæmum áhrif af veirunni, beint eða óbeint. Eftir að vinkona mín stakk upp á Kvennaathvarfinu fór ég að lesa um svakalega aukningu á símtölum vegna heimilisofbeldis og fór að skoða þetta nánar. Seinna meir frétti ég af öðru dauðsfalli sem hafði orðið á Íslandi sem mætti mögulega rekja til heimilisofbeldis, og þá ákvað ég alveg að fara af stað með þessa söfnun. Samkomu og útgöngubönn hafa þær hræðilegu afleiðingar að konur hafa ekki sömu undankomuleið frá heimilisofbeldi eins og þær höfðu áður. Allt í einu komast þær ekki frá heimilinu þar sem ofbeldið hefur vettvang til að eiga sér stað, hlutir eins og að sækja börn í skóla, fara út að versla í matinn, mæta til vinnu og svo framvegis eru allt leiðir fyrir fórnalömb til að forðast ofbeldið.“ Mynd efitr Lilju Hrönn sjálfa Beið með nágrannakonunni Sjálf þekkir Lilja til nokkurra kvenna sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi. „Og þá fleiri sem hafa orðið fyrir mjög miklu andlegu ofbeldi sem er ekki skömminni skárra þó það sýni sig ekki á sama hátt og líkamlegt ofbeldi. Einnig hef ég orðið vitni að mjög hræðilegu líkamlegu ofbeldi gagnvart nágrannakonu minni hér í London þar sem lögregla og sjúkrabíll var kallaður til. Ég þurfti að veita henni og ungbarni skjól gagnvart barnsföðurnum sem gekk berserksgang á meðan hann var undir áhrifum eiturlyfja. Ég held að ég hafi sjaldan verið jafn hrædd, þannig að gæti ekki ímyndað mér líðan hennar.“ Lilja fékk fjórar listakonur með sér í þetta verkefni og að auki er til sölu eitt verk eftir hana sjálfa. „Katrín Ólafs og Marsý Hild eru báðar íslenskar og hafa búið í London í ótal mörg ár, en Katrín var að flytja aftur til Íslands í síðasta mánuði. Svo eru það Sarah Blais og Charlotte Stouvenot. Sarah er Kanadísk og er búsett í París, á meðan að Charlotte er frönsk og býr einnig í París. Allt ótrúlega hæfileikaríkar konur sem eiga mestu þakkir skilið fyrir að gefa málefninu verk sín.“ Mynd eftir Sarah Blais Söfnunin virkar þannig að á síðunni Tides er hægt að finna myndirnar til sölu undir „Shop“ og þar má sjá hvaða myndir eru til sölu. „Þú borgar bara einn sendingarkostnað sama hvað. Hún fer fram á GBP þar sem síðan mín er staðsett hérna í London, en hvert prent er á 60 GBP eða um tæpar 11.000 krónur og kaupandi borgar svo sendingarkostnað ofan á. Hvert prent er stærð A3 eða 30 x 40 sentímetrar. Pixel prentþjónusta hafa gefið mér ótrúlega góðan díl á prentun og fá góðar þakkir fyrir og að auki hann Heimir Óskarsson sem hefur verið eins konar framleiðslustjóri fyrir mig á Íslandi. Allur ágóði rennur óskertur til Kvennaathvarfsins. Ég er enn að leita að fyrirtæki til að gefa eða bjóða góðan díl á pappírshólkum til að senda prentin út í, þannig ef einhver sem að les þetta gæti hjálpað mættu þau endilega hafa samband. Að sama skapi, ef að einhver vill borga meira fyrir prentið, eða leggja málefninu lið án þess að kaupa prent, má hafa samband við mig í gegnum netfangið [email protected].“ Mynd eftir Charlotte Stouvenot Lilja er ánægð með viðbrögðin og segir að fólk sé duglegt að deila þessu framtaki á samfélagsmiðlum. Salan gæti þó gengið betur og vonar Lilja að hún nái að selja öll eintökin af myndunum. Hægt er að sjá allar myndirnar á vefsíðu Lilju. „Það eru enn til eintök eftir af öllum prentunum, og ég bið alla þá sem geta séð af sér að kaupa prent annað hvort fyrir sitt eigið heimili eða til dæmis til að gefa sem gjöf.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heimilisofbeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Fleiri fréttir Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Sjá meira
Lilja Helgadóttir stílisti hefur sett af stað söfnun fyrir Kvennaathvarfið. Hún vildi finna leið til að láta gott af sér leiða á tímum kórónuveiru og fékk nokkrar listakonur með sér í lið. Lilja hefur verið búsett í London síðan árið 2011 og útbreiðsla veirunnar hefur haft mikil áhrif.“ „Ég er sjálfstætt starfandi tísku stílisti og vinn bæði við að stílisera myndaþætti fyrir tímarit og auglýsingastörf fyrir ýmis fyrirtæki og merki hérna úti. Ég er búin að vera hérna síðan í september 2011, eða í tæp níu ár,“ segir Lilja í samtali við Vísi. Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á líf Lilju og fjölskyldu hennar úti í London. „Já hún hefur hálf partinn sett líf okkar á hvolf til að vera alveg hreinskilin. Bæði ég og maður minn fáum enga vinnu út af veirunni og erum eiginlega alveg föst heima með litlu 10 mánaða dóttur okkar sem getur ekkert hitt önnur börn eða fengið þann útiverutíma sem er svo heilbrigt fyrir börn á þessum aldri. Við förum út einu sinni til tvisvar í viku, einungis til að versla í matinn og það er hægara sagt en gert þegar ástandið er svona, stundum þurfum við að bíða í röð í yfir hálftíma bara til að komast inn í búðina. En þar sem heimilið okkar hefur misst alla innkomu sjáum við ekki fært á að kaupa húsnæði hérna í London, þar sem húsnæðisverð eru náttúrulega alveg út úr kortinu, þannig við gætum þurft að flytja búferlum til annað hvort Íslands, eða Austurríkis þaðan sem maðurinn minn er frá, til þess að geta séð okkur fært á að lifa einhvers staðar án þess að þurfa blæða út pening, þar sem að London er ein dýrasta borg heims.“ Lilja Hrönn segir enga vinnu að fá í augnablikinu í hennar bransa.Mynd/Katrín Ólafsdóttir Þvinguð í launalaust frí Lilja segir að það sé erfitt að geta ekki fengið neina vinnu út af veirunni. „Öll ljósmyndastúdíó er gjörsamlega lokuð og hafa verið í margar vikur, og verða enn. Ég átti að hefja starf í Mars síðast liðinn hjá einu fyrirtæki hérna í London eftir barneignarleyfi, en því var frestað út af augljósum ástæðum, en það fyrirtæki var að fara á hausinn í gærkvöld þannig ég sé ekki fram á hvernig ég muni geta fundið vinnu hérna í dágóðan tíma.“ Á meðan Lilja var ólétt og í barneignarleyfi opnaði hún vefmiðil sem kallast Tides Magazine. „Þetta á að vera opinn vettvangur fyrir fólk í lista og tísku bransanum til að birta verkefni og skrif, og þar að auki til að opna augu fyrir aðra um lista- og tískuheiminn með að hafa áhugaverð viðtöl við fólk alls staðar frá sem starfar við list, tónlist, tísku og svo framvegis.“ Á síðunni eru nú seldar myndir til styrktar Kvennaathvarfinu. „Mig langaði að nýta þennan tíma, þar sem ég var óneitanlega þvinguð til að taka sem launalaust frí, í eitthvað nytsamlegt. Þó Covid-19 sé að hafa hræðileg áhrif á mig og fjölskyldu mína þá eru margir aðrir sem hafa það mun verra, og mig langaði að reyna að hjálpa þeim á einhvern hátt.