12 dagar í Pepsi Max: Fyrsta tímabil Óla Jóh í sextán ár án titils Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2020 12:00 Ólafur Jóhannesson hefur gert fimm lið að Íslandsmeisturum, FH-inga þrisvar og Valsmenn tvisvar sinnum. Vísir/Bára Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 12 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Ólafur Jóhannsson tók við FH-liðinu fyrir 2003 tímabilið og átti eftir að gerbreyta verðlaunaskápnum í Kaplakrikanum. FH hafði aldrei unnið titil en nokkrum sinnum endað í öðru sæti þar á meðal einu sinni undir stjórn Ólafs. FH varð reyndar að sætta sig við silfurverðlaun sumarið 2003 en það var mikill sigur fyrir lið sem var fyrir tímabilið spáð falli úr deildinni í árlegri spá fyrirliða og þjálfara. Ólafur gerði FH-liðið síðan að Íslandsmeisturum haustið 2004 og liðið tók stóra titilinn næstu tvö ár líka. Enginn þjálfari hafði unnið þrjá Íslandsmeistaratitla í röð í 56 ár eða síðan Óli B. Jónsson gerði það með KR-liðið 1948, 1949 og 1950 . Sumarið 2007 missti FH af Íslandsmeistaratitlinum en varð aftur á móti bikarmeistari í fyrsta skiptið. Ólafur hætti þá með FH-liðið og tók við íslenska landsliðinu sem hann þjálfaði til 2011. Þegar Ólafur tók aftur við liðið þá var það B-deildarlið Hauka frá 2012 til 2013. Ólafur kom hins vegar ekki aftur í efstu deild fyrr en sumarið 2015 og þá sem þjálfari Valsmanna. Valsmenn unnu titil á fjórum fyrstu tímabilunum undir hans stjórn. Valur vann bikarinn 2015 og 2016 og svo Íslandsmeistaratitil 2017 og 2018. Ólafur var þar með búinn að vinna stóran titil, Íslandsmeistara- eða bikarmeistaratitil, á átta tímabilum í röð sem þjálfari í efstu deild. Það gekk aftur á móti lítið upp hjá Valsmönnum í fyrra og þeir voru langt frá titli, enduðu í sjötta sæti í deildinni og duttu út í 32 liða úrslitunum í bikarnum. Þar með lauk þessari miklu sigurgöngu Ólafs sem í fyrsta sinn í sextán ár vann ekki titil með lið í efstu deild. Ólafur er kannski hættur með Val en hann er ekki hættur í Pepsi Max deildinni. Ólafur Jóhannesson mun þjálfa Stjörnuna með Rúnari Pál Sigmundssyni í Garðabænum í sumar. Átta tímabil Ólafs Jóhannessonar í röð í efstu deild með titil: 2004 - Íslandsmeistari með FH 2005 - Íslandsmeistari með FH 2006 - Íslandsmeistari með FH 2007 - Bikarmeistari með FH 2015 - Bikarmeistari með Val 2016 - Bikarmeistari með Val 2017 - Íslandsmeistari með Val 2018 - Íslandsmeistari með Val Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Valur Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 12 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Ólafur Jóhannsson tók við FH-liðinu fyrir 2003 tímabilið og átti eftir að gerbreyta verðlaunaskápnum í Kaplakrikanum. FH hafði aldrei unnið titil en nokkrum sinnum endað í öðru sæti þar á meðal einu sinni undir stjórn Ólafs. FH varð reyndar að sætta sig við silfurverðlaun sumarið 2003 en það var mikill sigur fyrir lið sem var fyrir tímabilið spáð falli úr deildinni í árlegri spá fyrirliða og þjálfara. Ólafur gerði FH-liðið síðan að Íslandsmeisturum haustið 2004 og liðið tók stóra titilinn næstu tvö ár líka. Enginn þjálfari hafði unnið þrjá Íslandsmeistaratitla í röð í 56 ár eða síðan Óli B. Jónsson gerði það með KR-liðið 1948, 1949 og 1950 . Sumarið 2007 missti FH af Íslandsmeistaratitlinum en varð aftur á móti bikarmeistari í fyrsta skiptið. Ólafur hætti þá með FH-liðið og tók við íslenska landsliðinu sem hann þjálfaði til 2011. Þegar Ólafur tók aftur við liðið þá var það B-deildarlið Hauka frá 2012 til 2013. Ólafur kom hins vegar ekki aftur í efstu deild fyrr en sumarið 2015 og þá sem þjálfari Valsmanna. Valsmenn unnu titil á fjórum fyrstu tímabilunum undir hans stjórn. Valur vann bikarinn 2015 og 2016 og svo Íslandsmeistaratitil 2017 og 2018. Ólafur var þar með búinn að vinna stóran titil, Íslandsmeistara- eða bikarmeistaratitil, á átta tímabilum í röð sem þjálfari í efstu deild. Það gekk aftur á móti lítið upp hjá Valsmönnum í fyrra og þeir voru langt frá titli, enduðu í sjötta sæti í deildinni og duttu út í 32 liða úrslitunum í bikarnum. Þar með lauk þessari miklu sigurgöngu Ólafs sem í fyrsta sinn í sextán ár vann ekki titil með lið í efstu deild. Ólafur er kannski hættur með Val en hann er ekki hættur í Pepsi Max deildinni. Ólafur Jóhannesson mun þjálfa Stjörnuna með Rúnari Pál Sigmundssyni í Garðabænum í sumar. Átta tímabil Ólafs Jóhannessonar í röð í efstu deild með titil: 2004 - Íslandsmeistari með FH 2005 - Íslandsmeistari með FH 2006 - Íslandsmeistari með FH 2007 - Bikarmeistari með FH 2015 - Bikarmeistari með Val 2016 - Bikarmeistari með Val 2017 - Íslandsmeistari með Val 2018 - Íslandsmeistari með Val
Átta tímabil Ólafs Jóhannessonar í röð í efstu deild með titil: 2004 - Íslandsmeistari með FH 2005 - Íslandsmeistari með FH 2006 - Íslandsmeistari með FH 2007 - Bikarmeistari með FH 2015 - Bikarmeistari með Val 2016 - Bikarmeistari með Val 2017 - Íslandsmeistari með Val 2018 - Íslandsmeistari með Val
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Valur Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira