Segir Ísland með efniviðinn í annan faraldur Vésteinn Örn Pétursson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 24. maí 2020 12:35 Már Kristjánsson er yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segist sáttur við að landið opni fyrir ferðamönnum á ný. Þó sé enn þá allur efniviður í annan faraldur á Íslandi og því þurfi stjórnvöld að vera á varðbergi. „Ég held að það þurfi að setja eins mikla varnagla og hægt er til þess að við fáum ekki óheft smit í samfélagið aftur. Það eru hins vegar allra forsendur fyrir því að við fáum smit inn í landið. Þá verðum við að hyggja að því að þorri fólks er enn þá næmur fyrir veirusýkingunni, þannig að þú ert í rauninni með allan efniviðinn í annan faraldur,“ segir Már. Því þurfi að haga sér skynsamlega og stjórnvöld að vera á varðbergi. „Síðan þarf náttúrulega mjög mikið fræðslustarf til ferðamannanna. Við þurfum enn þá að vera vakandi í öllum okkar aðgerðum gagnvart þegnum landsins, þannig að ef allt þetta gengur eftir þá vonar maður að það verði ekki meiriháttar áföll. Svo ertu með aðra sem segja það óumflýjanlegt að hér komi annar faraldur.“ Ákvörðunin um að opna landið aftur sé leikjafræðileg að mati Más. „Þetta er svolítið svona eins og heit kartafla. Hver vill taka fyrsta bitann og brenna sig? Þetta er nákvæmlega eins og er í leikjafræðinni. Þú ert í vondri stöðu, eiginlega sama hvað þú gerir, hvort sem þú gerir eitthvað eða ekkert.“ Almenn skynsemi ráði för Már telur að í kjölfar faraldursins muni fólk í meira mæli huga að eigin hegðun og hvernig það geti lágmarkað smithættu í nærumhverfi sínu. Það kunni að auðvelda opnun landsins fyrir ferðamönnum. „Við vitum meira hvernig við eigum að hegða okkur. Það eru ákveðna fjarlægðarreglur, hreinlætisreglur og samfélagsreglur sem eru orðnar fólki tamari í dag heldur en þær voru fyrir hálfu ári síðan.“ Þá segir hann meira vitað um kórónuveiruna, eiginleika hennar og hvernig hún smitar. Hann telji því að það ætti að vera í lagi fyrir þá sem láti skynsemina ráða för að ferðast til Spánar. Hann geti í það minnsta ekki ímyndað sér annað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Sjá meira
Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segist sáttur við að landið opni fyrir ferðamönnum á ný. Þó sé enn þá allur efniviður í annan faraldur á Íslandi og því þurfi stjórnvöld að vera á varðbergi. „Ég held að það þurfi að setja eins mikla varnagla og hægt er til þess að við fáum ekki óheft smit í samfélagið aftur. Það eru hins vegar allra forsendur fyrir því að við fáum smit inn í landið. Þá verðum við að hyggja að því að þorri fólks er enn þá næmur fyrir veirusýkingunni, þannig að þú ert í rauninni með allan efniviðinn í annan faraldur,“ segir Már. Því þurfi að haga sér skynsamlega og stjórnvöld að vera á varðbergi. „Síðan þarf náttúrulega mjög mikið fræðslustarf til ferðamannanna. Við þurfum enn þá að vera vakandi í öllum okkar aðgerðum gagnvart þegnum landsins, þannig að ef allt þetta gengur eftir þá vonar maður að það verði ekki meiriháttar áföll. Svo ertu með aðra sem segja það óumflýjanlegt að hér komi annar faraldur.“ Ákvörðunin um að opna landið aftur sé leikjafræðileg að mati Más. „Þetta er svolítið svona eins og heit kartafla. Hver vill taka fyrsta bitann og brenna sig? Þetta er nákvæmlega eins og er í leikjafræðinni. Þú ert í vondri stöðu, eiginlega sama hvað þú gerir, hvort sem þú gerir eitthvað eða ekkert.“ Almenn skynsemi ráði för Már telur að í kjölfar faraldursins muni fólk í meira mæli huga að eigin hegðun og hvernig það geti lágmarkað smithættu í nærumhverfi sínu. Það kunni að auðvelda opnun landsins fyrir ferðamönnum. „Við vitum meira hvernig við eigum að hegða okkur. Það eru ákveðna fjarlægðarreglur, hreinlætisreglur og samfélagsreglur sem eru orðnar fólki tamari í dag heldur en þær voru fyrir hálfu ári síðan.“ Þá segir hann meira vitað um kórónuveiruna, eiginleika hennar og hvernig hún smitar. Hann telji því að það ætti að vera í lagi fyrir þá sem láti skynsemina ráða för að ferðast til Spánar. Hann geti í það minnsta ekki ímyndað sér annað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Sjá meira