“ Mynd eftir Katrínu Ólafs sem seld er til styrktar Kvennaathvarfinu. Aukning í símtölum Lilju fannst mikilvægt að styðja samtök sem þyrftu aðstoð núna vegna veirunnar. „Það eru komnar svo margar safnanir á stað bæði hér í London og einnig á Íslandi, fyrir framlínustarfsmenn og spítalana, að mig langaði að velja eitthvað málefni sem væri undir slæmum áhrif af veirunni, beint eða óbeint. Eftir að vinkona mín stakk upp á Kvennaathvarfinu fór ég að lesa um svakalega aukningu á símtölum vegna heimilisofbeldis og fór að skoða þetta nánar. Seinna meir frétti ég af öðru dauðsfalli sem hafði orðið á Íslandi sem mætti mögulega rekja til heimilisofbeldis, og þá ákvað ég alveg að fara af stað með þessa söfnun. Samkomu og útgöngubönn hafa þær hræðilegu afleiðingar að konur hafa ekki sömu undankomuleið frá heimilisofbeldi eins og þær höfðu áður. Allt í einu komast þær ekki frá heimilinu þar sem ofbeldið hefur vettvang til að eiga sér stað, hlutir eins og að sækja börn í skóla, fara út að versla í matinn, mæta til vinnu og svo framvegis eru allt leiðir fyrir fórnalömb til að forðast ofbeldið.“ Mynd efitr Lilju Hrönn sjálfa Beið með nágrannakonunni Sjálf þekkir Lilja til nokkurra kvenna sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi. „Og þá fleiri sem hafa orðið fyrir mjög miklu andlegu ofbeldi sem er ekki skömminni skárra þó það sýni sig ekki á sama hátt og líkamlegt ofbeldi. Einnig hef ég orðið vitni að mjög hræðilegu líkamlegu ofbeldi gagnvart nágrannakonu minni hér í London þar sem lögregla og sjúkrabíll var kallaður til. Ég þurfti að veita henni og ungbarni skjól gagnvart barnsföðurnum sem gekk berserksgang á meðan hann var undir áhrifum eiturlyfja. Ég held að ég hafi sjaldan verið jafn hrædd, þannig að gæti ekki ímyndað mér líðan hennar.“ Lilja fékk fjórar listakonur með sér í þetta verkefni og að auki er til sölu eitt verk eftir hana sjálfa. „Katrín Ólafs og Marsý Hild eru báðar íslenskar og hafa búið í London í ótal mörg ár, en Katrín var að flytja aftur til Íslands í síðasta mánuði. Svo eru það Sarah Blais og Charlotte Stouvenot. Sarah er Kanadísk og er búsett í París, á meðan að Charlotte er frönsk og býr einnig í París. Allt ótrúlega hæfileikaríkar konur sem eiga mestu þakkir skilið fyrir að gefa málefninu verk sín.“ Mynd eftir Sarah Blais Söfnunin virkar þannig að á síðunni Tides er hægt að finna myndirnar til sölu undir „Shop“ og þar má sjá hvaða myndir eru til sölu. „Þú borgar bara einn sendingarkostnað sama hvað. Hún fer fram á GBP þar sem síðan mín er staðsett hérna í London, en hvert prent er á 60 GBP eða um tæpar 11.000 krónur og kaupandi borgar svo sendingarkostnað ofan á. Hvert prent er stærð A3 eða 30 x 40 sentímetrar. Pixel prentþjónusta hafa gefið mér ótrúlega góðan díl á prentun og fá góðar þakkir fyrir og að auki hann Heimir Óskarsson sem hefur verið eins konar framleiðslustjóri fyrir mig á Íslandi. Allur ágóði rennur óskertur til Kvennaathvarfsins. Ég er enn að leita að fyrirtæki til að gefa eða bjóða góðan díl á pappírshólkum til að senda prentin út í, þannig ef einhver sem að les þetta gæti hjálpað mættu þau endilega hafa samband. Að sama skapi, ef að einhver vill borga meira fyrir prentið, eða leggja málefninu lið án þess að kaupa prent, má hafa samband við mig í gegnum netfangið [email protected].“ Mynd eftir Charlotte Stouvenot Lilja er ánægð með viðbrögðin og segir að fólk sé duglegt að deila þessu framtaki á samfélagsmiðlum. Salan gæti þó gengið betur og vonar Lilja að hún nái að selja öll eintökin af myndunum. Hægt er að sjá allar myndirnar á vefsíðu Lilju. „Það eru enn til eintök eftir af öllum prentunum, og ég bið alla þá sem geta séð af sér að kaupa prent annað hvort fyrir sitt eigið heimili eða til dæmis til að gefa sem gjöf.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heimilisofbeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Fleiri fréttir Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Sjá meira